Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 19

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 19
HROLLVEKJANDI FRÉTT Nýlega sagöi Morgunblaöiö frá þeirri sorglegu frétt aö þrír menn liefðu látist á tíu dögum, af neyslu vímuefna. í viðtali við blaðiö upplýsti Olafur Olafsson, landlæknir, að viö réttarkrufningar síðustu ára hefði komið í ljós að í 22 — 25% þeirra tilvika væri dauöaorsökin af völdum vímu- efna. Hann tók dæmi af árinu 1981, en þá voru 95 dauðsföll tekin til réttar- krufningar og reyndust þá 21 hafa látist af völdum vímuefna. Olafur sagði að vímulyfjanotkun hefði minnkað hér að undanförnu, en áfengisneysla aukist - erfitt væri að fullyrða nokkuð um notk- un ólöglegra vímuefna - en grunur væri um að smygl á þeim hefði aukist. Gamall sölukóngur brýst til valda Svanur M. Skarphéðinsson, var mjög duglegur sölumaður og varð stundum sölukóngur Faxa. Hann náði aftur þeim afrekstitli í síðasta blaði. Kveðja fráfrænku Lárus Hörður Olafsson vélstjórí frá Keflavík Þcgar ég var vakin laugardags- morguninn þann 5. mars s.l. og mér sagt að Hörður frændi væri dáinn átti ég bágt með að trúa því, að þessi fjörugi frændi væri farinn frá okkur í annan heim. Eg hugs’aði strax til Rögnu og Ola og sagði svo við sjálfa mig. Eg var hjá þeim þegar Hörður fór frá þeim í fyrsta skipti en nú er hann farinn alveg og þau fá aldrei að sjá hann aftur. Hörður eins og hann var kall- aður var fæddur hér í Keflavík 19. apríl 1936. Sjöundi í röðinni af tólf systkinum, en tvö af þeim dóu á barnsaldri. Hann var sonur hjónanna Olafs Sólimanns Lár- ussonar, útgerðarmanns, dáinn 1977, og Guðrúnar F. Hannes- dóttur. Snemma fór Hörður á sjóinn og síðan í vélstjóranám. Hann hætti á sjónum vegna lasleika í baki, og starfaði þá við vélgæslu í frystihúsi sem þau systkinin settu á stofn eftir að pabbi þeirra hætti atvinnurekstri. Árið 1978 stofn- aði Hörður sitt eigið fyrirtæki í verslun sem hann rak til dauða- dags. Hörður var tvígiftur. Fyrri kona hans var Anna Scheving og tóku þau systurson Önnu, Ellert í fóstur, síðan skildu leiðir þeirra. Seinni kona hans var Aðalheiður Árnadóttir og áttu þau saman tvö börn, Rögnu 15 ára og Ólaf 13 ára. Frá fyrra hjónabandi átti Heiða einn son, Einar og ólst hann upp hjá þeim. Heiða og Hörður skildu síðan fyrir þrem árum. Nú síðasta ár bjó hann með unnustu sinni Normu Mc- Cleave og syni hennar Stefáni. Hörður starfaði mikið að fé- lagsmálum. Hann var formaður Sálarrann- sóknafélags Suðurnesja um ára- bil og þriðji formaður FR-deild- ar. Hann tók mikinn þátt í starfi Sjómannadagsráðs Keflavíkur, einnig var hann um tíma í stjórn Vélstjórafélags Suðurnesja. Þó að ég sem þetta skrifa sé ekki nema á 16. ári man ég eftir Herði frá því að ég var smá stelpa. Hans er sárt saknað og það mun enginn geta fyllt það skarð sem Hörður lét eftir sig. Hann var fyndinn og orðheppinn maður, hann var stríðinn, en sú stríðni var alveg meinlaus. Ég ætla ekki að hafa þessa grein lengri því að það er margs að minnast og því betra að muna það, því vil ég biðja Guð að geyma minn elskulega frænda Hörð. Eiríka Guðrún Guðjónsdóttir c Tilkynning frá Hitaveitu Suðurnesja Dráttarvextir veröa innheimtir frá og meö 15. maí 1983. Hitaveita Suðumesja Prjónakonur Kaupum fallega vel prjónaða sjón- varpssokka, 60 cm langa. Móttaka miðvikudagana 1. og 15. júní kl. 13-15 að Iðavöllum 14b, Keflavík. SiSLENZKUR MARKAÐUR HF. ocacsmff FRÁ KIRKJUGÖRÐUM KEFLAVÍKUR Þeir sem eiga Ijósakrossa og Ijósa- seríur uppistandandi í kirkjugörð- um Keflavíkur frá síðustu jólum, eru beðnir að fjarlægja það nú þegar og eigi síðar en 20 þ.m., annars verða þeirfjarlægðir. K1RKJUGARÐSSTJÓRI FAXI-135

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.