Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 18

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 18
ÁRSHÁTÍÐ OG ÍÞRÓTTA- DAGURSKÓLABARNA Nemendur Barnaskólans í Keflavík héldu árshátíð sína 4. maí s.l. Eins og venja er til, á árshátíðum skólans, komu nemendur fram með mörg og margvísleg skemmtiatriði s.s. leikrit, söng, fimleika, hljóðfæraleik, eftir- hermur, hljómsveit o.fl. Skemmti- atriðin voru flutt í Félagsbíói, en vegna Var hjónabandið löglegt? í fréttabréfi, sem FAXA barst ný- lega frá Ættfræðifélaginu, var komið að málefni, sem rætt hefur verið á Suð- umesjum og víðar í nær tvær aldir. Að aðalfundarstörfum loknum flutti Jón Gíslason erindi sem nefndist Var hjónaband Hákonar Vilhjálmssonar í Kirkjuvogi (í Höfnum) löglegt? Of langt mál er það hér að segja frá þessu efni (þetta gerðist um 1809), en erindi Jóns birtist væntanlega í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins. Útgáfa fréttabréfs hófst á þessu ári. í bréfinu verða fréttir af fundum, bókafregnir, útdráttur úr erindum, aðsent efni (má t.d. nefna greinarkorn um manntöl og málfræði eftir Bjarna Vilhjálmsson) og ókeypis auglýsingar félagsmanna. Á eftir erindi Jóns sagði sér Jón Thorarensen frá Kotvogsættinni og fleira fólki. Sér Jón byggði frásögn sína á því sem gamalt fólk hafði sagt honum fyrir löngu. í erindi Jóns Gíslasonar og máli sr. Jóns fléttuðust skemmtilega saman skjallegar heimildir og munnleg geymd. Á félagaskrá Ættfræðifélagsins eru nú 280 manns. Fundarsókn hefur verið með ágætum enda fer ættfræðiáhugi vaxandi um allt land. BÍLASALA BRYNLEIFS Vatnsnesveg 29a - Keflavík - Sími 1081 Vegna eftirspurnar vantar yngri árgerðir af flestum tegundum bifreiða. TÍSKAN í DAG: Álrammar og smellurammar. Álrammar í tilbúnum stærðum frá 20x25 cm til 60x80 cm, og einnig eftir máli. Smellurammar í stærðum frá 13 x 18 cm til 60 x 80 cm SENDUM í PÓSTKRÖFU UMALLTLAND InnRömmun Sueunnesjfl Vatnsnesvegi 12 - Ketlavik Simi 3598 Sigurstranglegt reiptogslið. þess hve nemendur eru margir, eða um sjöhundruð talsins, þurfti að hafa tvær sýningar og virtust bæði nemendur og þeir foreldrar er á horfðu, njóta vel þess sem boðið var upp á. Alls komu um 90 nemenduru fram í hinum ýmsu skemmtiatriðum og voru þar á meðal fulltrúar allra aldurshópa skólans þ.e.a.s. á aldrinum 6-12 ára. Síðar um daginn var skemmtuninni svo fram haldið með diskóteki, happ- drætti o.fl. Sá hluti skemmtunarinnar fór fram í sal Gagnfræðaskólans. Þann 6. maí var svo efnt til sérstaks íþróttadags í skólanum. Var skóla- starfið alfarið helgað íþróttum þann dag. Dagurinn hófst með því að efnt var til sundmóts í Sundhöllinni en síð- an var haldið í íþróttahús Keflavíkur og keppt í ýmsum íþróttagreinum og farið í margs konar leiki og voru þátt- takendur bæði nemendur og kennarar. Þó margir væru kallaðir til þátttöku var engu að síður þröng á áhorf- endapöllum og ríkti óblandin gleði meðal æsku bæjarins á velheppnuðum íþróttadegi. 134-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.