Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 16

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 16
Anna Þorgrímsdóttir, Þorgrímur St. Eyjólfsson, Eiríka Ámadóttir, og Ámi Þorgrímsson. mjölsverksmiöju ásamt Norð- mönnum, starfrækti hana lengi áð- ur en að nokkrir hér um slóðir voru farnir að hugsa til þeirra mála. Þegar frystiiðnaðurinn kom til sögunnar þá varð hann snemma mjög spenntur fyrir þeim málum. Eftir að hann sneri sér að þeim fyrir alvöru þá má segja að hann hafi helgað sig þeim málum, og vil ég halda því fram að lengi búi að fyrstu gerð eins og þar stendur, og er það ekki síst Elíasi Þorsteinssyni að þakka hvernig málum er háttað á því sviði. Því maðurinn var frjáls- lyndur, en ekki eigingjam. Hann vildi leggja mikið á sig fyrir heild- ina, og ég hygg að það séu fáir menn, sem hafa offrað sér eins mikið fyrir þann atvinnuveg hér í þessu Iandi eins og hann gerði. Hann átti sitt fyrirtæki með mér og öðrum til hér í þessu byggðarlagi, en samt sem áður gat hann eflt þetta fyrirtæki því að hann var mikið duglegri maður en við báðir félagar hans sem þama vomm. Hann helgaði sig samt störfum í þágu almenings frekar heldur en að sitja hér heima fyrir, hafa það náðugra og bera peningalega á þeim árum ábyggilega mikið meira úr býtum. Þó að nú sé annað hljóð í strokknum hjá frystihúsaeig- endum. Mér er óhætt að segja þetta frá þeim tíma. Þetta var Hraðfrystihúsið Jökull. Við stofn- uðum það árið 1937 og vomm lík- lega 5. í röðinni af hraðfrystihús- um á landinu þá. Þetta fyrirtæki var aldrei mjög stórt í sniðum, en það starfaði með blóma lengi framan af og veitti mönnum á þeim árum kærkomna atvinnu. Þó að ýmis rígur kæmi nú upp hjá mönnum eins og oft vill verða, hjá atvinnuveitanda og vinnu- þiggjanda þá er það nú annað mál, og kemur þessari sögu ekki við. Hitt er annað mál að ég hygg að á þeim ámm hafi sú vinna, sem veitt var hér verið vel þegin. Auðvitað var hún einnig vel þegin af okkur, því ekki hefðum við mikið gert án þess að hafa starfsfólk til þess að hjálpa okkur. Samvinnan á þessu sviði eins og öðrum er náttúrlega heppilegust. Elías Þorsteinsson var einn af frumkvöðlum í Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, og var lengst af meðan hann lifði stjómarformað- ur í því fyrirtæki. Því fyrirtæki helgaði hann sína krafta af mikilli óeigingirni. Til marks um það má geta þess að hann var heimakær maður og vildi gjaman vera á sínu heimili. Hann kom iðulega heim að kvöldinu alltaf með áætlunar- bílum og fór á morgnana með fyrsta bfl til þess að vera kominn á sinn vinnustað þegar opnað var. Þannig var Elías á öllum sviðum. Hann var mikið meira heldur en þetta. Hann var hjálparhella manna. Menn gátu snúið sér til hans, og ég hef aldrei vitað greið- viknari mann heldur en hann var. A tfmabili var faðir hans í stjóm Sparisjóðsins. Ég kasta engri rýrð á hann þó ég segi þessa sögu, því hann var greiðamaður mikill sjálf- ur, en Elías var svo greiðugur, að þegar menn komu t.d. og báðu hann um að skrifa á víxla þá var ekkert sjálfsagðara en gera það án þess þyrfti að hafa fleiri orð um það heldur en biðja um það einu sinni. Þorsteinn tók við beiðnum frá mörgum. Hann var farinn að hafa orð á því, að hann skyldi reyna að kaupa víxil, ef honum litist á manninn, en það var bara eitt skil- yrði að Elías sonur sinn væri ekki á honum. Þú minntist þurna ú samskipti at- vinnuveitenda og verkalýdsins. Það má nú kannski segja að það sé ekkert gaman að guðspjöllunum ef enginn er í þeim bardaginn. Segðu okkur frá samskiptum vinnuveit- enda og verkalýðs hérna, svona rétt á milli pistils og guðspjalls. Ég man nú aldrei eftir því, að ég Ienti nú í því að standa í samning- um hérna við verkalýðsleiðtoga. Minnisstæðastur af þeim mönnum er mér að sjálfsögðu Ragnar Guð- leifsson, gamall leikfélagi, skóla- bróðir og ágætismaður í samstarfi. Við höfum átt mikið saman að sælda hér á langri ævi. Ragnar er vel greindur maður. Það var eitt með Ragnar, að ef hann hafði tekið sér eitthvað fyrir þá vildi hann ógjaman láta af því. Það var eins í þessum deilumálum, vinnudeilum og því um líku, að ef hann hafði markað brautina þá vildi hann ógjarnan hvika frá henni. En sanngjamari maður en hann held ég sé vart fundinn, og hefur mér einkum fundist þetta á seinni árum eftir að hefur linast um þetta. Ég hef algjörlega horfið út úr þessu, ekki staðið í neinum þrætum. Ragnar lítið komið við sögu þar. Þá finnur maður og skil- ur ennþá betur hversu sanngjarn maður þar hefur verið á ferð. Á þessum árum var barist af mikilli þörf, oft og tíðum, því að sannleik- urinn var sá að ef að vinna brást þá var vá fyrir dyrum, og mönnum veitti ekki af því, sem þeir fengu og svo kann að vera ennþá. En baráttan var frá Ragnars hálfu, ég minnist sértstaklega á hann því að mér er hann minnis- stæður maður frá þessum árum, hún var alltaf á einn hátt. Hann hafði markað sína stefnu og vildi ógjarnan hvika frá henni, en hélt henni til streitu án mikillar frekju og þurfti ekki að vera með orð- gnótt og tilbúna harðfylgi til þess að koma sínum málum í höfn. Þú hefur komið mikið við sögu félagsmála hér í Keflavík, setið í bæjarstjórn lengi, og hefur sjálfsagt margs að minnast þaðan. Mér finnst nú eiginlega, þegar ég lít til baka, eins og það sé ekkert stórmerkilegt við þetta allt saman. Mér gekk vel að lynda við menn þó þeir hefðu aðrar stjórnmálaskoð- anir. Það þýðir ekki það að ég hafi ekki getað verið ósammála þeim á ýmsum sviðum. Einhvern veginn fór það nú þannig í gegnum árin að ég bar ekki óvild til nokkurs manns, sem ég hafði samstarf við. Framan af, meðan ég var í hreppsnefnd, þá var það eins og eitt gott heimili með rjómalogni. Það var sest niður og málin voru rædd, og það voru eiginlega allir á einu máli um það, sem gera þyrfti. Það sem helst var að á þeim árum; það vantaði alltaf peninga til allra hluta. Menn voru ekki eins stór- huga og þeir eru orðnir nú. Það er náttúrulega ýmislegt frá þeim árum, sem má iðrast eftir að ekki komst í framkvæmd. Eitt er það mál, sem mér er ofarlega í huga og ég hef oft hugsað um síðan. Það var þegar Keflavíkurhreppi bauðst til kaups eignimar hjá Duus, sem h.f. Keflavík keypti síðan. Þá var ég í hreppsnefnd og þá vorum við ekki frjálslyndari eða meira stór- huga þessir menn, sem í hrepps- nefndinni vom, að okkur ofbauð þetta, að leggja þessar byrðar á herðar hreppsbúa. Ef við hefðum verið heldur framsýnni þá hefði nú margt verið öðruvísi héma en nú er. Það var bara þetta kaupverð. Tölumar voru of háar. Okkur svimaði að steypa hreppnum í þetta skuldafen, sem þama var. Tölum- ar seinna, þegar lóðirnar voru keyptar eftir matið, þær vom allt aðrar og ískyggilegri, og verri skil- málar á kaupunum heldur en ann- ars hefði orðið. Mér er einna minnisstæðastur Daníval okkar Danívalsson eftir að hann kom í hreppsnefndina. 132-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.