Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 7

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 7
Jón Böðvarsson, skólameistarí MÉR ER EFST í HUGA TÖLVUFORRITUN SEM NÝTA MÁ VIÐ KENNSW í ÝMSUM NÁMSGREINUM Miklar breytingar hafa orðið á íslensku skólakerfi undanfarinn áratug og námsskipan tekið stakkaskiptum víðast hvar. Ný skólagerð, fjölbrautaskólar, hefur rutt sér til rúms. Tilkoma þeirra hefur orðið landsbyggðinni til mikilla hagsbóta, m.a. vegna þess að námsframboð á eða nærri heimaslóðum hefur stóraukist. Tveir fyrstu fjölbrautaskólarnir á höfuðborgarsvæðinu tóku til starfa haustið 1975. Ári síðar var Fjölbrautaskóli Suðurnesja stofn- settur. Hann var fyrsti skóli þeirrar tegundar hérlendis þar sem sam- þætt er almennt bóknám með mörgum námsbrautum allt til stúdentsprófs og almennt nám fyrir samningsbundna iðnnema. Hann er fyrsti fjölbrautaskólinn sem stofnsettur var utan höfuð- borgarsvæðisins, og hafa starfs- menn skólans átt drjúgan þátt í mótun áfangaskólakerfisins. Ritstjóri FAXA frétti að Jón Böðvarsson, skólameistari, væri nýkominn heim frá Norðurlönd- um þar sem hann kynnti sér skóla- mál í Svíþjóð og Danmörku - og bað hann segja lesendum FAXA í stuttu máli frá ferð sinni. Við fórum þrír: Ingvar Ás- mundsson, skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík, Ólafur Ásgeirsson skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi og ég. í Svíþjóð áttum við fund með fulltrúa fræðsluyfirvalda og skóla- stjórnendum. Við vorum talsvert eftirvæntingarfullir sökum þess að skömmu fyrir brottför fengum við írá menntamálaráðuneytinu ný- lega stefnuskrá í skólamálum Svía ~ býsna álitlega í ýmsum greinum. - En viðmælendur okkar voru vondaufir um að takast mætti að ná helstu markmiðum sem þar eru fram sett meðan bekkjakerfi er haft. Býsna torvelt töldu þeir að koma á áfangakerfi vegna mikilla áhrifa stjórnmálamanna og feikn- legrar miðstýringar. Ekki tel ég margt til fyrirmyndar í skólakerfi Svía en athyglisverð sú gagnrýni sem viðmælendur okkar settu fram á skólaskipan sinni. Til fyrirmynd- ar er hins vegar tækjakostur og annar búnaður í mörgum skólum þar í landi. í Danmörku áttum við fund með ráðuneytisstarfsmanni, skoð- uðum verslunarskóla og ræddum ítarlega við stjórnendur hans. Þar í landi er líkt ástatt og með Svíum: Skilningur ýmissa skóla- manna má sín lítils gagnvart bákn- inu. Gagnlegasti þáttur Danmerkur- fararinnar var fundur um tölvu- væðingu sem við áttum með tveim íslendingum, búsettum í Kaup- mannahöfn. Þeir eru Agnar Höskuldsson, lektor við danska tækniháskólann og Magnús S. Magnússon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Scandinavian Com- putor Institute. - Hér er hvorki staður né stund til þess að greina frá þeim fjölþætta fróðleik sem þessir landarmiðluðu á fundinum, - en mikilvægustu niðurstöðuna tel ég þá að Magnús kemur væntanlega hingað í ágúst- mánuði - búinn margs konar gögn- um varðandi tölvukennslu í skól- um og notagildi tölva í skólastarfi, - og stjórnar námskeiði fyrir kenn- ara og aðra starfsmenn skólanna þriggja sem að framan eru nefndir. Hygg ég að í kjölfar námskeiðsins muni áðurnefndir skólar geta hag- nýtt sér þekkingu sem augljóst er að mikil þörf er á, - en fáir skólar hafa getað hagnýtt sér. Mér eru efst í huga tölvuforrit sem nýta má við kennslu í ýmsum námsgrein- um. í októbermánuði síðastliðnum var ég hálfan mánuð í Bandaríkj- unum og heimsótti þá nokkra skóla í Boston og New York. Skólaskipan þar er miklu skyn- samlegri en á Norðurlöndunum og kennsla í tölvufræðum miklu lengra á veg komin. Bretar munu þó standa Bandaríkjamönnum framar varðandi tölvukennslu og tölvunotkun í skólum, og sú er ætl- un okkar að komast í bein tengsl við starfsmenn BBC sem forystu hafa á þessum vettvangi. Nú er mér nauðsynlegt að fá tóm til þess að vinna úr gögnum sem ég hef í höndum bæði úr austri og vestri. FAXI-123

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.