Faxi - 01.01.1975, Page 5
Barnastúkan heiðraði
Unu Guðmundsdóttur
á 80 ára afmælinu
Una Guðmundsdóttir að Sjólyst í Gerðum.
varð 80 ára þann 14. nóv. sl. At því tilefni
efndi Barnastúkan Siðsemd í Garði til hátíðar-
fundar nokkrum dögum síðar, en Una er búin
að starfa meira en nokkur annar i hennai
þágu, var gæzlumaður hennar í 33 ár sam-
fleytt og lagði drýgri skerf en nokkur annar í
bandindisstarfið í Garðinum. Meðal gesta á
fundinum voru ýrrísir framámenn Reglunnar á
(slandi, sem þökkuðu Unu fyrir vel unnin
störf, þar á meðal Ólafur Þ. Kristjánsson, Ólaf-
ur Jónsson og Hilmar Jóns'son. Einnig voru
þar margir af þeim, sem haldið hafa uppi
merki samtakanna í byggðarlaginu, eins og
þeir Jón Eiríksson, Halldór Þorstein'sson, Krist-
inn Arnason og Kjartan Asgeirsson, sem þökk-
uðu Unu hennar frábæra starf í þágu æsku-
lýðs byggðarlagsins, ekki einungis bindindis-
starfsins, heldur einnig þeirra góðu áhrifa sem
hún hafði á börnin, með leiðsögn sinni á hin-
um fjölmörgu sviðum. Þar minncist hennar
margir með þakklæti og hlýjum huga.
Unu bárust margar gjafir, bæði frá ein-
staklingum og samtökum, og Finnbogi Björns-
'son, oddviti Gerðahrepps afhenti henni fyrir
'hönd sveitarfélagsins bréf upp á hálfs mánað-
ar dvöl á hressingarhælinu í Hveragerði, sem
þakklætisvott fyrir árangursríkt starf í þágu
byggðarlagsins. Einnig var hún sæmd merki
Góðtemplarareglunnar á fslandi.
Núverandi gæzlumaður barnastúkunnar i
Garðinum er Sigrún Oddsdóttir.
Deilt um varðveizlu húss
Stjána bláa
Um nokkurra ára skeið hefur verið þráttað
um það, hvort varðveita eigi hú's Stjána bláa í
Keflavík, en hann er sú persóna, sem ódauðleg
verður á fslandi, mest fyrir tilorðning kvæðis
Arnar Arnarsonar. Húsið er orðið nokkuð
gamalt. en á meðan deilurnar um varðveizlu
þess hafa sraðið, grotnaði það niður og telja
kunnugir, að ástand þess sé nú orðið það
slæmt, að vonlítið sé að endurnýja það og
varðveita það í upprunalegri mynd. Bæjar-
stjórn ákvað að lokum að lóta mæla það allt
upp sem nákvæma'st, þar sem hæpið er að það
verði byggt upp héðan af, þrátt fyrir áskor-
anir margra.
Hörmulegt sjóslys
— Tveir menn farast
Tveir menn fórust með vélbátnum Hafrúnu
BA-10, um miðjan desember sl. Fór báturinn
í línuróður i fremur slæmu veðri, og þegar
ekkert heyrðist til hans og engir urðu hans
varir, var hafin leit, og fannst brak úr bátnurri,
bæði á fjörum og eins á sjónum. Sýnt þótti
þá, að hann hefði farizt í Faxaflóa, en skip-
verjar á honum voru þeir Birgir Hjelm og
Sævar Jónsson, báðir búsettir í Keflavík og
fjölskyldumenn.
Séra Björn Jónsson hlaut lögmæta
kosningu á Akranesi
Það heyrir til algerra undantekninga, að
prestur sé kosinn lögmætri koSningu í þétt-
býli, en það gerðist samt á Akranesi í prest-
kosningum, sem fram fóru þar i de’sember sl.
Umsækjendur voru fjórir, þeirro á meðal séra
Björn Jónsson, sóknarprestur í Keflavík. Hlaut
hann 1316 atkvæði, eða um 69%. Af þes's-
um tölum mó ráða, að Akurnesingar töldu sig
fá góðan kennimann og ötulan prest, með því
að standa svo einhuga um séra Björn, enda
hefur hann starfað ósleitilega, bæði í þágu
kirkjunnar og í marg's konar félagsstarfi !
Keflavík og Njarðvíkum. Við óskum séra
Birni til hamingju með úrslitin og óskum hon-
um alls velfarnaðar í hinum nýja söfnuði, um
leið og við þökkum hnoum störf hans i þágu
Suðurnesinnna og allt það 'sem hann hefur
lagr ril pessa Díaðs. Séra Björn hefur nú verið
vígður til Garðaprestakalls, en mun þjóna
Keflavikurprestakalli fram á vor.
Arangurslaus leit
Ein víðtækosta leit sem gerð hefur verið á
Suðurnesjum, er leitin að Geirfinni Einarssyni,
sem hvarf 19. nóvember sl. og ekkert hefur
spurzt til Síðan. Astæða þótti til að ætla, að
ekki væri allt með felldu með hvarf hans, og
hefur lögreglan lagt á sig mikla vinnu til að
reyna að upplýsa hvarf hans, en ekkert hefur
komið fram, sem varpað getur Ijósi á málið.
Skorað var á almenning í gegnum fjölmiðlaj
að veita upplýsingar, leitað var úr þyrlu,
björgunarsveitarmenn gengu á fjörur og
kembdu 'svo að segja allan Reykjanesskag-
ann, en allt kom fyrir ekki. Rannsókninni á
hvarfi Geirfinns mun verða haldið ófram.
Frystihússbruni í Vogum
Frystihúsbruni varð í Vogunum í desember-
mcnuði sl. og brann það til kaldra kola á
skömmum tíma, án þess að 'slökkviliðið fengi
við neitt ráðið, þótt það kæmi fljótlega á stað
inn. Það voru beitningarmenn, sem fyrstir
urðu eldsins varir um klukkan hálfsex, en
klukkan um hálfsjö var húsið brunnið til ösku.
Frystihúsið var um 200 ferm. að flatarmáli
cg nýstandsett, og var rekið af hálfu Flug-
F A X I — 5