Faxi - 01.01.1975, Blaðsíða 2
RÆTT VIÐ HJÖRT B. HELGASON, KAUPFÉLAGSSTJÓRA í SANÐGERÐI - FYRRI HLUTI
Togarinn beygði á sein-
ustu stundu og þá sáum
við nafn hans og númer,
— EN SKIPVERJAR HENTU I OKKUR KOLAMOLUM
Ég var smáhnokki, þegar ég sá Hjört
B. Helgason. Mjólkurbíllinn hans græni
óók daglega um veginn, Ford hálfkassi,
og ég minnist þess ávallt, hvað Hjörtur
var kvikur í hreyfingum, þegar hann
snaraði mjólkurbrúsunum, sumum níð-
þungum, léttiJega upp á pallinn, gætti
vel hvort allt væri ekki í röð og rcglu
og enginn okka,r forvitinna krakkanna
værum nærri bílnum, en h.ann var á-
vallt alúðlegur og hlýjan geislaði af
andliti hans, þcgar hann gaf sér stund
til að yrða á okkur. Þá fylgdi kannski
ein og ein karamella eð,a brjóstsykur-
moli í kveðjuskyni, sem hann dró úr
pússi sínu og rétti okkur, — þvílíkt og
annað eins, fyrir smádrengi í þá daga,
er sælgæti taldist til .algers munaðajr.
Mjólkurbílsins var líka beðið með
nokkurri eftirvæntingu að kvöldi, þeg-
ar hann kom úr höfuðborginni með
tómu brúsana, ekki af því að við vær-
um að vonast efti.r góðgæti frá Hirti,
heldur af því, að stundum var í þeim
skyr og ostur, sem var ekki d,aglega á
borðum alþýðufólks í þá daga. Þá
þurfti ekki að hvetja svanga snáða til
að .rogast heim með stóra mjólkur-
brúsa. Já, tímarnir hafa breytzt.
Sama ljúfmennskan og áður
En Hjörtur hafði ekki ætlað sér að
verða eilífur augnakarl í bíl'stjórastarf-
inu. Einn daginn var hann hættur og
annar t'ekinn við, svo að ég hef rétt
stöku sinnum séð honum bregða fyrir
og eiginlega ekki átt við hann orða-
skipti, fyrr en ég barði að dyr'um hjá
honum á Hlíðarveginum í Sandger'ði,
þar sem hann býr, — og óskaði eftir
viðtali. Og með sömu ljúfmennskunni
og hann sýndi okkur snáðunum við
mjólkurbílinn fyrir hartnær fjórum
áratugum, bauð hann mér að ganga í
hús sitt, horfði íbygginn framan í mig
— eins og ttl að átta sig á svipnum —
„nú kannast ég við þig,“ sagði hann,
„viðtal, ég veit ekki hvort ég hef frá
svo miklu að segja,“ og færði til á
borðstofuborðinu ýmis pappír'sgögn frá
kaupfélaginu, til hliðar, fimlegum
hreyfingum. „Þú verður að fyrirgefa,
ég var að vinna í pappírum fyrir kaup-
félagið, maður getur ekki sinnt þeim
fyrr en á kvöldin."
Varlegt að meta manninn
í árum
Á meðan li'taðist ég um í stofunni.
Myndir prýddu veggi og gnótt góðra
bóka var í hillunum.
„Sem stendur bý ég einn hérna, kon-
an hefur verið á sjúkrahúsi í nokkur
ár, og ég hef enga leigjendur í augna-
blikinu,“ segir Hjörtur í afsakandi tón,
um leið og hann fær sér sæti í hæg-
indastólnum. „Minnið er nú eitthvað
farið að ryðga, svo ég get' víst ekki
sagt frá mörgu, en við skulum sjá til.“
Rödd hans er mjög hljómhrein og
vinaleg, gæt'i alveg eins ver'ið rödd
ungs manns, en ekki þess, sem á sér 76
æfiár að baki, og Hjörtur hefur furðu-
lega lítið látið á sjá frá því á mjólkur-
bílnum. Þarna sannast, að varlegt er að
meta manninn í árum, þau eru aðeins
tala, sem segir lítið um and- og líkam-
lega heilsu.
Mi.nn skóli hefur verið starfið
„Ég ákvað snemma að verða annað
hvort bóndi eða vinna fyrir samvinnu-
verzlunarfélög, en það tók mig mörg
ár að komast inn á þá braut, eiginlega
ekki fyrr' en á seinasta hluta ævinnar,
en þá hafði ég fengizt við ým'is störf
um áratuga skeið. Skólaganga mín var
ekki löng, aðeins þrjú ár í barnaskóla.
Það s'tóð heima, ég var tíu ára þegar
skólaskyldan var lögleidd árið 1908, og
ég uppfyllti hana, en ekker't meira.
Minn skóli hefur síðan verið í starfi,
og þar hef ég búið lengi að þeirri þekk-
ingu sem ég öðlaðist undir stjórn Þórð-
ar Ásgrímssonar, í ver'zlunarstörfum
og ýmislegu sem að verzlun laut. Hann
var afbragðsmaður, sem vildi mér vel.“
Og Hjörtur á bjart'ar minningar' um
margt annað frá bernskudögum sínum
á Akranesi, þar sem hann ólst upp, og
úr Hálsasveitinni, þar sem hann var í
sveit í fjögur sumur.
„Einna minnisstæðastur er mér Sig-
urður hómópati, sem stundaði lækn-
ingar út á Akranesi um tíma, en fór
síðan til Reykjavíkur og stundaði lækn-
ingar lengi eftir það, enda varð hann
fjörgamall. Menn höfðu mikla trú á
hæfileikum hans. Hann var anzi dug-
legur og kvikur karl, og Jón sonur
hans, skipstjóri, var einnig mjög mikill
atgervismaður og skemmtilegur, en
hann er faðir' Ríkharðar knattspyrnu-
kappa.“
í flutningum fyrir
verzlanir við Faxaflóa
Tal okkar berst' nú að því hvenær
Hjörtur hleypti heimadraganum og
hvers vegna örlögin báru hann suður á
Nes.
,Þegar þeir Haraldur Böðvarsson og
Loftur Loftsson keyptu Sandgerði af
Matthíasi Þórðarsyni, bróður Guð-
mundar í Gerðum, fór ég með Lofti
suður árið 1914 og var hjá þeim til árs-
ins 1919, að ég fór aftur til Akraness
og starfaði við lítið kaupfélag, pöntun-
arfélag, sem verkalýðsfélagið hafði
stofnað. Eftir misheppnaðan rekstur —
við skulum víkja að því síðar, — fór
ég súður aftur, kvæntist Svéinbjörgu
Jónsdóttur frá Flankastöðum, og
keyptum við Klöpp, hérna fyrir innan
Sandgerði, en næstur á undan okkur
2 — FAX I