Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 13

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 13
Mynd þessi er af öllum þeim er voru viðstaddir í Keflavíkurkirkju við afhendingu lágmyndarinn- ar: Talið frá vinstri fremsta röð: Jóhanna Kristins- dóttir, frú Guðrún Guðmundsdóttir, ekkja séra Eiríks, Guðný, dóttir þeirra, Guðbjörg Þórhalls- dóttir. I miðröð frá vinstri: Guðmundur sonur séra Eiríks, Diljá Þorvaldsdóttir, að baki hennar Guð- ný Ragnarsdóttir og Guðrún Olafsdóttir, Baldur Hjálmtýsson, Guðlaug Karvelsdóttir, Katrín Ein- arsdóttir, María Auðunsdóttir, Erlingur Jónsson, listamaður, Jana Olafsdóttir, Erla Sigurðardóttir, að baki hennar Árnína Sigmundsdóttirog Ragnar Guðleifsson, bæði úr sóknamefnd, Sigríður R. Þorvaldsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir úr sóknaraefnd, séra Ólafúr Skúlason. Aftasta röð frá vinstri: Bjarai Jónsson, formaður sóknarnefndar, Kristján A. Jónsson, sóknar- nefndarmaður, Sveinn Sæmundsson, Þórarinn Haraldsson, Hermann Helgason, Friðrik Á. Magnússon, Böðvar Pálsson, meðhjálpari, Guð- jón Jónsson, Ólafur Þorvaldsson og séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur. in, áttum því láni að fagna að kynn- astsr. Eiríki Brynjólfssyni setn presti okkar og kennara. Pess vegna vilj- um við heiðra minningu hans með þessari gjofokkar. Séra Eiríkur var fœddur 7. sept. 1903 að Litladal í Svínadal, Húnavatnssýslu. Hann lést 21. okt. 1962, aðeins 59 ára gamall. Hann var vígður prestur til Útskálaprestakalls árið 1928 og þjónaði því prestakalli til ársins 1947 að hann fór til Winnepeg í Kanada. Hann kom heim aftur ári síðar og þjónaði áfram Útskála- prestakalli til ársins 1952 að hann fór alfarinn aftur vestur um haf og er þá ráðinn prestur í Vancouver. Hann var kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Gerðum í Garði og eignuðust þau þrjú börn: Brynjólf, Guðmund og Guðnýju. Erú Guðrún er með okkur í dag og viljum við biðja hana að ,,af- hjúpa“, ef við getum notað það orð, þessa lágmynd, sem við viljum gefa Keflavíkursókn í minningu um okkar ágœta prest og vin. Frú Guðrún afhjúpaði síðan listaverkið og þakkaði með nokkr- um orðum þann hlýhug og virð- ingu sem látnum eiginmanni henn- ar er sýnd með þessari gjöf til Keflavíkursaf naðar. Formaður sóknarnefndar Bjami Jónsson, tók við gjöfinni og flutti gefendum þakkir safnaðarins. í sama streng tók séra Ólafur Oddur Jonsson, sem að lokum þakkaði gefendum hugulsemi og velvilja í garð látins leiðtoga og til kirkjunn- ar - þessi ánægjulega og eftir- minnilega athöfn bæri þess vott að helgar athafnir eins og ferming og fermingarundirbúningur geymast betur í endurminningunni en margt annað og hafa í flestum til- vikum farsæl áhrif á stefnuna á lífs- leið manna. Að lokum sungu allir: Ó fögur er vor fósturjörð. Eftir athöfnina í kirkjunni buðu þær Jóhanna og Guðbjörg öllum viðstöddum til ,,fermingarveislu“ heima hjá Jóhönnu að Miðtúni 2. J.T. tók saman Hitaveita Suöurnesja óskar aö ráöa skrifstofumann. Verslun- arskóla- eða sambærilega menntun æskileg. Laun samkvæmt kjarasamn- ingi starfsmannafélags Suðurnesja- byggöa. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist til Hitaveitu Suöur- nesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, eigi síðar en 25. maí 1983. FAXI-129

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.