Faxi - 01.01.1975, Blaðsíða 3
bjó þar Páll heitinn Kolka læknir.
Hann var læknir hér um tíma, 2-3 ár,
að námi loknu, og þarna bjó ég 'til árs-
ins 1929 o-g lagði fyrir mig útgerð.“
„Báturinn var keyptur af Lofti
Loftssyni, gamall, sem hann hafði feng
ið frá Matthíasi Þórðarsyni, 15 tonn að
stærð, stærs'ti bátur hans og hét Óðinn,
og tengdafaðir minn lagði í hann á
móti mér. Báturinn var óhentugur til
fiskveiða, línuveiða þó sérst'aklega.
Lagið var danskt og hann lét illa að
stjórn, tvístefnungur, sem kallað var.
Við vorum því aðallega í flutningum
á milli Reykjavíkur og Akraness, til
Keflavíkur og Sandgerðis og hingað og
þangað fyrir verzlanirnar. Þjónuðum
líkt og stór'u vöruflutningabílarnir nú
t'il dags. Báturinn rúmaði anzi hreint
mikið, ein 20 tonn, þót't hann væri gef-
inn upp fyrir fjórðungi minna. Út-
gerðin gekk þolanlega, við lifðum af
þessu.“
Togaramenn hentu kolamola
í hausinn á mér
A þessum árum var Hjörtur alvar-
lega að hugsa um að gera sjómennsk-
una að ævistarfi, þvert ofan í öll fyrri
áform um störf í landi, en sjóveikina
losnaði hann ekki við og það var eig-
inlega hún, sem r'ak hann í iand og
varð þess valdandi, að báturinn var
seldur.
„En eitt' hið síðasta sem ég gerði á
Óðni var að að taka brezkan togara í
landhelgi suður á Hafnarleir, árið
1925. Við vor'um að flytja vörur suður
í Kirkjuvog og þá kemur togarinn fyrir
Reykjanesið og alveg upp í landssteina,
rétt fyrir utan voginn. Við vorum að
enda við að losa og erum beðnir af
heimamönnum að fara út og ná af
helv .... nafni og númer'i, og ekki
þurft'i að hvetja okkur mikið til þess,
viljinn var fyrir hendi. Togarinn var
að enda við að hífa inn þegar við kom-
um að honum, en við gátum ekki séð
nafn og númer, því vandlega var br'eitt
yfir hvort tveggja."
„Ég bað þá vélstjórann um að taka
við st'ýrinu og keyra fram með honum.
Hugmyndin var að reyna að kraka
drusluna fr'á númerinu með einhverju
móti, en það mistókst. Skipverjarnir
létu síðan dynja á okkur kolamolum,
einn lenti í höfði mér, svo ég fékk
stóra kúlu á ennið, en við gáfums't ekki
upp við það, en allt fór á sömu leið.
Hann virtist því æt'la að sleppa, en
gerði þá reginskyssu, að snúa við, til
að hræða okkur. Stefnir beint á bát-
inn og beygir ekki fyrr en alveg á sein-
ustu s'tundu, fór eins nærri og hann
þorði, en beygjan var svo kröpp, að
dulan lyftist frá léttbátnum, sem var
út við síðuna og við sáum nafnið. Tog-
arinn var frá Heljer í Hafnarfirði.“
Skipstjórinn va.r dæindur
í 30 gullkróna sekt
„Aúðvitað var hann kærður og ég
held að hann hafi át't það inni. Seinna
vorum við kallaðir til réttarhalda. Á
jólaföst'unni kom Sigurður nokkur
Gíslason, á sínum tíma þekktur lög-
regluþjónn í Reykjavík, suður til að
sækja okkur og sverja framburð okkar.
Islands Falc var þá einnig búinn að
taka togarann, en Falc var þá við
gæzlu hér að hálfu Danastjórnar. Þeir
tóku hann rétt fyrir innan Berg í út-
synningi og urðu að bsit'a valdi við
tökuna. Þeir voru harðir í hor'n að
taka, ekki síður en Þjóðverjarnir núna.
I Reykjavík var skipstjórinn dæmdur
í 30 þúsund gullkróna sekt. Þetta var
hans þriðja brot, svo hann var tekinn
heldur ómjúkum höndum, fékk auk
þess tutt'ugu daga varðhaldsdóm, en
hann setti veð fyrir öllu saman og fékk
að fara. Þriðja brot hans hafði verið
við Vestmannaeyjar'. Þeir mönnuðu bát
og réðust um borð alveg ákveðnir.
Þegar heim kom var skipstjórinn rek-
inn, settur af, og átti það víst sannar-
lega skilið. Já, og ég seldi bátinn, hinn
ánægðasti."
Keypti mér Ford-bíl
og fékk ökuskírteini nr. 777
En útgerðarsögu Hjartar var þó ekki
alveg lokið þar með. Seinna sneri hann
sér smávegis að ú'tgerð, en árið 1925
var vélaöldin að marka æ dýpri spor í
atvinnulíf Islendinga. B'ifreiðum fór
fjölgandi og gagnsemi hennar fyrir
landsmenn kom sífellt betur og betur
í ljós.
„Ég vildi reyna þessa atvinnu, enda
nýjung, sem bauð upp á mikla mögu-
l'eika og tilbreytingu. Ég keypti mér
bifreið og fór að stunda mjólkurflutn-
inga fyrir bændurna og hélt þeim á-
fram til ársins 1930, að ég flutti inn á
Seltjarnarnes. Mig minnir að St'eindór
Einarsson hafi annast þessa flutninga
í fyrstunni, á hálfkassabíl, flutt bæði
farþega, vörur og mjólk, og gerði það
í eitt ár eða svo. Ég man ekki eftir
öðrum fyrr', en svo keyptu Miðnesing-
ar og Garðmenn nýja Fordbíla og byrj-
uðu flutninga inn eftir. Ég er því með
allra elztu ökumönnum á Suðurnesjum,
ökuskírteinið mitt er númer 777 á
landsmælikvarða.“
Framhald í næsta blaði
Konurnar, sem við bi.rtum myndina af hér að ofan, er litli kórinn í Kvennakór
Suðurnesja, eða sá hluti hans, sem skemint hefur víða á Suðurlandi með söng
sínum á árshátíðum, þorrablótum og við ýmis hátíðahöld og hlotið mikið lof
fyrir. Eins og áður hefur koinið fram, rennur allt það fé, sem þær afla með
þessu móti, til Kvennakórsins, og er árei.ðanlega mjög fátítt, en sýnir hins vegar
mikla fórnarlund fyrir málcfnið.
Á myndinni eru, talið frá vinstri: Hrönn Sigmundsdóttir, Elsa Kjartansdóttir,
Rcsa Helgadóttfr, Gauja Magnúsdóttir, Hrefna Sigurðardóttir, Pálína Erlings-
dóttir, Kristín Waage, Unnur Gísladóttir, Margrét Fri.ðriksdóttir, Ada Benjamíns
dóttir og Sigríður Þorsteinsdóttir.
F A XI — 3