Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 14
FAXI JÓLAKLAI) 1996
9
JSemendaheimsóhnir milli Stóru-Vogaskóla
oíf /11 Mahan Highschool á Keflavtknrflugvelli
Stóru-
Vogaskóli
AT Mahan
Highschool
Fyrir nokkrum vikum fóru fram gagnkvæmar heimsóknir
milli 9. og 10. bekkjar í Stóru-Vogaskóla í Vatnsleysustrand-
arhreppi og jafnaldra þeirra af Keflavíkurflugvelli. Aðdrag-
andinn var sá að í haust lögðu nemendumir í Vogaskóla það
til við tungumálakennara sinn (undirritaðann) að eitt og annað
nýtt yrði gert til að auka fjölbreytni námsins. Meðal þess sem
stungið var upp á var að fara í heimsóknir í aðra skóla til að
kynnast námi þar. Með hliðsjón af þessu var haft samband við
A T Mahan Highschool á Keflavíkurflugvelli og boðið upp á
gagnkvæmar heimsóknir. Var því strax vel tekið og var á-
kveðið að hinir amerísku gestir kæmu fyrst í heimsókn mið-
vikudaginn 6. nóvember.
Undirbúningur heimsóknarinnar var að mestu leyti í hönd-
um nemendanna sjálfra. Lögð skyldi áhersla á að sem best
tækifæri gæfust til að tala við gestina því markmiðið með
heimsókninni var fyrst og fremst að æfa sig í að tala ensku.
Eftir mikið jaml, japl og fuður lá dagskráin fyrir og leit hún
þannig út:
Kl. 12:00-13:00
Kl. 13:00-15:00
Kl. 15:00-16:00
Kl. 16:00-17:30
Kl. 17:30-18:30
Kl. 18:30-21:00
Móttaka í skólanum. Hópnum skipt niður í
hópa skólinn skoðaður
Skoðunarferð um Vogana - fyrirtæki heimsótt
Kakó og kökur í skólanum
íþróttirog leikir í íþróttamiðstöðinni
Pízzuveisla í Glaðheimum
Diskótek í Glaðheimum
Undirbúningur heimsóknarinnar gekk vel. Kökur voru bak-
aðar, nafnspjöld búin til og skoðunarferðir skipulagðar. Talað
var við nokkur fyrirtæki og var því vel tekið að taka á móti
nemendunum. Þá þurfti líka að skipa öllum í ákveðna hópa og
skipta verkum. Að lokum var lítilsháttar tekið til í stofu eitt en
þar átti að taka á móti gestunum.
Það var ekki laust við að nokkur spenningur væri í loftinu
þegar miðvikudagurinn rann upp. 24 Vogabúar biðu spenntir
eftir gestum sínum. Tilkynnt hafði verið að líklega yrðu þcir
um 16 talsins. Klukkan tólf renndi strætisvagn af ekta Flug-
vallargerð upp að skólanum og út stigu: níu stúlkur og einn
strákur! Það var ekki laust við að það kæmi dálítið á heima-
menn. Það var þó ekki nema í skamma stund því hvað getur
verið yndislegra en að fá níu brosmiidar og áhugasamar stúlk-
ur í heimsókn, já og einn strák reyndar. Já hann Paul olli ekki
neinum vonbrigðum!
Skoðunarferðir - leikir - íþróttir og pí/.zur
Það er skemmst frá að segja að dagurinn leið hratt og
skemmtilega og eins og dagskráin hafði gert ráð fyrir. Farið
var með allan mannskapinn í heimsóknir í fiskverkunarhús
Valdimars hf. þar sem Magnús Ágústsson leiddi hópana um
húsið og útskýrði það sem fyrir augu bar. Var ekki annað að
sjá en að gestimir fylgdust með því öllu af mikilli eftirtekt.
Fólkið hans Magnúsar var á fullu við að verka saltfisk og síð-
an biðu nokkur kör af karfa sent átti að verka síðar um daginn
og senda að því búnu án tafar á veisluborð Evrópubúa. Var
virkilega gaman að sjá allan þann myndarskap sem ríkir hjá
fyrirtækinu.
Á milli þess sem gestunum var sýnt það helsta sem byggðin
í Vogum hefur upp á að bjóða stungu hópamir sér inn hjá
Vogaídýfu. Þar tók Guðmundur Sigurðsson á móti nemend-
ununi og kynnti þeim þá merkilegu starfsemi sem þar ler
fram. Eins og kunnugt er framleiðir fyrirtækið ýmiskonar í-
dýfur og sósur og er framleiðslan í stöðugri framför. Snyrti-
mennskan er þar í fyrirrúmi og voru gestimir mjög ánægðir
með heimsóknina þangað. Ekki skemmdi það fyrir að ekki
Lagt af stað í skoðunarferð um Vogana auðvitað var byrj-
að á því að prófa svellið á tjörninni við Stóru-Vogaskóla.
114 FAXI