Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1975, Blaðsíða 12

Faxi - 01.01.1975, Blaðsíða 12
LITLI LESANDINN UMS3ÓN: A.M ekki þessari vitleysu, dreg ég þig fyrir lög og dóm." Drengur segir að hann megi það. Næsta sunnudag er strókur með spilin í kirkjunni, sem óður. Prestur fer og klagar hann fyrir kóngi og hans róðherrum. Kóngur kallar strók þó fyrir sig og spyr hann, hvort hann sé að fletta spilum í kirkjunni. Drengur segir við konung: „Min spil eru mér sem bezta Guðsorð." Gömul saga um spil Það var í kirkju einni utanlands, að drengur einn 12 óra tók að fletta spilum í kirkjunni í messutímanum. Þegar hann var búinn að gera það í þrjór messur, tekur prestur hann tali og spyr hann, því hann sé með spil í kirkjunni. Drengurinn segir: ,,Mín spil eru mér sem bezta guðsorð." Prestur segir að það sé heimska, hann viti, að spil séu ekki ætluð til guðræknisæfinga heldur til gleði og gamans. Drengur segir það vera sama. Prestur segir: ,,Ef þú hættir Kóngur segist þó setja hann í varð- hald yfir nóttina. „Klukkan tólf kem- ur þú fyrir mig og sannar mól þitt." Strókur fer hinn kótasti og lofar þvi. Klukkan tólf daginn eftir er hann leiddur fyrir konung. Konungur segir: „Nú vona ég að þú getir forsvarið þig." „Jó, það ætla ég að reyna," segir strókur. „Þegar ég sé ósinn, hugsa ég til Guðs, sem skapað hefur himin og jörð. Þegar ég sé tvistinn hugsa ég til sonar hans. Þegar ég sé þristinn hugsa ég til hinnar heilögu þrenningar. Þegar ég sé fjarkann hugsa ég til þeirra fjögurra guðspjalla mannanna. Þegar ég sé fimmuna hugsa ég til þeirra fimm meyja, sem höfðu tendrað sína lampa fyrir hús- föðurnum. Þegar ég sé sexuna hugsa ég til þeirra sex steinkera, sem sett voru í Canan í Galíleu. Þegar ég sé sjöuna hugsa ég til þeirra sjö bæna i faðirvorinu. Þegar ég sé óttuna hugsa ég til þeirra ótta sólma sem inni fól- ust i örkinni. Þegar ég sé níuna hugsa ég til þeirra níu sem Jesús hreinsaði. Þegar ég sé tíuna hugsa ég til þess tíunda, sem aftur sneri til að gefa Guði dýrðina. Þegar ég sé drottning- una hugsa ég til þeirra veglegu drottn ingar sem heimsótti Salómon konung. Þegar ég sé kónginn hugsa ég til þeirrar veglegu kóngstignar sem ég stend frammi fyrir nú." „Því dregur þú eitt spilið undan, sem er gosinn?" segir kóngur. „Þegar ég sé gosann, hugsa ég til þess óguðlega gosa, sem dró mig fyrir yðar dóm." Kóngi þótti gott svarið og lét mennta drenginn. Eftirfarandi stíll fékk ekki verð- laun: Frændi minn hefur keypt bíl. Þegar hann var að aka í honum í fyrsta skipti ,sprakk ó öðru afturhjólinu. Það sem frændi minn sagði, þegar hann varð að ganga fimm klómetra til að nó í síma, var miklu meira en 150 orð, en þau þori ég ekki að skrifa vegna kennarans. Læknirinn kom með sérfræðing til þess að líta á frúna, en hún var búin að biðja systur sína að standa nú ekki ó bak við dyratjöldin til þess að hlera hvað læknarnir segðu, þegar þeir færu að bera saman róð sín. En syst- irin gegndi því engu og stóð þar, þeg- ar þeir komu út úr svefnherbergi frú- arinnar. Þó heyrir hún sérfræðinginn segja: 12 — F A X l „Þetta er einhver alljótasti kvenmað- ur, sem ég hef séð." „Jæja, — þó held ég þér þlöskraði ef þú sæir systur hennar!" sagði læknirinn. Móðirin: „Ertu strax orðinn þreytt- ur, Árni minn? Það getur varla verið. Mér dettur ekki í hug að fara að bera þig, þú verður að ganga. — Líttu ó hestinn þarna, hann dregur þungan vagn og hleypur þó svo léttilega. hvað segir þú um það?" Árni: „Hann hefur líka tveim fót- um fleira en ég." Faðirinn: „Af hverju kemurðu grót- andi heim úr kirkjunni, Jónsi minn?" Jónsi: „Presturinn sagði í dag, að við yrðum öll að fæðast að nýju. En nú er ég svo hræddur um, að ég verði kannski stelpa, þegar ég fæðist aft- ur." Faðirinn: „Jæja, Einar litli, hvað hefur þú nú lært í skólanum í dag?" „Einar: „Ég er búinn að gleyma því öllu." Faðirinn: „Gleyma því öllu? Það var leiðinlegt. En Siggi litli, félagi þinn, hann man allt, þegar hann kem ur heim úr skólanum." Einar: „Jó, hann ó líka svo miklu styttra heim."

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.