Faxi - 01.12.1996, Side 11
k°ma niður í fjöruna. Smástækkaði sá hópur, unz
þar var samankomið allmargt fólk. Vom bátsverjar
nu í léttu skapi og gerðu ráð fyrir að sjá bráðlega bát
koma úr landi, og þá væru allar þrautir að baki. En
hminn leið; þeir sáu fólkið í fjörunni, en enginn
k°m báturinn. Loks sáu þeir, að einn úr hópnum
'agði af stað með veifu í hendi og stefndi út fjöruna,
ut á nesið; fleiri fóru á eftir með sama hætti; urðu
þetta sex til sjö menn, sem fóru þannig hver eftir
öðruni með fjörunni út á nesið, héldu þeir allir á ým-
lslega litum veifum og fóru all geyst. Er þeir voru
komnir nokkuð út með sjónum, vöfðu þeir saman
Veifunum og héldu til baka, þetta var endurtekið
þrisvar sinnum, en þar eftir gengu menn þessir inn í
öópinn, sem fyrir var, og ekki var að sjá að neitt
meira væri aðhafzt.
Hófust nú umræður um borð um það, hvað land-
’henn vildu gefa til kynna með þessum ferðum.
Héldu sumir, að þeir væm að vísa bátnum frá landi,
en aðrir, að þeir mundu ekki hafa bát við höndina.
Hú var úr vöndu að ráða, enginn bátur kom úr landi
°g ekki fært að ná sambandi við land á annan hátt.
^egir Ámi þá við menn sína, að nú sé sá einn kostur
fyrir, að hleypa bátnum í land. Þeir muni vafalítið
ójargast, þar sem sandur sé auðsjáanlega í fjörunni,
þeii' séu orðnir aðþrengdir nokkuð af þorsta og vanti
emnig mat; því sé eigi annað ráð nær en reyna að
^oniast í land með þessum móti. Leizt mönnnum
rnJög misjafnlega á þessa hugmynd.
Ami hafði áður veitt athygli röð af hraundröng-
UnL sem stóðu upp úr sjónum í átt til lands. Nú flaug
1 hug hans, að ef þeir kæmust inn fyrir dranga þessa
'nundi vera örskammt í land, ekki hafði hann samt
orð á þessu. Lætur hann nú „heisa“ segl og létta
ukkeri, heldur svo inn með fyrmefndum dröngum
þar hl komið var inn fyrir þá, þar var aftur lagzt við
akker og gefið út það, sem til var af keðjuni um
óorð. Er svo hafði verið um búið, var ekki nema ör-
skotsleið í land.
^ar nú kastað út belg, sem áður hafði verið festur
v,ð línu, við belginn var bundið hið bilaða rör ásamt
riösku, sem í var miði með beiðni um að lagfæra
rörið og að fá eitthvað að drekka. Belgnum var veitt
grað viðtaka, er hann bar að landi og sáu þeir frá
öátnum, að sumt af fólkinu fór þegar í ýrnsar áttir,
°g vissu þeir síðar, að þá var verið að sækja á bæina
' kring það, sem um var beðið. Eftir nokkum tíma
Var þeim send út, með hjálp belgsins, mjólk á átta
P°tta kút, var honum komið fyrir í „skjóðu" og
riundið rammlega fyrir opið, svo eigi kæmist sjór í.
Og nú fengu |reir um borð að vita, að landmenn
v"(|u með ferðum sínum út á nesið, gefa bátsverjum
ril kynna, að bátur væri til staðar hinum megin á nes-
,nu» en það kom ekki að gagni, því ekki var unnt að
°niast út úr víkinni og norður fyrir nesið, vegna
niikillar öldu og óhagstæðs leiðis.
Nú voru allar raunir á enda, þar sern þeir fengu úr
‘,ncn á þann hátt, sem áður er lýst, allar sínar nauð-
sVnjar. Minntust þeir æ síðan með þakklátum huga
O'ketis fólks í landi, sem sótti á bæina og sendi um
0rð llvað eina, sem það hugði að þá vantaði eða
ærni vel að fá. Og allir þessir Uutningar fóru fram
nieð aðstoð belgsins og skjóðunnar, sem dregin voru
FAXIJOLABLAD1996
á línu milli báts og lands eins og áður er sagt.
Víkin, sem þeir lentu í, heitir Krossvík. Þar vom
einnig tveir bæir, sem þeir mundu nöfn á, Traðir og
Traðabúðir. Frá þessum bæjum var sent með brotna
olíurörið til baukasmiðs þar uppi í sveitinni; var um
all langan veg að fara til að ná fundi hans.
Fyrirspum höfðu bátsmenn gert um leiðina út úr
víkinni, út á milli skerjanna, en fengu þau svör að
þeir skyldu halda sömu leið og þeir komu inn, því
þeim hafði tekizt að þræða hina einu réttu leið, er
þeir komu þar inn. Olíurörið margnefnda kom um
borð seint á laugardagskveldi, og þegar búið var að
koma því fyrir á sínum stað og ganga úr skugga um,
að það væri í lagi, var haldið af stað og siglt til
Búðakauptúns, til að fá olíu til heimferðarinnar, en
til Búða var um þriggja tíma „stím“.
Nú var „Hugur“ aftur orðinn ferðafær, og segir
ekki af ferðum hans, fyrr en kl. 2-3 á sunnudagsnótt-
ina, að hann kom vestur að Búðum. Þá var lágsjáv-
að, svo ekki varð komizt inn að bryggju, var því
lagzt við akker fyrir utan og beðið aðfallsins.
Unt kl. 6 að morgni var létt og farið inn að
bryggjunni, en við hana lá þá vélbáturinn „Baldur",
sem Finnbogi Lárusson kaupmaður átti. Var þar
eigi rúm fyrir fleiri báta, svo þeir á „Hug“ komust
ekki að og kölluðu því í land að gera kunna komu
sína. Eftir stutta stund sáu þeir, að maður leit út um
glugga á húsi sínu og reyndist það vera Finnbogi
Lárusson. Leið nú ekki löng stund, unz hann ásamt
nokkrum mönnum sínum var kominn á báti til að
flytja þá í land.
Þess er hér að geta, að þegar þeir tóku sig upp af
ytri legunni á Búðum, drógu þeir akkerið á lítilli
vindu, sem fest var niður á þilfarið framarlega; var
þessu „spili" snúið með handafli. I þetta sinn snem
hásetamir vindunni, en Ámi formaður dró keðjuna
frá og „stoppaði við“, en þar sem mjög niikil alda
var, rykkti mjög í legufærin öðru hvom. I einu slíku
tilfelli vissi Ámi ekki af, fyrr en hann rankaði við sér
liggjandi fyrir framan „spilið", en hann stóð fyrir
aftan það við að draga keðjuna af. Er hann nú stend-
ur á fætur, sér hann að félagar hans standa þöglir
rnjög; sér hann þá, hvar Sigurbergur liggur í öngviti
á þilfarinu og rennur blóð frá honum aftur þilfarið.
Það, sem þessu olli, var, að „pall“ hafði gengið úr
skorðum á spilinu urn leið og alda reið undir bátinn.
Afleiðingin varð sú, að mennirnir misstu vald á
sveifunum og snerist spilið þá snögglega öfugt með
ofsa hraða, hafði þá sú sveifin, sem Sigurbergur
sneri, slegið hann í höfuðið og sært hann svöðusári á
aðra kinnina, og um leið og þetta gerðist, hafði keðj-
an kippzt svo snögglega til baka, að Ámi kastaðist í
vetfangi yfir spilið og fram fyrir það, en slapp
ómeiddur. Var nú lokið við að draga inn akkerið og
haldið inn að bryggjunni, eins og fyrr segir.
Þess er áður getið, að Finnbogi kaupmaður var
kominn unt borð á báti, var nú farið að konia hinum
slasaða manni niður í bátinn, en þá tókst svo illa til,
að ntaðurinn féll ofan í austurinn, sem var ntikill í
bátnum, en við það rankaði hann úr öngvitinu. Sáu
félagar hans þá, að hann var lifandi, en um það vom
þeir ekki vissir áður. Á leiðinni í land, þó stutt væri,
féll Sigurbergur samt aftur í óvit; var hann fluttur
heim í hús til Finnboga, sem sendi hið bráðasta eftir
lækni, en hann varð að sækja allt til Ólafsvíkur, og
tók það ærinn tíma.
Nú má segja, að hrakningi þeirra á „Hug“ væri
lokið. Eftir að hafa þegið rausnarlegar veitingar hjá
Finnboga og fengið olíu. mat og vatn og annað, sem
þurfti til heimferðar, var haldið úr höfn frá Búðum á
leið heirn til Sandgerðis og komið þangað kl. 6-7 að
kvöldi, sunnudaginn 2. júní. Hafði þá þessi eftir-
minnilega sjóferð tekið 5 daga.
Að vísu er að sega frá því, að er „Hugur" kom
ekki að landi á þeim tíma, sem við mátti búast, og
veður orðið mjög slænit, þótti víst, að eitthvað
óvænt hefði tafið. Þannig leið tíminn, en ekkert
fréttist eða sást. Fóm menn þá að óttast um bátinn.
Þá var enginn sími og fréttir því mjög lengi að ber-
ast.
Þegar kominn var sunnudagur, og ekki hafði neitt
spurzt urn „Hug“ frá öðmm bátum, sem á sjó höfðu
verið á þessum tíma, voru menn orðnir vonlitlir urn
að hann sæist aftur.
Svo rennur upp sunnudagurinn 2. júní, sem þá var
þrenningarhátíð. Veður var mjög fagurt. Þann dag
fór fram ferming í Útskálakirkju, vom þar ferind öll
böm úr Útskálaprestakalli og var því margt fólk af
Miðnesi. Þar sem ég, þá ungur drengur, var meðal
annarra í þessum kirkjufólkshóp, er mér þessi dagur
mjög minnistæður. Síðari hluta dags, á heimleið,
var komið við á ýmsum bæjum á innnesinu, sem svo
var nefnt. Var sá hópur, sem ég var með, setztur að
kaffiborði á heimili í grennd við Sandgerði. Varð þá
einum heimamanna litið út urn glugga til sjávar, sem
þá var sléttur sem spegill; sér hann þá, hvar bátur
kemur suður með landi, og verður starsýnt mjög á
hann, vekur þá máls á því, að rnjög sé þessi bátur
líkur „Hug“, en það sé víst bamaskapur að írnynda
sér hann þar á ferð. Við þessi orð korn hreyfing á
fólk við borðið, og fór einn af heimamönnum úl
með kíki, kom hann inn eftir litla stund og segir: „Ef
„Hugur" er ofansjávar, þá er hann nú þama á ferð.“
Ekki var mikið fleira um þetta rætt, en allir, sem
þama voru staddir, fóru hið skjótasta að Sandgerði
og þar niður á bryggju, var þá „Hugur" kominn að
legubóli sínu á höfninni og mennimir komnir í land.
En þeir kontu aðeins fjórir, en fóru fimm í róðurinn.
Það varð þó fljótlega víst, að einn hafði meiðzt, von-
andi þó ekki hættulega, og þess vegna orðið eftir
vestur á Búðum.
Ekki þarf að lýsa hér fögnuði þeirra, sem heima
höfðu beðið og vonað að sjá bátinn koma, þótt sú
von dofnaði með hverjum degi, sem leið. Menn
geta auðveldlega hugsað sér, að gleðin heftr verið
óblandin meðal skyldra jafnt og vandalausra yfir
endurheimt rnanna og skips.
Að lokum er að segja frá því, að er þeir á „Hug“
voru komnir út á mið á miðvikudeginum, mættu þeir
vélbát úr Reykjavík, sem var lagður af stað í land;
hét hann Sæfari, og fonnaður hans Guðmundur Dið-
riksson. Töluðust þeir við, en það var hið síðasta,
sem til báts þessa sást. Síðar þetta sama sumar
fannst flak hans á mararbotni inni á milli skerja upp
við Mýrar.
FAXI 111