Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 5

Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 5
Kórinn syngur við setningu vinabæjarmóts í H jörring ^ðasögum hættir til að vera endalausar leiðinlegar upptalningar ”l>ar næst, þar á eftir, síðan, svo að °kum„”. Ég ætla samt að revna. Laugardaginn 1. júní 1996 hélt Kói' Keflavíkurkirkju í söngferð til ^víþjóðar og Danmerkur. Kórinn var “Ó endurgjalda heimsókn Kórs r°Uhattankirkju frá því um vorið l994; Til Trollhattan komum við seinni Part dags. Gestgjafamir tóku á móli °Lkur strax í Gautaborg og báru okkur á hönduni sér þá daga sem við dvöldum hjá þeim. Þvílíkar móttökur og gestrisni. Okkur var komið fyrir á hóteli í hjarta bæjarins og boðið í kvöldmat. Þrátt fyrir að komið væri kvöld og myrkur vildu þau endilega sýna okkur stærsta stöðuvatn Svfjvjóð- ar, Vánern. Svo var öllum raðað í einkabíla þannig að í hverjum bíl var amk. einn sem var sæmilega að sér í skandinavísku. I gegnurn þoku og milli trjánna sáum við Vanern, og annað merkilegt nefnilega elgi sem við fengum að borða síðar. Að morgni sunnudags sungum við í fyrsta skipti opinberlega í ferðinni. Það var í hinni stórglæsilegu kirkju Trollháttan. Daginn áður hafði verið fermingar- guðsjrjónusta en á sunnudeginum var messa og altarisganga. Þar sungum við 4 sálma og gengum til altaris með kikjugestum. Eftir liádegi sungum við í Örgryte í Gautaborg í safnarðheimili þar sem Is- lendingafélagið hefur aðsetur. Svo var farið í Liseberg sem er stór og skemmtilegur skemmtigarður með fullt af tækjum og rússibönum. Einari var talin trú um að Fjóla hefði farið í þann svæsnasta. Hann hældi henni vel og lengi en varð voða sár jregar hann kornst að hinu sanna, að Fjóla hefði bara horft á hann og kannski ímyndað sér að |iað gæti verið gaman að prufa. Þreytt og sæl eftir góðan dag komum við til Trollháttan rétt fyr- ir miðnætti. Gísli bauð þá upp á fram- burðarkennslu í dönsku. En hann var nreð á geisladisk danska lagið á prógramminu í flutningi höfundarins Benny Andersen og Poul Dissing. Svantes lykkelige dag. Guðmundur Sig. einsöngvari og Hrönn héldu litla tvísöngstónleika. Mánudagurinn 3. júní. Það er enn stjanað við okkur. Gestgjafarnir keyrðu okkur um allan bæ og ná- grenni. Einn túlkur í hverjum bíl. Saab bílaverksmiðjumar eru í Troll- háttan og í tenglsum við þær stórt og rnikið safn með öllum tegundum af fólksbílum sem jteir hafa farmleitt. Þekktastur er bærinn fyrir skipastiga sem liggja upp í Vánem. Hinir fyrstu voru gerðir árið 1800, þóttu og þykja enn mikil mannvirki. Enn veisla. Nú FAXI 105

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.