Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1999, Blaðsíða 2

Faxi - 01.03.1999, Blaðsíða 2
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík, Afgreiðsla: Vatnsnesvegur 2, sfmi 421 1114. Blaðstjórn: Helgi Hólm ritstjóri, Kristján A. Jónsson aðstoðarritstjóri, Geinnundur Kristinsson, Þorsteinn Erlingsson og Hannes Einarsson Netfang ritstj.: bholm@ismennt.is Hönnun, setning, umbrot, litgreining, filmuvinna og prentun: Stapaprent ehf. Grófin 13c • 230 Keflavík Sími: 421 4388 • Fax: 421 1180 Netfang: stapapr@ok.is Mekl efnis ♦ Fræðaseíríð í Sandgerði ♦ Baunastokkur Ingunnar í Steinum ♦ Viðtal víð Quðfinnu S. Bjarnadóttur ♦ Ný bílabúð í Qrófínni ♦ SBK flytur starfsemina ♦ Aðalfundur Kaupfélagsins ♦ Njarðvíkingar bíkarmeistarar ♦ Otskrift frá FS ♦ Fermingar á Suðurnesjum Forsíðumyndin Fermingar standa nú yfir á Suðurnesjum og eru það um 230 börn sem fermast á þessu vori í kirkjum þjóðkirkjunnar. Okkur þótti tilhlýðilegt að birta forsíðu- mynd af Keflavíkurkirkju í nýjum bún- ingi. Hið nýja safnaðarheimili er nú að mestu risið og er nú verið að vinna við að innrétta húsið en reikna má með því að það verði tilbúið til notkunar fljótlega á næsta ári. Á myndinni sést kapellan nýja og einnig má sjá að búið er að skipta um þakklæðningu á krikjunni. Ljósm: Faxi/HH Leiðari: Átökin á Balkanskaga Þegar pessi orð eru skrifuð eru hafnar loftdrásir á fyrrverandi Júgóslavíu vegna framferðis Serba gegn hluta tbúanna í Kosovohéraði. ífyrsta skipti í 50 ára sögu sinni ákveður Nato- á eigin ábyrgð að ráðast á sjálfstætt ogfullvalda ríki. Flestum er kunnugt um pann prýsting sem pjóðirnar íNato ásamt ýmsum öðrum hafa að undanförnu beytt Júgóslava en engan árangur hefur pað borið. Samn- ingamenn frá Nato hafa farið margar ferðir á fund Milosevice forseta til að reyna að fá hann til að fallast á friðar- og sáttatillögur en allt hefur pað verið til enskis. Löngum samningaviðræðum íParís lauk með pvíað aðeins annar aðilinn skrifaði undir friðarsamning. Það virðist ekkifara á milli mála að forrsetinn hyggst gera sitt ítrasta til að hrekja á brottfrá Kosovo pá íbúa sem eru honum og stjórn hans ekki póknanlegir. Hér er mest um að ræða al- banska múslimi sem sest hafa að í Kosovohéraði á undanförnum áratugum og líta á Kosovo sem sína heimabyggð. Hafa Júgóslavar ekki skirrst við að jafna hvert porpið að öðru við jörðu og hafa fjölmargir tbúanna txýnt lífinu í peim átökum. Ákvörðun Nato er tekin í pessu Ijósi. Hér er verið að gera til- raun að hjálpa lítilmagnanum sem getur tæpast borið hönd fyrir höfuð sér. Er annað kalt stríð yfirvofandi Á pessari stundu eru pað margir sem spyrja hvort ekki hefði verið eðlilegra að pessi aðgerð hefði verið gerð í umboði Sameinuðu pjóðanna sem hefði haft íför með sér sampykki flestra pjóða heimsins. Er nú sú hætta fyrir hendi að petta verði upphafið að öðru köldu stríði - við skulum vona ekki. Við skulum líka vona að pað takist að frelsa Kosovo án pess að pað verði ofdýru verði keypt pvíólíklegt er að ekki verði um nokkurt mannfall að ræða íátökum sem pessum pótt fyrst ogfremst sé tilgangurinn sá að draga úr hernaðar- mætti Júgóslava ogfá með pvífram lausn á átökunum ílandinu. Sú hætta er óhjákvæmilega einnigfyrir hendi að átökin breiðist út til nærliggjandi landa s.s. Albaníu og Makedóníu. Við skulum vona að pað takist að leysa pessa deilu á sem skemmstum tíma. 2 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.