Faxi - 01.01.1975, Blaðsíða 6
Jólaguðsþjónustur og óramót
Jólahald mann á Suðurnesjum var með líku
móti og áður. Jólaguðsþjónustur voru haldnar
og yfirleitt vel sóttar, enda veður hið skap-
legosta yfir hátíðarnar. Aramótaskemmtanir
voru í hinum ýmsu samkomuhúsum og ekki
má gleyma að minnast á jólatrésskemmtanirn
ar fyrir yngstu kynslóðina, þar sem jólasvein-
arnir komu i heimsókn, sungu með þeim og
gáfu þeim einhvern glaðning. Allt fór þetta
vel og 'slysalaust fram og endaði með álfa-
brennu og dansi á Iþróttavellinum í Keflavík,
þar sem þúsundir manna voru saman komnir
til að horfa á álfakóng og drattningu, ásamt
ólfum syngja og stíga dans. Einnig komu þar
ýmsar aðrar persónur við sögu, svo sem
Skugga-Sveinn og Ketill skrækur, og blessaðir
jólasveinarnir kvöddu börnin áður en þeir
héldu til heimkynna sinna, undir stórkost-
legri flugeldasýningu. Það er mál manna, að
sjaldan hafi betri bragur verið á álfabrenn-
unni en einmitt nú.
Óska eftir lagabreytingu
Skipstjórar á neta- og línubátum á Suður-
nesjum hafa verið mjög óánægðir með lög,
sem sett voru í des. árið 1973 og telja að
með þeim hafi skapast ófremdarástand á mið-
um báta, sem róa frá Sandgerði, Keflavik og
öðrum höfnum við Faxaflóa. Eftir að lögin
voru sett máttu trollbátar toga allt árið á
þeim svæðum, sem jafnan hafa verið veiði-
'svæði línu- og netabáta á vetrarvertíðum,
vestur og norður af Reykjanesi, og beinlínis
hrekja línu- og netabátana af þessum miðum.
Til að freista þess að fá leiðréttingu mála
sinna, hafa 'skipstjórar á þeim bátum sem
stunda veiðar á net og linu, safnað undir-
skriftum undir þá kröfu, að tiltekið svæði
vestur af Stafnesi verði friðað fyrir öðrum
veiðarfærum en linu, netum og handfærum á
timabilinu 15. sept. til 15. mai ár hvert. Að
'sögn hefur undirskriftasöfnunin gengið mjög
vel og mun krafan um lagfæringuna verða
send til viðkomandi ráðuneytis.
Fleiri en ofdrykkjumenn
biða heilsutjón
af yöldum áfengisneyzlu
Rannsóknir á áhrifum áfengis á manns-
likamann eru komnar hvað lengst á Norður-
löndum og í Kanada.
Visindamaðurinn dr. Jörg Mörland, hefir um
árabil unnið að rannsóknum ó þessu sviði við
lyfjafræðistofnun Oslóarháskóla.
Nokkrar niðurstöður sinar birtir hann í
Folkct i sumar. Þær eru í stuttu máli þeSsar:
Svo að segja öll líffæri verða fyrir óhrifum
af langvarandi notkun áfengis, og tíðni sjúk-
6 — F A X I
dóma i flestum liffærakerfum eykst við slika
drykkju.
Jafnvel mjög litið magn af áfengi hefir bráð
áhrif á mörg líffæri. ÞeSsi áhrif hverfa um
leið og áfengið. Samt virðast ýmis konar leif-
ar áhrifanna verða eftir í sumum líffærum, og
þegar þær nó vissu marki leiða þær af sér
varaniegt tjón. (Þetta atriði hefir verið bezt
rannsakað í lifur).
Afengisrannsóknir siðustu óra hafa leitt i
Ijós, að fólk, sem neytir áfengis í svo litlum
mæli; að enginn mundi kalla misnotkun, getur
orðið fyrir heilsutjóni af völdum áfengisneyzlu
og þvi jafnvel óbætanlegu.
(Afengi'svarnaráð)
Gustavsberg hreinlætistæki
Damixa blöndunartæki
Gólfdúkur
Gólfteppi
Stálvaskar
Kaupfélag Suðurnesja
Skemman — Sími 1790
Polytex- og Rex- skipamálning
Þakjárn
Þaksaumur
Þakpappi
Kaupfélag Suðurnesja
Járn og Skip — Símar 2616 - 1505