Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1996, Page 10

Faxi - 01.12.1996, Page 10
76 ára og enn var hann við góða heilsu. Það mátti því halda að draumurinn hefði verið markleysa, en hann varð síðan 79 ára og talan 6 getur líka verið 9 sé henni snúið við! Á ættarmótinu las Ingvar Jóhannsson kafla úr bókinni “Frá Suðumesjum” en þar birtist frásögn af svaðilför Áma og fleiri manna á bátnum Hug árið 1912. Frásögnin er eftir Gísla Guðmundsson og er byggð á viðtölum hans við Áma og Bjama Jónsson á Bæjarskerjum. Taldi Ingvar að frammistaða Áma í þeirri svaðilför lýsa best mannkostum hans. Fer þessi frásögn hér á eftir. Þegar „Hugur“ var talinn af Vorið 1912 var vélbáturinn „Hugur“ gerður út frá Sandgerði til fiskiveiða. Eigandi hans og útgerðar- maður var Einar Sveinbjörnsson, útvegsbóndi í Sandgerði. „Hugur“ var um 10 smálestir að stærð, einmastr- aður tvístöfnungur, með 10 HK. „Alpha“ vél. Áhöfn hans var þessi: Ámi Magnússon, Krókskoti, formaður. Sigurður Runólfsson, Reykjavík, vélstjóri. Bjami Jónsson, Bæjarskerjum, háseti. Eggert Eggertsson. Stöðul- koti, háseti og Sigurbergur Þorbergsson, háseti, úr Rangárvallasýslu. Það var miðvikudaginn 29. maí, að farið var í róð- ur fyrri hluta dags í góðu veðri og siglt, eftir venju, um fjórar klst. frá landi norðvestur í Faxaflóa; var þá komið vestur á svonefnda kantaslóð. Þar var lín- an lögð og legið yfir, sem kallað er, í nokkum tíma, síðan var „stímað á rnilli", þ.e., siglt milli enda lín- unnar og byrjað að draga þann endann, sem fyrr var lagður. Þá var kominn nokkur vindur af suðaustri, og var það mótvindur til lands í Sandgerði. Þegar dreginn hafði verið um helmingur línunnar, kom það óhapp fyrir, að vélin stansaði. Við athugun kom í ljós, að brotnað hafði þrýstirör frá olíudælu. Þessa bilun var eigi hægt að lagfæra um borð, og því ekki annar kostur hendi nær en að yfirgefa það, sem enn var ódregið af lóðunum, og reyna að komast til lands á seglum. Var nú strax tekið til við að koma upp seglunum. Er þau voru komin upp, var siglt inn Faxaflóa með vind á stjórnborða og haldið svo nærri vindi sem unnt var. Vindur fór stöðugt vaxandi, svo að segl voru minnkuð með því að „rifa“ þau. Þannig var siglt til kl. 4 á fimmtudagsmorgun. Var þá komið svo nærri landi á Mýrum og veðurhæð orðin svo mikil, að ekki var talið óhætt að halda lengur sömu stefnu. Var bátnum því „lagt yfir“ og stórsegl tvírifað, en fokka dregin niður. Á þessum tíma, sem siglt hafði verið, hafði bátinn drifað mikið af leið, vegna þess að hann var mjög léttur. Sá fiskur,sem fékkst á það, sem náðist af línunni, veitti litla kjölfestu. Aðeins var eitt mjög lágt skilrúm í lestinni; kastaðist fiskur- inn því til eftir því, sem báturinn valt. Var nú „látið hala“ suður flóann með vind á bak- borða, því áttin var hin sama, landsynnings rok svo mikið, að óstætt mátti heita og sjógangur að sama skapi. Valt bátuimn nú svo óstjómlega, að Ámi ótt- aðist að honum gæti jafnvel hvolft. Kallaði hann til Eggerts, - því hann var elstur og reyndastur þeirra skipverja - og spurði, hvort honum litist ekki ráðlegt að færa akker og keðjur yfir á bakborð og binda þar fast, ef vera kynni að það stöðvaði bátinn nokkuð. Féllst Eggert á þessa ráðagerð og skreið meira en gekk fram þilfarið til að framkvæma þetta, en kemur jafnharðan aftur og segir, að Sigurbergur sé óður að komast upp úr „lúkamuin" og fleygja sér í sjóinn,því hann telji alveg víst, að báturinn muni farast með öllu, og vilja því sjálfur binda sem skjótastan endi á þennan hrakning. Ámi biður þá Eggert að fara sem skjótast fram í og gæta þess að Sigurbergur kæmist ekki upp úr lúkamum. Skömmu síðar en þetta gerð- ist, bráðlygndi allt í einu. Voru þá leyst rif úr stór- segli og fokka dregin upp. Þetta mun hafa verið um kl. sjö á fimmtudagsmorgun. Gekk nú þannig fram yfir miðjan dag, en þá rann aftur á ofurlítið suðaustan kul. Var þá reynt að „krusa“, en það gekk illa, vegna þess hvað kaldinn var lítill. Nú verður að geta þess, að það óhapp hafði hent, að vatnskúturinn hafði gleymzt í landi, þegar farið var í róðurinn, og voru skipverjar orðnir mjög aðþrengdir af þorsta. Höfðu sumir reynt að slökkva þorsta sinn með því að drekka augnvökva úr ýsu og karfa, aðrir jafnvel freistazt til að drekka sjó, en sem nærri má geta, var það aðeins til að gera vont verra. Eftir að hafa slagað langan tíma í þeirri von að ná landi við sunnanverðan Faxaflóa, veitti Ámi því at- hygli, að þeir höfðu færzt norður, eftir miðum í landi, og olli því norðurstraumur og mikil alda. Ákvað Ámi þá að lensa undan þessum litla kalda og reyna að ná landi á Búðum á Snæfellsnesi, því þar var hann kunnugur. Er þeir voru komnir á leið vest- ur, fór að þykkna í lofti og rigna, losuðu bátsmenn þá seglið frá mastrinu og breiddu það á lestarlúguna þannig, að vatn gæti safnazt í það. En þetta koin ekki að notum, skúrin, sem kom, var svo lítil og vatnið, sem í seglið kom eyðilaggðist af sjávarselt- unni, sem í seglinu var, var þá seglið fest upp aftur og haldið áfram að sigla í áttina vestur að Búðum. Gekk nú þannig í um það bil eitt dægur. Sást þá til lands, en mugga hafði byrgt landsýn, sáu þeir nes eitt framundan til stjómborða, var þar brim mikið og alveg óhugsandi að ná norður fyrir nesið, vegna þess hvað vindur var lítill og að aldan fleygði bátnutn hratt upp að landinu. Austan við nesið var vík, og sást frá bátnum, að sandur var þar í fjöruborði svo Ámi ákvað að beygja af leið og reyna að sjá út leið gegnum brimið. Kom hann eftir skamma stund nið- ur á þilfar, og var þá reynt að ná bátnum undan öld- unni, það mistókst vegna gangleysis. Var þá tekið það ráð að nota skilsrúmsborðin úr lestinni sem árar og það heppnaðist, svo að nú gátu þeir haldið inn víkina. Lét Ámi þá Bjama á Bæjarskerjum stýra, en fór sjálfur í reiðann, til að geta betur séð út leiðina gegnum brimið, og sagði þar eftir til um stefnuna. Tókst þetta giftusamlega; komust þeir klakklaust inn fyrir brimgarðinn og lögðust þar við akker, drógu upp veifu og biðu svo þess, að þeim yrði veitt athygli. Eftir svo sem klukkustund sáu þeir, að fólk fór að 110 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.