Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 15

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 15
sem komu við sögu Keflavíkur. Við œttum kannski að rœða, ekki hvað síst um gamlan félaga þinn, Elías Porsteinsson, sem mjög kom við sögu hér á Suðurnesjum í at- hafnalífi, og félagsmálum margs konar. Hvað viltu segja okkur frá Elíasi? Elías er í mínum huga mjög sér- stæöur maður. Hann var fæddur austur á Eyrarbakka. Faðir hans starfaði þar við Lefólíverslun. Síð- ar fluttust þau hingað til Keflavík- ur, og hann gerðist starfsmaður við Duus-verslun hér í Keflavík. Þar var mikið athafnalíf, mikið um að vera. Faðir hans tók þátt í opin- beru h'fi hérna. Hann var oddviti á staðnum, mikils metinn maður. 4 Þorgrímur St. Eyjólfsson, Eiríka Ámadóttir og bamaböm: Þorgrímur Áma- son, Páll Ásgrímsson, Helga Ámadóttir, Eiríka Ásgrímsdóttir, Eiríka Áma- dóttir og á Iitlu myndinni er Ragnheiður Ámadóttir. byggðina, þar voru vötn, sem enn eru nú til, og aftur þegar kom sunnar í heiðina, þar voru önnur vötn, þegar dregur nær Melabergi á Miðnesi, sem kölluð eru Mela- bergsvötn. Þetta eru nú ekki stór vötn á íslenskan mælikvarða, en þó er þetta nú til í nágrenni Kefla- víkur eða hérna á skaganum, sem allt er svona hrjóstrugt á. A þess- um stöðum er til lítils háttar mýr- lendi og mór var tekinn héma á fyrri stríðsárunum, en þótti ekki góður. Aðrir vegir voru náttúrulega til. Einn var Sandgerðisvegur, hann var nokkuð niðurskorinn. Garð- vegurinn, hann varð aldrei mjög niðurskorinn, enda var meira fyrir hann gert, að lagfæra hann. Hafnavegur, gömul slóð, sem þangað lá, var niðurskorinn á köfl- um. Nú svo var vegur, sem lá til Grindavíkur og einn sem lá út í Staðarhverfi. Þá var farið af Fitj- unum í Staðarhverfi, sem nú er vart lengur í byggð. Þar em nokkr- ir sumarbústaðir. Þangað er styst að fara héðan úr Keflavík. Gunnar Eyjólfsson, leikari hef- ur nú rifjað upp sögur hérna sunn- an að, en kanntu ekki eitthvað að segja frá ömmu Gunnars? Jú, ég hef nú gaman af að segja frá því. Það er nú saga sem er í hávegum höfð, og ég held meira að segja að Laxness hafi komið inn í sínar bókmenntir, hún sé einmitt um Gróu, ömmu Gunnars. Hún mun hafa verið þá búsett í Krísu- vfk, var send út í hver með brauð, til þess að baka það við hverahit- ann, eins og tíðkað mun hafa verið þá, og nokkm seinna var hún send aftur til þess að sækja brauðið. Þá hafði skollið á niðaþoka og Gróa villtist og kom ekki heim aftur. Líða svo 2 dægur að hún kom ekki. En þegar Gróa kom heim aftur, þá birtist ekki aðeins Gróa, þá gerðist annað og meira, brauðið birtist nú með henni, ósnert að öllu leyti, en matföng hafði hún engin með sér í þessari útilegu. Þetta voru ágætis- hjón bæði Gróa og Jósef. Jósef hafði margar og skemmtilegar sög- ur á takteininum oft og tíðum. Eitt sinn atvikaðist það þannig, er hann bjó á horni Aðalgötu og Templarastígs, sem þá var kallað- ur, en heitir nú Kirkjuvegur. Þá var J^ar bílstjóri, sem hafði komið heldur of nærri girðingunni hjá hon- um, og Jósef heyrði brothljóð og fór út. Þá hafði bílstjórinn ekið á grindverkið og brotið girðinguna. Jósef er sagður hafa tekið ofan húfu sína í hægðum sínum, klórað sér í höfðinu og sagt: „Heyrðu, viltu ekki koma inn og fá þér kaffi- sopa úr því þú ert kominn svona nálægt.“ Nú kemur rnér í huga að spyrja þig um ýmsa athafnamenn hér. Pá Elías var alinn upp í þeim anda þar sem að mikið var um viðskipti, bæði var það austur á Eyrarbakka, þar sem faðir hans var við þessa stóru og grónu verslun, sem þar var á þeim tíma, og ekki síður eftir, að hann kom og starfaði við aðal- verslunina hér í bænum. Um Elías má segja það, að hann var óvenjulegur að því leyti að hann var fljótt þátttakandi í öllu starfi, sem til framfara mátti verða. Hann var mannkostamaður mikill. Hann var hugsjónamaður að því leyti, að það var sjaldan, sérstaklega á seinni árum eftir að honum óx fiskur um hrygg, þá varð manni það ljósara, að heildin var honum eiginlega allt. Hann vildi heill almennings, og hann vildi heill stéttanna, sem hann starfaði með og fyrir. Það sást m.a. glöggt þegar farið var að vinna að frystimálum hér í landi. Hann var opinn fyrir öllu sem horfði til bóta, og sjávarútvegur var náttúrulega hér á þessum slóðum, það sem hugur manna snerist mest um. Hann var snemma þátttakandi í ýmsu. Hann verkaði fisk hér ungur maður. Hann stofnaði hér fiski- NEI, NÚ FER EG I TRIMMIÐ. Allt í trimmið. Hafnargötu 54 - Sími 1112 FAXI-131

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.