Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 5

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 5
FÍKNIEFNI RAUNHÆF OG ÖFGALAUS FRÆÐSLA ER NAUÐSYNLEG Sterkasta vopnið gegn ofnotkun ávanbindandi lyfja og fíkniefna er raunhæf og öfgalaus fræðsla. Hér á landi hefur ríkt nær algört athafna- og sinnuleysi í þessum efnum, enda þótt reynsla annarra þjóða hafi ótvírætt sannað gildi slíkrar fræðslu. Oflug löggaisla og dug- mikil dómsyfirvöld geta aldrei veitt nema takmarkað viðnám, en vönduð fræðsla í fjölmiðlum og skólum gæti haft í ntörgum tilfell- um varanleg og fyrirbyggjandi áhrif. Auðvelt er að fá með sára- litlum tilkostnaði góðar fræðslu- myndir frá ýmsum V-Evrópuríkj- um og Bandaríkjunum, einnig ætti að vera hægt að fá hérlenda lækna, lyfjafræðinga, sálfræðinga og lög- gæslumenn til að flytja innlent fræðsluefni um meðferð, skaðsemi og afleiðingar hinna ýmsu tegunda vímugjafa. Fjármunum sem væri varið til slíkrar fræðslu væru þjóð- inni til mikils gagns. Hér er um stærra verkefni að ræða heldur en áhugamenn einir ráða við, því verða viðkomandi ríkisstofnanir að veita þýðingamikla og fljót- virka aðstoð. Hin aukna tíðni síð- ustu ára á alvarlegustu tegundum afbrota sanna ótvírætt hvert stefn- ir. Það getur tæpast farið fram hjá viðkomandi ráðamönnum hverjar eru helstu orsakir mannsmorða og annarra stórafbrota. Með stöðugt aukinni fíkniefna- og ávanalyfja- neyslu mun þróunin hér á landi sem annars staðar verða á þann veg að hvers konar stórafbotum mun fjölga. Þessi þróun er mjög augljós á hinum Norðurlöndun- um, sérstaklega eftir að heróín- neysla náði að festa þar rætur. Verum þess minnug að aðeins nokkrir tugir heróínneytenda myndu valda straumhvörfum í glæpatíðni hér á landi, sú hætta virðist á næsta leiti, þar sem vitað er um íslendinga erlendis, sem ei u heróínneytendur. Hin stöðuga Krístján Pétursson. notkun ,,vægari“ fíkniefna og lyfja hérlendis s.l. 10 ár hefur rutt þess- um ófögnuði braut, það virðist að- eins tímaspursmál hvenær hol- skeflan skellur á. Engri þjóð hefur fullkomlega tekist að verjast þess- um vágesti, en hægt er með sam- stilltum og vel skipulögðum að- gerðum að draga verulega úr hætt- unni, en þá verðum við íslending- ar sannarlega að gjörbreyta um stefnu. Vandamálinu verður ekki lengur slegið á frest. Fræðsla verð- ur að hefjast á næstu mánuðum og stórauka verður löggæslu við fíkni- efnarannsóknir, sem jafnframt verður að vera búin fullkomnustu tækjum til uppljóstrunar slíkra mála. Eiturbyrlara sem eru oft nefndir fjöldamorðingjar, verður að stöðva með öllum tiltækum ráð- um. Peningavöntun getur aldrei réttlætt aðgerðarleysi stjórnvalda. Víkjum nánar að afleiðingum fíkniefnaneyslu. Arið 1970 voru framkvæmdar kannanir og hafnar lögreglurannsóknir á innflutningi, dreifingu og notkun fíkniefna hér- lendis. Þá þegar var ljóst að veru- Iegur hópur ungmenna hafði neytt Cannabisefna og LSD erlendis, sérstaklega þó í Danmörku. Á næstu árum varð stöðug og mikil aukning á notkun Cannabisefna hér innanlands og nú er svo komið að þúsundir íslendinga nota þessi efni í verulegum mæli. í kjölfar Cannabisneyslunnar varð stór- kostleg aukning á notkun örvandi lyf ja meðal ungmenna svo og LSD og síðar hefur einnig orðið vart notkunar á Mescaline og Cocaine. Reynslan hér á landi hefur verið í megin atriðum hliðstæð því sem gerst hefur á hinum Norðurlönd- unum. Ymsir spyrja hvaða megin ástæður liggi því til grundvallar, að um 80-90% þeirra sem nota heróín hafi í upphafi byrjað að neyta Cannabisefna. Flestum sérfræð- ingum á þessu sviði ber saman um að megin orsakanna sé að leita vegna sálrænna breytinga sem Cannabisefnin valda, þau brjóta niður eðlilegan viljastyrk, sem síð- an valdi flótta frá raunveruleikan- um. Þá er vöntun á eðlilegri lífsfyll- ingu oft um kennt þegar einstakl- ingar leita á náðir fíkniefna og lyfja. Eins og kunnugt er standa sálrænar þarfir manna alltaf í sam- bandi við samskipti við aðra, því eru vímugjafar eða svonefnd sál- ræn fíkniefni oftast notuð á íélags- Só/uð radia/ sumardekk ATHUGIÐ! Opiö i hádeginu eÉLCjCCjE? Brekkustígur 37 Njarðvík. Simi 1399. FAXI-121

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.