Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 10

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 10
ámaö heilla... ámað heilla... ámað heilla... ámað heilla... ámað Öm Ingólfsson yfirverkstjóri, fimmtugur Það er ekki oft sem ég sting niður penna til að óska manni heilla á fimmtugsafmœli. Frávik vil ég þó gera er vinur minn og gamall félagi á slíkt merkisafmœli. Orn Ingólfsson, yfirverkstjóri, varð fimmtugur 9. maí s. I. Örn er Akureyringur að œtt og uppruna, en á þó í móðurœtt, œttir að rekja á Suðurlandsundirlendi. Eftir hefð- hundið unglinganám á Akureyri fór Órn til sjós, fyrst á flóabátinn Drang hjá Steindóri Jónssyni frænda sínum, en svo um hríð á verslunarskip SIS. Stðan flutti hann til Keflavíkur og vann í nokk- ur ár hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur h/f. Arið 1964 stofnaði hann hluta- félagið Utvör með nokkrum vinum og vandamönnum og var alla tíð verkstjóri þar meðan félagið starf- aði. Hann reyndist þar sem annars staðar ágœtur verkmaður, laginn og velvirkur, stjórnsamur og fór vel að starfsfólki. Útvör var eins og nafnið bendir til útgerðar- og ftsk- vinnslufyrirtœki, sem gerði út 3 mótorbáta þegar best blés og keypti ftsk til verkunar ef falur var. Þeg- ar séð varð hverl slefndi í úlgerðar- og efnahagsmálum þjóðarinnar hœtti félagið störfum og seldi bœði báta og fiskhús. Ekki vildi þó Örn una því að ftnna ekki fisklykt. Hann tók því að sér ferskfiskmatið hér í Keflavík og sá um rekstur þess í tvö ár. Síðan réðst hann til SIFog er þar nú yfirverkstjóri í fisk- geymslu og umskipunar og fisk- vörslustöð þeirra við Eiðsgranda í Reykjavík og býr á Seltjarnarnes- inu. Órn er giftur Elsu Valgarðsdótt- ur frá Hjalteyri og eiga þau 3 upp- komin bráðefnileg börn Eg hef haft meira samstarf við Órn en flesta aðra er ég hef um- gengist og fallið það afburða vel. Hann er vel greindur, fróður og viðrœðugóður og hefur ánœgju af að rökræða um þjóðmál lileypi- dómalaust. Ilann er því ekki alltaf á sama máli og viðmælandi en það veldur hvorki spennu eða ókyrrð í sálarlífinu og því ekki ósátt er upp er staðið. A þessum merku tímamótum óska ég honum heill og hamingju næstu áratugina og jmkka honum samstarf og góð kyntti. JT. Ásgeir Einarsson, skrifstofustjóri, sextugur Hintt 4. tnaí varð Ásgeir Einars- son, Þverholti II, Keflavík, óOára. Asgeir Hálfdán, en svo heitir hann fullu nafni, er Vestfirðingur að ætt. Hann er fæddurá Isafirði 4. tnaí 1923. Foreldrar hans voru hjónin Einar Guðmundur Eyjólfs- son, fiskimatsmaður, á Isafirði og síðar í Hafnarfirði, og kona hans Helga Margrét Jónsdóttir. Þau hjónin fluttu til Hafnarfjarðar á fimmta áratugnum. Þau eru bæði látin. Asgeir lauk námi frá Verslunar- skóla Islands vorið 1945. Að lokttu námi jxir, var hann skrifstofumað- ur í Reykjavík næstu árin, 1945-47, en fxí flytur hann til Keflavíkur og hefur átt þar heima síðan. Fyrstu árin í Keflavík, 1947-50 rak Asgeir Efnalaug Keflavíkur, en varð að hætta þvístarfi af heilsu- farsástæðum. Næstu árin, 1950-55 var hann aðalbókari hjá Kaupfé- lagi Suðurnesja I Keflavík. Rak hann síðan verslun næstu 2 árin, en 1957 verður hann skrifstofustjóri hjá Flugmálastjórninni á Keflavík- urflugvelli, og hefur Ásgeir gegnt því starfi síðan. Auk þeirra atvinnustarfa, sem hér hafa verið talin, hafa hlaðist á Asgeir margvísleg félagsmálastörfi auk skyldustarfia í þágu bæjarfé- lagsins. Asgeir var bæjarfulltrúi í Kefla- vík 1952-58, í bæjarráði 1952-54, í stjórn Sérleyfisbifreiða Kefiavíkur frá 1950 og síðan. Frá sama tíma hefur hann átt sæti íniðurjöfnunar- nefnd og síðar í framtalsnefnd, í stjórn Rajveitu Keflavíkur 1952- 54. Hann átti sæti í yfirkjörstjórn Keflavíkurkaupstaðar 1958 og síð- an Reykjaneskjördæmis 1959-71, í stjórn Bæjar- og héraðsbókasafns- ins í Keflavík og þá formaður þess á árunum 1961-70 og 1974-78 og í byggingarnefnd fiugstöðvurbygg- ingar, til að sjá um undirbúning og byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli, 1970-73 ogfrá 1978. Frá því Ásgeir fluttist hingað til Keflavíkur, hefur hann starfað dyggilega að málefnum Alþýðu- flokksins. Hann varformaður full- trúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördœmi 1959-69 og í fiokksstjórn Alþýðufiokksins árin 1976-78. Mörgum kann nú að sýnast, að þessi upptalning starfa Ásgeirs í hinum ýmsu nefndum, sem margar eru skipaðar eða kosnar af þólitísk- um félögum, segi ekki mikla sögu, en við, sem betur þekkjum til, vit- um, að þarsem Asgeir leggur hönd og huga að verki, /xtr er málum vel skipað. Vil ég sérstaklega nefna störfhans í stjórn Sérleyfisbifreiða Keflavíkur, /xtr sem hann hefur starfað frá 1950 eða í um 33 ár og unnið þar heilladrjúg störf í þágu fyrirtœkisins. Einnig má þess hér geta, að Asgeir hefur ístórum drátt- um skráð sögu Sérleyfisbifreiða Keflavíkur í þremur áföngum í FAXA, blaði okkar Suðurnesja- manna, og er það örugg heimild til stuðnings, þegar saga Keflavíkur verður skráð. Svipaða sögu er að segja um störf hans í stjórn Bæjar- og hér- aðsbókasafnsins. Þar um hefi ég umsögn bókavarðarins. Asgeir er kvœntur Guðrúnu Katrínu Jónínu, dóttur Ólafs Sóli- manns Lárussonar, útgerðar- manns í Keflavík og konu hans Guðrúnar Fanneyjar Hannesdótt- ur. - Börn þeirra eru 8 og barna- börn 17. Að lokum vil ég með línum þess- um flytja vini mínutn Ásgeiri inni- legar þakkir fyrir vináttu og tryggð frá fyrstu kynnum. Með hjartanlegum afmælisósk- um frá okkur hjónunum. Ragnar Guðleifsson ----------------------------------^ Ólafur Sæmundsson Móðir Sindrandi sólgull hugans logi sem lýsir mér. Sœfarans œðsti draumur kœrleikur gullinn taumur óður sem fagnandi fer. Pú gafst mér hlóðrauðar rósir blœinn sem létt strýkur kinn unað sólroðans yndi angan sem bœrist með vindi tryggðina í hjarta þér. v------------------------------___y 126-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.