Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 14

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 14
--- -s, Æviminningar Þorgríms St. Eyjólfssonar VIÐTAL PÉTUR PÉTURSSON ÞULUR - ENDIR Heiðinfyrirofan byggð- ina með lynggrónu mold- arbörðin, þar sem nú er komin byggð. Eitt er það sem mér er minnis- stætt frá æskuárum mínum héma. Það em moldarbörðin, sem vom héma fyrir ofan byggðina, þar sem nú er allt orðin byggð. Hér voru melar miklir fyrir ofan, en einstök moldarbörð voru þarna og þau vom lynggróin, þannig að við poll- arnir, sem vomm minnstir, fómm nú ekki lengra en að þessum börð- um til að leita okkur berja, þegar þeirra var von. En það há vom þessi börð, að við skriðum við illan leik upp á þau. Nú em öll þessi börð horfin. Þetta er allt blásið burtu, en þetta sýnir hvemig jarð- vegurinn hefur verið héma. Hér var rennsli mikið úr heiðinni á vetrum, og það náttúrulega flýtti fyrir þessu þegar sárin vom komin á annað borð. Ég veit það, að þeir menn, sem vom orðnir gamlir þeg- ar við vorum strákar, þeir sögðu okkur sögur af því að þetta hefðu verið allmikil flæmi þessi börð sem að nú eru horfin. Nú á að fara að breyta þessu og hefur verið breytt, því að félög hér í Keflavík þau hafa á seinni árum sáð hér í melana, og hér hefur gróið upp og það er allt annar svipur að aka veginn héma út í Garð heldur en var áður. Þetta er orðið grænt og fallegt. Þetta var allt orðið uppblásið og melar. Þorsteinn Þorsteinsson kaupm., frú Margrét Jónsdóttir kona hans og böm þeirra, Elías, Guðrún,Jón, Þórey og Marteinn yngstur. Með þessari fjölskyldu var ÞORGRÍMUR ST. EYJÓLFSSON daglega, fyrst eftir að hann hóf störf í ÞORSTEINSBÚÐ. VERSLUNARFÓLK Á SUÐURNESJUM Enn eru góðar vikur lausar í Ölfusborgum í sumar. Hafið samband við skrifstofuna hið fyrsta. VERSLUNARMANNAFELAG SUÐURNESJA HAFNARGÖTU 28, KEFLAVÍK - SÍMI2570 Þetta hefur gerst með því að sá aðeins í þetta fræi ogáburði. Menn hafa nú margir lagt hönd á plóginn við þetta, félög hér í bænum og nú seinast held ég að Landgræðslan sé farin að dreifa héma yfir Reykja- nesið úr flugvél. Það hafa þeir gert nú á þessu ári. Það er vonandi að eitthvað af þeim sámm, sem hér eru nú grói aftur. En það, sem fok- ið er burtu og var gróðurmold svo þykk og góð, hún kemur ekki aftur því hún er blásin burt. Þú gætir nú kannski rifjað upp einhver örnefni frá heidinni, þar sem völlurinn er núna. Eitthvað sem þér er minnisstœtt frá œskuár- um þínum. Það vom til ýmis ömefni héma í heiðinni nálægt því, þar sem flug- turninn er núna. Þetta var nú kall- að Háaleiti. Þeir þýddu það á sitt tungumái og kölluðu það ,,High lady“. Þar var varða í gamla daga, sem kölluð var Kalka. Hún var hvít á litinn og hennar er getið í þjóðsögum, því þar voru peningar grafnir, m.a. sáu menn þar loga og loga, en þegar að var komið, þá var allt slokknað. Nónvarðan er hér rétt fyrir ofan byggðina. Eins og nafnið bendir til, þá var það eykarmerki héðan úr vesturbæn- um sennilega frá þeim stað, þar sem Duus-verslun var. Það var aðal staðurinn í þá daga. Ýmis önnur heiti eru hérna, sem eru náttúrulega ekki nema fyrir þá, sem voru á gangi í heiðinni þá og þurftu á því að halda að finna ein- hver merki, sem hægt var að átta sig á eins og Þrívörður, Margvörð- ur og annað því um líkt. Þó að þessi heiði sé auðvitað ekki mikil heiði, þá þótti afar villugjarnt á henni. Þar var svo lítið af kenni- leitum. Því voru þessi kennileiti sett upp þarna af mannavöldum, til þess að menn gætu áttað sig, þegar þeir voru þarna á gangi í mis- jöfnum veðrum. Margt annað er náttúrulega hægt að minnast á. Hægt er að minnast á troðninga sem voru hérna yfir heiðina. Þeir eru nú e.t.v. til ennþá, en eru þá farnir að gróa upp. Þetta var gengið niður eins og gerist, og gengur víða um land eftir hesta. Troðningarnir voru komnir niður í jafnvel eins metra dýpi, sums staðar. Þar sér náttúrulega eftir af þessu ennþá, þar sem ekki er búið að róta til í heiðinni. 77/ hvaða byggða lágu þá þessir troðningar? Þessir troðningar lágu út í Garð t.d., en það voru ekki svo djúpir troðningar. Dýpstu troðningamir, sem ég man eftir, voru héðan og suður á Miðnes, suður í Hvalsnes- hverfi. Það voru dýpstu troðning- arnir. Á þeirri leið, rétt fyrir ofan 130-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.