Faxi - 01.06.1966, Page 20
Þórarinn Ólafsson
sjötugur
Þórarinn Ólafsson.
30. maí sl. varð einn af þekktustu borg-
urum Keflavíkur sjötugur, Þórarinn Olars-
son trésmíðameistari.
Hann er vestfirskur að ætt, en fluttist
hingað suður fyrir meira en fjörutíu árum,
og hefur búið í Keflavík síðan.
Þórarinn er maður mjög starfssamur, og
hefur staðið fyrir fjölda byggingafram-
kvæmda hér í bænum, bæði fyrir einstak-
linga og það opinbera. Hefur hann reynzt
eftirsóttur til slíkrar fyrirgreiðslu, vegna
lipurðar og verklægni, enda oftast haft á
að skipa ágætu starfsliði. Kunna menn því
vel að hafa menn á borð við Þórarin til
framkvæmda og fyrirsjónar um þá hluti.
Eins og margir starfssamir menn er Þór-
arinn að eðlisfari félagslyndur mjög, og
nýtur trausts og virðingar allra sem honum
kynnast. Honum hafa því verið falin marg-
háttuð trúnaðarstörf, bæði fyrir bæjarfé-
lagið og önnur þau félög, sem honum hafa
þótt vera heillavænleg fyrir Keflvíkinga
og aðra héraðsbúa. Má þar til nefna
Iðnaðarmannafélag Keflavíkur, en hann
er hvatamaður að stofnun þess, og fyrsti
formaður. Hann var einnig í ráðum um
stofnun Kaupfélags Suðurnesja, og hefur
ætíð verið deildarstjórnarformaður og full-
trúi á aðalfundum félagsins, enda mikill
samvinnumaður. 'Hann er og formaður
eða stjórnarmaður fleiri félaga í Keflavík,
en það yrði of langt að rekja það hér.
Fyrsta júlí næstkomandi verður hann for-
seti Rótaryklúbbs Keflavíkur, enda verið
meðlimur hans frá upphafi.
Þórarinn er tvígiftur, en hefur misst báð-
ar konur sínar. Börn hans eru þrjú, upp-
komin, mjög vel gefin og mannvægleg.
Ekki er það ætlunin að rekja frekar
æfiferil Þórarins að þessu sinni, það verður
betur gert þegar hann verður áttræður,
'Þórarinn er Keflvíkingum og flestum
Suðurnesjamönnum vel kunnur af verkum
sínum og þátttöku í uppbyggingarstarfinu,
bæði á félagslegum og verklegum sviðum.
Hann var ekki heima á afmælisdaginn sinn,
en margur hefði viljað taka í hönd hans
þann dag. Skulu honum færðar bestu
heillaóskir í tilefni afmælisins, og er þess
að vænta, að vinir hans, sem eru margir
eigi þess enn kost um langa hríð, að njóta
með honum glaðra stunda. V. G.
Góð landkynningarbók um ísland nútímans.
Faxa hefur borizt eintak af nýrri bók, sem
ber enska heitið ICELAND — A Traveller’s
Guide. Bókin er, eins og nafn hennar ber með
sér á enska tungu. Höfundur hennar er Peter
Kidson, fyrrum sendiráðsritari við brezka
sendiráðið í Reykjavík, en útgefendur Ferða-
handbækur s. f., sem undanfarin ár 'hafa gefið
út hina vinsælu Ferðahandbók.
Hin nýja bók er í alla staði hið vandaðsta
ritverk og virðist geta þjónað vel þeim tví-
þætta tilgangi, sem liggja mun til grundvallar
útgáfunni; þ. e. s. að vera hvorttveggja í senn
handbók fyrir erlenda ferðamenn og hentug
bók til að senda vinum sínum erlendis. Má í
því sambandi geta þess, að bókin er afhent
kaupendum í haganlega gerðri pappaöskju,
sem ætluð er til póstsendinga, og auk þess
fylgir henni límmiði á hvern rita skal nafn
sendanda og viðtakanda. Kaupendur þurfa
því ekki annað að gera en rtia á miðann, líma
hann á öskjuna og setja síðan í póst. Það mun
tæpast of djúpt tekið í árinni, að sjaldan hafi
komið út hérlendis eins hentug bók til gjafa
né jafn vel um slíka bók búið.
Of langt mál yrði að rekja hér allt efni
bókarinnar, en í stuttu máli má segja að hún
greinir frá landinu og sérkennum þess, þjóð-
inni og sögu hennar í fortíð og nútíð. Sér-
stakur kafli er um öll kauptún og kaupstaði
á landinu og eru þar stærstir kaflarnir um
Reykjavík og Akureyri. Bókin er skreytt með
fjölda pennateikningum. Mörg kort eru í bók-
inni t. d. af Reykjavík, Akureyri og miðhá-
lendinu og sérstakt vegakort fylgir henni.
Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Eddu og er
frágangur hinn vandaðasti,
Sr. Bragi Friðriksson.
Sr. Brogi Friðriksson
hlaut Garðaprestakall
Við atkvæðagreiðslu í prestskosningum á
Álftanesi urðu úrslit þau, að séra Bragi Frið-
riksson var kjörinn lögmætri kosningu, hlaut
602 atkvæði. Bragi Benediktsson fékk 227 at-
kvæði. Tómas Guðmundsson 40 atkv. og Þór-
bergur Kristjánsson 24 atkvæði.
Á kjörskrá voru 1116 og greiddu 897 at-
kvæði. 3 seðlar voru auðir.
Sr. Bragi Friðriksson tók guðfræðipróf 1953.
Var hann 3 ár starfandi prestur í Manitoba,
starfaði síðan hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur
frá hausti 1956 til vorsins 1963, og hefur siðan
verið prestur íslendinga á Keflarvíkurflugvelli
og unnið að æskulýðsstarfi í Kjalarnespróf-
astdæmi.
Bragi er kvæntur Katrínu Eyjólfsdóttur frá
Eskifirði og eiga þau tvö börn.
Áfengissalan 1. ian. til 31. marz 1966.
Heildarsala:
Selt í og frá Reykjavík, kr. 80,385.315,00, Akur-
eyri kr. 8.011.515,00, ísafirði kr. 2.786.795,00,
Siglufirði kr. 1.585.970,00, Seyðisfirði kr,
2.277.380,00. Samtals kr. 95.046.975,00.
Á sama tíma 1965 varð salan, eins og hér segir.
Selt í og frá Reykjavík kr. 59.680.023,00, Akur-
eyri kr. 6.290.525,00, ísafirði kr. 1.790.815,00
Siglufirði kr. 1.191.020,00, Seyðisfirði kr.
1.592.291,00. Samtals kr. 70.544.674,00.
Söluaukning er 34% fyrstu þrjá mánuði
þessa árs miðað við 1. ársfjórðung í fyrra, en
þess ber að geta, að allmikil verðhækkun
hefur orðið á áfengum drykkjum frá þeim
tíma.
Áfengisvarnarráð.
SELJUM ÍS
Hraðfrystihús Keflavíkur
100 — FAXI