Faxi - 01.06.1966, Síða 25
Frá barnaskólanum
í Keflavik
I skólanum voru 810 börn í vetur í 33
bekkjadeildum. Fastir kennarar voru 19
auk skólastjóra og þriggja stundakennara.
Undir barnapróf gengu 119 börn, en 163
börn 7 ára innrituðust nú í vor. Aætlaður
barnafjöldi næsta skólaár er því um 850—
860 börn. Ákveðin hefur verið viðbygging
við skólann við Sólvallagötu. Verður hún
gerð í tveim áföngum, og hefur fyrri áfangi
verið boðinn út, og mun að því stefnt að
Ijúka honum fyrir haustið. Eru það 4
kennslustofur, salerni og gangar og eitt
Iítið herbergi. I seinni áfanga eru 2 kennslu-
stofur og söngsalur auk tveggja minni her-
bergja.
Árshátíð skólans var haldin mánudag-
inn 4. apríl, og hefur áður verið sagt frá
því í Faxa. Einnig voru bekkjaskemmt-
anir haldnar í vetur. Tvær fyrir 6. bekk-
inga og ein fyrir 5. bekkinga. Farið var
með barnaprófsnemendur í Þjóðleikhúsið
í vor að sjá leikritið Gullna hliðið og á
uppstigningardag var farið með þau í
ferðalag austur fyrir fjall.
Við skólaslit, sem fóru fram í íþrótta-
sal skólans, lék Drengjalúðrasveitin, sem
nú er skipuð drengjum, sem byrjuðu í
henni síðast liðið haust.
Eins og áður voru mörg verðlaun veitt
fyrir góðan námsárangur.
Verðlaun Bókabúðar Keflavíkur fyrir
hæstu aðaleinkunn yfir allan skólann hlaut
Bergþóra Ketilsdóttir. Hún hlaut einnig
verðlaun sóknarprestsins fyrir beztu rit-
gerð á barnaprófi. Verðlaun frá Rótarý-
klúbbi Keflavíkur hlutu eftirtaldir nem-
endur: Hildur Agnarsdóttir, Jórunn Tóm-
asdóttir, Gísli Torfason, Steinunn Karls-
dóttir, Vilborg Einarsdóttir, Ásgeir Eiríks-
son og Svandís Valdimarsdóttir.
Hermann Eiríksson.
Málverkasýning.
Dagana 28.—30. maí hélt Sveinn Björnsson
málverkasýningu í félagsheimilinu Stapa,
Ytri-Njarðvík. Á sýningunni voru 23 olíu-
málverk og seldust 8 myndir. Sveinn Björns-
son er kunnur listmálari, hefir haldið margar
sýningar bæði hér heima og erlendis, og hvar-
vetna fengið lofsamlega dóma.
Síðast hélt hann málverkasýningu í Shar-
lothenborg í Kaupmannahöfn. á s. 1. hausti
og var þá mjög vinsamlega skrifað um hann
í dönskum blöðum. Aðspurður lét Sveinn
vel af viðtökunum í Stapa og var ekki frá
því að koma þar oftar með sýningar.
3. uniferð: Heklið 22 Ml.aukið í 4. og 5. hverja lykkju
4. umferð: Heklið 26 Ml.aukið í 5. og 6. hverja lykkju.
5. umferð: Heklið 30 Ml, aukið í 6. og 7. hverja lykkju.
6., 7., 8., 9., 10., 11., 12. umferð: 30 munsturlykkjur.
13. umferð: Heklið 15 munsturlykkjur, snúið við og
heklið 5 Ml til baka, snúið við og heklið 4 Ml til baka,
snúið við og heklið 3 Ml til baka, snúið við og heklið
2 Ml til baka, snúið við og heklið 1 Ml, dragið garnið
i gegn og slítið. Byrjið aftur við byrjun 15 lykkjanna
og heklið 5 Ml, snúið við og heklið 4 Ml o. s. frv,
Bryddið síðan húfuna með fastalykkjum (Fl) og gerið
hnappagat bðrum megin, en setjið hnapp hinum meg-
Garn: 1 hespa Gefjunar- dralonsportgarn.
Heklunál nr. 3-4
Fitjið upp 5 loftlykkjur (Ll) og myndið hring með því
að tengja fyrstu og siðustu lykkju saman með 1 keðju-
lykkju (Kl).
1. umferð: 1 Ll (ca 2 cm;, sláið upp á nálina, hekl-
ið I hringinn jafnlanga lykkju, sláið upp á nálina, hekl
ið i hringinn jafnlanga lykkju, sláið upp á nálina, hekl-
ið þriðju lykkjuna i hringinn og dragið garnið siðan í
gegnum allt saman, þá er komin 1 munsturlykkja (Ml).
Endurtakið 8 sinnum (9 Ml) og tengið saman með
keðjulykkju í lok hringsins.
2. umferð: Heklið 18 Ml. aukið í hverja lykkju
dralon
sem þær voru að hekla húfurnar sinarúr
Veljid vandað garn- veljid DRALON sportgarnid
F A X I — 105