Faxi - 01.01.1975, Blaðsíða 14
F. 26. ágúst 1904
D. 7. des. 1974
Með Friðjónr er fallinn í valinn einn
af þeim Njarðvíkingum, sem um lang-
an tíma hafa sett svip sinn á samfé-
lagið í Njarðvíkurhreppi.
Friðjón er fæddur á Hellnum á Snæ-
fellsnesi og ólst' upp með móður sinni á
nokkrum bæjum þar í sveit, en snemma
mun hann hafa þurft að sjá um sig
sjálfur og taka ungur ákvarðanir, sem
ýmsum eldri mönnum þættu erfiðar i
dag. Að því leyti hefst lífs.ganga hans á
líkan hátt og fjölda þeirra íslendinga,
sem nú er óðum að týna t'ölunni.
Friðjón flyzt til Njarðvíkur árið 1921
og má segja að hending ein hafi ráðið
þeir'ri ákvörðun, en hann mun ekki
hafa haft um það áform að dvelja ti'i
lengdar þar — og ekki er ólíklegt að
nálægð jökulsins hafi tíðum verið sakn-
að — þó var þar nokkur bót, að Snæ-
fellsjökul mátt'i greina við hafsbrún, ef
vel viðraði, og enginn jökull er h’r'einni.
Fyrs'tu ár sín í Njarðvíkum stundaði
Friðjón ýmis störf, en þó mest sjó-
mennsku, en síðar hóf hann akstur
vörubifreiðar og stundaði það starf um
ár'abil, fyrst fyrir aðra, en síðar keypti
hann bifreið og ók fiski og öðrum
þungaflutningi mill'i Keflavíkur og
Reykjavíkur.
Árið 1939 stofnar Friðjón verzlun
ásamt Sigurði Gúðmundssyni í Þóru-
koti, og allt frá þeim tíma hefir hann
verið ver'zlunareigandi í Ytri-Najrðvík,
nú síðast átti hann Friðjónskjör, sem
hann varð þó að selja á síðastliðnu
sumri, er hann var þrot'inn að héilsu og
kröftum. Hér hefir verið stiklað á
stóru, án þess að getið væri þeirra
þátta, er helzt hafa mótað hamingju
Friðjóns, en þar á ég að sjálfsögðu v'ið
fjöl'skyldulíf hans, en þar var hann
mikill gæfumaður.
Friðjón stofnaði sitt eigið heimili
með eftirlifandi konu sinn'i, Jóhönnu
Margréti Stefánsdóttur frá Fossi í
G'r'ímsnesi árið 1938. Bústaður þeirra
hefir lengst af gengið undir upphaf-
legu nafni, sem er Vellir, en er nú
MINNING
Friðjón Dónsson
KAUPMAÐUR
Fæddur 26. ágúst 1904. — Dáinn 7. des. 1974
Borgarvegur 8. Allir sem til þekkja,
kannast' við þá vinsamlegu hlýju, sem
þar hefir ávallt ríkt og hefir hið fagr'a
héimili þeirra borið glæsilegan vott um
samheldni og rausnarskap húsráðenda,
enda hafa Njarðvíkingar og aðrir gestir
átt þar skemmtil'egar stundir og notið
fölskvalausrar gest'risni.
Börn þeirra hjóna, sem öll eru efnis-
fólk, er'u:
Katrín, f. 1937, en hún er gift Pálma
Viðari Óskarssyni, bifreiðarstjóra, Sig-
ríður, f. 1944, gift Þórhalli Guðmunds-
syni, bifreiðarstjóra, og Smár'i', f. 1950,
en hann er hei'tbundinn Jenný Lárus-
dóttur.
Auk barna sinna ól Friðjón upp að
nokkru son Jóhönnu af fyrra hjóna-
bandi, en nafn hans var Karl Oddgei'r's-
son, en hann lézt fyrir allmörgum ár-
um, en hann var mi'kill efnismaður.
Mun það hafa verið meira áfall fyrir
Friðjón en ýmsa gr'unar, þótt hann l'éti
ekki mikið á því bera. Hitt er svo jafn-
víst, að hann hefir af fremsta megni
s'tyrkt ekkju Karls, Elínu Þórðardóttur,
og börnin hennar fjögur, en .góðvild og
hjálpsemi voru þeir þætt'ir í fari Frið-
jóns, sem ég tel að hafi einkennt hann
einna mest.
Friðjón var enginn hávaðamaður, en
allir, sem til hans þekktu, vissu, að
hann var óskiptur í skoðunum sínum,
og drengskapur' í orði og verki var
hans aðalsmerki — en stundum má
draga í efa, að slíkt aðalsmerki sé hent-
ugt' fyrir verzlunrmann. — Hann hefði
þó síðastur manna sagt frá því, þótt
hann tapaði trú sinni á heiðarl'eikann,
en hann var svo orðvar, að ég heyrði
hnn aldrei hallmæla neinum, þó vissi
ég til þess að honum var stundum heitt
í hamsi.
Að leiðarlokum er mér efst í huga
er ég minnist þessa vinar míns, sú
hljóðláta vinsemd, sem einkenndi allt
hans viðmót, enda var hann sérlega
vinsæl'l. Friðjón tók ekki mikinn þátt í
félagsmálum, enda var ekki mikill 'tími
aflögu frá erilsömu starfi, sem oft mun
hafa krafizt' 14 til 16 stunda vinnudags,
en þó var hann einn af stofnendum
Lionsklúbbs Njarðvíkur og einn af
virkustu félögum þess klúbbs, og var
hann heiðursmeðlimur klúbbsins síð-
ustu árin.
Um l'eið og ég kveð þennan látna
heiðursmann og bið honum Guðs bless-
unar vil ég senda mínar innilegustu
samúðarkvéðjur til eiginkonu og, barna
tengdabarna og barnabarna.
Ingólfur Aðalsteinsson
KVEÐJA
f,rá Lionsklúbbi Njarðvíkur
Friðjón Jónsson var einn af stofnfé-
lögum Lionsklúbbs Njarðvíkur árið
1958. Hann starfaði sem ötull félags-
maður frá uppafi í klúbbnum, með sín-
um verzlunarstörfum. Hann var gerð-
ur að heiðursfélaga í Lionsklúbbnum
árið 1972. Við félagarnir sendum hon-
um okkar hinztu kveðjur með þakklæti
fyrir allar ánægju- og gleðistundir, sem
við áttum með honum.
Blessuð sé minning þín.
14 — F A X I