Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.06.1966, Qupperneq 6

Faxi - 01.06.1966, Qupperneq 6
í glaða sólskini og fagurri fjallasýn. Ekið var um Borgarfjörð til Húsafells og í Reykholti tók sr. Einar Guðnason á móti okkur, sýndi okkur staðinn og sagði frá því helzta sem þar gerðist, allt frá dög- um Snorra Sturlusonar. Var síðan haldið til húsmæðraskólans að Varmalandi. Þar tók á móti okkur fr. Steinunn Ingimundar- dóttir og námsmeyjar hennar. Allt var þar til reiðu, nýbakaðar kökur, smurt brauð og dásamlegt kaffi. Steinunn bauð okkur velkomnar með ræðu, þar sem hún ræddi um starfsemi skólans og lýsti ánægju sinni yfir góðri ástundun og frammistöðu námsmeyja, sem við brátt mundum fá nánar að kynnast. Lét hún síðan 2 námsmeyjar fylgja hverj- um 12 konum um skólann, til að sýna vistarverur hans, skólaeldhús og vefnaðar- handavinnu stúlknanna og margt fleira. Bar þar margt dásamlegt fyrir augu okkar, allt frá smábarnafatnaði og upp í fatnað fullorðinna, auk fallegra dúka af ýmsum gerðum og gardínur, svo aðeins nokkuð sé nefnt. Eftir ánægjulega stund í þessu menn- ingarlega skólasetri kvenna, kvöddum við og þökkuðum góðar móttökur. Við það tækifæri flutti ein úr okkar hópi, frú Laufey Sigurðardóttir, skemmtilega ræðu. Var síðan haldið að Bifröst, þar sem beið okkar indæll kvöldverður. Að honum enduðum var sezt í setustofu að rjúkandi kaffi og tekið upp létt hjal um vel heppnað ferðalag og voru allar á einu máli um fegurð og yndisleik Borgarfjarðar, sem aldrei brygðist. Hér gefst ekki tóm til að lýsa nánar einstökum þáttum þessarar dásamlegu húsmæðraviku í Bifröst, en eins og að framan getur, rak þar hver viðburðurinn annan, þar sem skiptust á léttir gaman- þættir, ferðalög, erindaflutningur og um- ræður um gagnleg og fræðandi mál, ásamt sýnikennslu, eins og fyrr var að vikið. — Meðal annars voru flutt erindi um sumar- búðir barna og unglinga og þjóðlegt nota gildi þeirra. En sú starfsemi er nú víða að festa rætur og virðist ætla að gefast vel. Þyrftum við Njarðvíkingar og Kefl- víkingar að gefa þessu gætur, ef verða mætti til blessunar fyrir börn okkar og æskufólk. Einn daginn flutti Jónas Pálsson sálfræð- ingur erindi er hann nefndi: Lestrarnám og lestrarörðugleikar og var það mjög fróðlegt og athyglisvert. Kvöldið fyrir síðasta daginn var kvöld- vaka, sem dvalargestirnir önnuðust sjálfir. Var hún fjölþætt og skemmtileg, þar sem voru ljóð og ræður, sagðar sögur og sungið mikið, fluttir gamanþættir og fl. o. fl. Að morgni síðasta dagsins fóru allar að taka saman pjönkur sínar og búast til farar. Var nú komið að kveðjustund eftir ógleymanlega dvöl á þessu fríða menn- ingarsetri Samvinnumanna. Þurfti hver gestanna að taka í hönd hvers einstaks heimamanns og konu, sem öll höfðu verið okkur svo elskuleg og góð að á betra varð ekki kosið. Flestar ætluðu konurnar til Reykjavíkur, þó þær væru annars utan af landi, til þess að hafa sem bezt not af þessari góðu suðurför. Við hugðum því á góða samfylgd, áður en leiðir skildu í Reykjavík. Er við stigum í bifreiðina, voru allir heimamenn þar staddir ásamt frú Guð- laugu Einarsdóttur, sem kvaddi okkur þar ásamt starfsfólki sínu, en við þökkuðum dásamlega umönnun og ómetanlega fræðslu á þessum ljúfu dvalardögum þar, sem okkur munu aldrei úr minni líða. Að lokum vil ég svo bæta við þessa fá- tæklegu frásögn kæru þakklæti frá okkur konum af Suðurlandsumdæmi og þá eink- um af Suðurnesjum, fyrir þetta dásam- lega boð og ógleymanlegu dvöl á okkar fagra og kyrrláta stað, Bifröst. Dvölin sú verður þó ekki hvað sízt minnisstæð fyrir frábærar móttökur og alúð frú Guð- laugar Einarsdóttur, sem hafði á herð- um sér húsmóðurvandann í Bifröst, að ógleymdu ágætu starfsliði hennar, sem var samhent henni um að gera okkur dvölina þar sem ánægjulegasta. Þá vil ég einnig þakka öllum þeim mörgu, körlum og konum, sem þarna komu fram til að fræða okkur og skemmta, og í þeirra hópi vil ég nefna forstöðukonu kvennaskólans að Varma- landi, sem, eins og fyrr er frá sagt, sýndi okkur mikla vinsemd og veitti öllum þessum stóra hóp rausnarlegar góðgerðir. Alls þessa góða fólks munum við jafnan minnast með gleði og þakklæti og óska því alls góðs í framtíð Megi samvinnuhugsjónin og sam- vinnustarfið eflast og dafna til heilla og blessunar fyrir land og þjóð. Sigríður Hafliðadóttir, Ytri-Njarðvík. r-------------------- n KREEMIT BABY FOOD bárnámjólk Þessi yinsæla og vitamínríka barnafæða fæst í APÓTEKI KEFLAVÍ KUR v---------------------J 86 — FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.