Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1975, Blaðsíða 9

Faxi - 01.01.1975, Blaðsíða 9
Miklijr. möguleikar íslendinga Vísindamenn eru sammála um að fiskiræktin eigi eftir að taka miklum framförum á næstu árum og hefur bandaríska viðskiptaráðuneytið spáð því, að til aldamóta muni framleiðsla fiskiræktarstöðva aukast úr 5,4 millj. lesta í rúmlega 40 millj. lesta. Mögu- leikar til fiskiræktar á íslandi munr vera mjög miklir o.g fá lönd munu eiga þá meiri, en því miður er' ekki hægt að sjá annað en við séum að verða eft'ir- bátar annarra á því sviði. Þess vegna verða viðkomandi aðilar að grípa í taumana og ég er sannfærður um, að við getum ger't þennan atvinnuveg einna stærstan hér á landi á skömmum tíma, ef rét't er á spilunum haldið — og þá mega atvik eins og ég minn'tist á áðan og gerðist' suður í Höfnum, ekki endurtaka sig. Auðæfi hafsins endast um árabil I ágúst sl. lauk þriðju hafréttarráð- stefnu S. Þ. i höfuðborg Venezuela, Car'acas. í tvo og hálfan mánuð ræddi þetta fjöl'menna alþjóðaþing höfuðat- riði, sem hljót'a að leggja til grundvall- ar tilvonandi alþjóðasamningi um hag- nýtingu heimshafanna. Heimshöfin búa yfir auðæfum, fæðu, málmum og orku, sem ekki aðeins geta fullnæ-gt þörfum bæði núverandi kynslóða, heldur og fjöfmörgum komandi kynslóðum. Þótt þær birgðir af olíu og gasi, sem hægt er að ná á þur'rlendi, muni ganga til þurrðar áður en langt um líður, munu uppsprettulindir þessara auðæfa á hafs botni endast um aldabil. Átján prósent af þeirri olíu sem unnin er í heiminum núa, kemur' úr hafsbotni, en um árið 2000 mun þeirri tölu snúið við, — þ.e. átján prósen'tin verða þá unnin á þurr- lendinu. Vcrnda og viðhalda gjafir hafsins Eitt' helzta vandamál varðandi hag- nýtingu heimshafanna, er verndun og skynsmleg nýting hinna lifandi auð- æfa í þeim. Skynsamlegar véiðar, þar sem tekið er fullt tillit til nauðsynjar þess að vernda og viðhalda gjöfum hafsins, mundu gera það kleift að auka verulega fiskafla og frmléiðslu annarra dýiTnætara fæðutegunda. Samkvæmt áætlun má veiða allt að 118 milljón tonnum af fiski og fiskitegundum, þar með talin skeldýr úr heimshöfunum, á ári hverju, en í dag eru veidd um 60 milljón tonn. Rcglur alþjóðarcttar Samvinna ríkja o.g hagnýting þeirra á höfunum fer að reglum alþjóðaréttar. Meginreglur hns, svo sem frjálsar sigl- ingar um alþjóðleg sund, frjálsar vís- indarannsóknir á heimshöfunum urðu til samkvæmt margra alda hefðum og hafa að mestu stðizt reynslupróf tím- ans. Þriðja hafréttarráðstefna S. Þ. í Caracas fékk ákveðið verkefni, að kom- ast að víðtæku alþjóða samkomulagi, með tilliti til þess, að vandamál varð- andi hafsvæðin, eru samfléttuð og nauð synlegt að fjallá um þau öll saman. Þarna urðu sjónarmiðin svo til jafn- mörg og þjóðirnr. En ef sú tillaga st'randríkja nær fram að ganga varð- andi efnahagslögsögu, þá er gert ráð fyr'ir að hún nái 200 mílur á haf út og hafi fullan rétt á öllum lifandi og dauðum auðl'indum innan þessa maika. Ýmsar s'tórþjóðir, svo sem Rússar, beita sér fyr'ir einhliða útfærslu, því það myndi þýða, að 40% úthafanna verði lokuð svæði og siglingar um sund og úthafssvæði innan 200 mílnanna yrðu þvingaðar, en þessi mál verða sérstak- lega t'ekin fyrir á næstu hafréttarráð- stefnu. Olíukreppan jók útgjöldin um IV2 milljarð Landhelgismál'ið hefur verið eitt að- al vandamál íslenzks sjávarútvegs, en sem betur fer hefur tekizt að leysa það til bráðabirgða, varðandi Breta, en skoðanir manna um ágæt'i þess samn- ings eru þó mjög skiptar. Reynt hefur verið að ná samkomulagi við V-Þjóð- verja, en hingað til án árangurs, eins og mönnum er eflaust kunnugt um. En ekki var landhelgisdeilan fyrr l'eyst við Breta, en olíukreppan dundi yfir okkur sem og aðrar vestrænar þjóðir. Þetta hefur þýtt stóraukin útgjöld fyrir ís- lenzka útgerð, enda var það ekki ein- göngu olían sem hækkaði. Veiðarfærin, sem í dag eru að mestu framleidd úr olíuafgöngum, hafa hækkað gifurlega. Þetta eitt hefur haft í för með sér um éinn og hálfan mill'jarð króna hækkun fyrir' íslenzkan útveg á liðnu ári. Vandamáiln eru mörg Við stöndum nú frammi fyrir þeirri staðreynd, að anna hvort' verður að tryggja sjávarutveginum og fiskiðnað- inum í landinu nægilegt fjármagn til uppbyggingar og reksturs, eða kippa stoðunum undan þessum atvinnugrein- um, sem eru og verið hafa undirstaða efnahagslífs okkar, með ófyrirsjáanleg- um aflei'ðingum. 1100 mill'jóna króna tap á fr'ystiiðnaðinum á seinasta ári talar sínu máli um erfiðleikana, enda hafa vandamálin steðjað að úr öllum áttum, fjárbinding vegna birgðasöfnun- ar í Bandaríkjunum, sem stafar af minnkandi fiskneyzlu þar í landi. Um langt skeið hefur þetta verið okkar bezti markaður', og það voru því ugg- vænleg tíðindi, en þó eigi að síður stað- reynd, að neyzlan á þorskblokk minnk- aði um 40%, svo þar í landi eigum v'ið orðið um þriggja mánaða birgðir, mið- að við að neyzlan fari í sama horf og hún var í hitteðfyrr'a. Ljóst er því, að marga mánuði tekur að vinna það áfall upp og fátt bendir til að svo verði á næstunni. Lágt verð freistar neytendanna Þess má líka geta, að Asíuþjóðirnar leggja gífurlega áherzlu á Bandaríkja- markaðinn og sjávarafurðir þeirra streyma þangað í síauknum mæli, enda miklu til kostað til að vinna þennan markað. Þótt vörur þessara þjóða, þ.e. Japan og Kór'eu, séu yfirleitt mun lakari en okkar, virðist sem lágt verð á þeim freisti neytendanna og það hef- ur auðvitað sín áhrif. Ekki má heldur gleyma því, að Rússar kaupa mun minna af fiski af okkur en áður, sem leitt hefur af sér mjög óhagstæðan við- skiptajöfnuð við þá. Meira fjármagn í frystiiðnaðinn Þegar á allt þetta er litið, dylst eng- um, að vandamál'ið er stórt, en það er ekkí óyfirstíganlegt og því verður varla hopað af hólmi, enda væri þá fótunum kippt undan þjóðarbúinu. Við erum búnir' að koma okkur upp öflugum bátaflota, unnið geysilegt átak í upp- byggingu togaraflotans, röðin hlýtur því að vera komin að því að endur- bæta fiskvinnsluiðnaðinn stórlega, til að gera hann samkeppnishæfan, því þrátt fyrir miklar endurbætur á frysti- húsum undanfarin ár, eru þau al'mennt mjög vanbúin. Það verður því tafar- laust að veita í hann fé, án þess að þurfa að ganga beini'ngarhöndum milli lánastofnana, — ef ekki á illa að fara, og við að troðast undir í samkeppninni á heimsmarkaðnum, þar sem aðrar þjóðir skera ekki fjármagnið við nögl. Bætum vinnuaðstöðuna Ein er sú hli'ð þessa máls, sem ég vil aðeins víkja að, sú sem snýr að hinum vinnandi manni í fiskiðnaðinum. í upp- byggingu fr'yst'ihúsanna megum við ekki gleyma honum. Til að standast samkeppnina um vinnuafl'ið verðum Framhald á 11. síðu F A X I — 9 L

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.