Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1996, Side 24

Faxi - 01.12.1996, Side 24
á skemmtisiglingu árið 1978 Undanfari þeirrar ferðar sem ég ætla að rifja hér upp með nokkrum orðum er sá að hópur héðan af Suður- nesjum, að mestu leyti Lionsfélagar, fór í ferðalag til meginlands Evrópu í september 1976. Hópurinn kom heim með skemmtiferðaskipinu REGINA MARIS og gerði það út- þrána óstöðvandi. Upp úr þessu var ferðahópurinn Edda stofnaður og er hann enn við líði í dag og hefur farið til 40 þjóðlanda og íimm heimsálfa auk tuga ferða innanlands. Eftir- farandi ferðasaga er frá einni af fyrstu ferðum hópsins og var hún farin á árinu 1978. Það sem gerir þessar Edduferðir öðruvísi er að hópurinn hittist oft áður en lagt er í'ann. Skipað er í nefndir sem sjá eiga um kynningu á hverju því landi sem komið verður til. Kon- urnar elda þjóðarrétti hvers lands og þjóðbúningar eru fengn- ir að láni og jafnvel saumaðir ef ekki vill betur. Fengnir eru fyrirlesarar, annaðhvort af því þjóðerni sem hérlendis búa eða menn sem hafa heimsótt viðkomandi land. Einnig eru oft fengnar kynningarmyndir frá löndunum. Ekki er eftirleikur- inn síðri því þá er efnt til hátíðar með myndasýningum og skemmtiatriðum með öllum mögulegum og ómögulegum upp- ákomum. Hefst nú ferðasagan: FIMMTUDAGUR lö. AGUST Um miðjan dag vorum við öll mætt í Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli og þar urðu smátafir við tollhliðið, því Alexender heitinn Magnússon var með passa fyrir sig og frúna dagsetta frá árinu 1951. Flogið var til Gatvick- llugvallar í London. Þegar búið var að koma sér fyrir á lióteli var farið út á lífið í borginni. Það helsta, sem bar til Greinarhöfundur og frú (Elsa Gestsdóttir) mæta í boð hjá kafteininuni. 124 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.