Faxi

Volume

Faxi - 01.06.1966, Page 24

Faxi - 01.06.1966, Page 24
Góð bók, — gulli Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þá fékkst hann. Svo hljóðandi auglýsing heyrðist oft í útvarpinu fyrir nokkrum árum. Mér kom þessi auglýsing í hug, er ég settist niður til að vekja athygli lesenda Faxa á mjög góðri bók, sem ég las í vetur, en kom út fyrir síðustu jól. Þessi bók heitir: „Vörðuð leið til lífshamingju" og er eftir Norman Vincent Peale. Norman er heimsþekktur kennimaður, og einhver áhrifamesti kennimaður vorra tíma. Þýð- andi er Baldvin Þ. Kristjánsson. Bókin skiptist í 17 kafla, sem bera heiti s. s.: „Rór hugur geislar orku“, „Þú crt þinnar gæfu smiður“, „Að viðurkenna betri ekki ófarir“, Reyndu „mátt bænarinnar“. Bókin hefst á svohljóðandi inngangsorð- um: „Þessi bók er skrifuð í þeim tilgangi, að ráðleggja aðferð og gefa dæmi um, að þú þurfir ekki að falla í duftið fyrir neinu — að þú getur búið yfir sálarró, betri heilsu, og ótakmarkaðri orku, — í stuttu máli sagt' þú getur lifað glaður og ánægður“. Og fyrsti kaflinn sem heitir: „Temdu þér sjálfstraust", hefst þannig: „Hafðu sjálfstraust, treystu dugnaði þínum. An ákveðins en raunhæfs álits á eigin hæfi- leikum, geturðu ekki rutt þér braut, eða orðið hamingjusamur“. Bókin er mjög létt skrifuð, þannig að þér finnst þú vera að lesa skáldsögu, í henni er mikið af skemmtilegum tilvitn- unum, og þar er fjallað um þessi lífsins vandamál, sem mæta okkur daglega, svo sem gleði, sorg, reiði, hræðslu og dagleg samskipti manna í milli. Höfundur leggur áherzlu á mátt bænar- innar. „Það er ekkert það til, sem þú getur ekki framkvæmt, ef þú trúir, og biður um það nógu einlæglega," segir höfundur. Það hafa allir gott af að lesa þessa bók, og ég mundi segja, að hún væri á við margar kirkjuferðir, og þó stuðlaði hún að þeim, með þeim boðskap sem hún flytur. Þýðandi hefur unnið verk sitt vel, því bókin er skrifuð á góðu máli, og útgáfan er hin vandaðasta. G. Sv. 104 — F A X I

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.