Faxi - 01.03.1999, Síða 13
Minning:
Þórhallur Guðjónsson
Fœddur ló.júlí 1931 - Dáinn 25. desemher 1998
Mágur minn, Þórhallur Guðjónsson
húsasmíðameistari, er látinn. Hann
lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur á jóladag
eftir að hafa barist við erfiðan sjúk-
dóm í langan tínia.
Þrátt fyrir að Þórhallur hafi lengi
vitað að hverju stefndi, var hann ávallt
glaður og hress þegar við hjónin heim-
sóttum hann á heimili hans. Var þá
ekki óalgengt að við Þórhallur kæm-
um okkur fyrir, þar sem við gátum
rætt saman aðaláhugamál okkar, sem
var íþróttir. Oftast var það knattspym-
an sem var á dagskrá og þá oftar en
ekki gengi Keflavíkurliðsins í knatt-
spymu.
Svo kom að því að Þórhallur gat
ekki lengur verið heima og varð að
leggjast inn á Sjúkrahúsið í Keflavík.
Þar naut hann frábærrar aðhlynningar
og umönnunar starfsfólks sjúkrahúss-
■ns og ber vissulega að þakka það.
Þórhalli kynntist ég fyrst þegar ég
Hutti lil Keflavíkur, en þá varég giftur
systur hans. Urðum við Þórhallur strax
miklir mátar, enda áhugamál okkar
hin sömu.
Að vísu var Þórhallur mikill áhuga-
maður um frjálsar íþróttir og var
reyndar lengi keppandi í þeim, en
hann hafði einnig mikinn áhuga á
knattspymu. Ófáar ferðirnar fórum við
Þórhallur saman til Reykjavíkur til að
horfa á knattspyrnuleiki. Það var í
einni slíkri ferð sumarið 1955 að við
Þórhallur og fleiri fórum til Reykja-
v'kur að sjá leik í íslandsmótinu í
knattspyrnu. Áttust þá við Skagamenn
°g Valur. Ekki man ég hvernig sá
leikur endaði, en ég man vel eftir
heimferðinni, því þá fórum við að
neða um það að nauðsynlegt væri að
konia upp góðu knattspyrnuliði í
Keflavík. Úr því að það væri hægt á
Akranesi, því þá ekki í Keflavík?
Ihúafjöldi var þá hinn sami á báðum
þessum stöðum, enda var Kellavík á
þessum tíma stærsta bæjarfélagið seni
ekki hafði sérstakt íþróttabandalag, en
há voru Keflvíkingar í fþróttabanda-
h'gi Suðumesja. í þau fáu skipti sem
það tók þátt í íslandsmóti var liðið
valið af öllum skaganum. Er ekki að
orðlengja það frekar, því lljótlega var
farið að kanna jressi mál og eftir mikil
fundahöld og breytingar á lögum
íþróttahreyfingarinnar var samþykkt
að gera Keflavík að sérstöku íþrótta-
héraði. Var Þórhallur mjög atkvæða-
mikill í þessu máli, enda var hann þá
formaður Ungmennafélags Keflavíkur
og reyndi því mikið á hann. Til gam-
ans má geta þess að markið var sett
liátt eftir að ÍBK var stofnað. Tak-
markið var að Kenavíkurliðið yrði ís-
landsmeistari eftir 10 ár frá stofnun.
Það tókst og gott betur, því Kellavík-
ingar urðu íslandsmeistarar í knatt-
spyrnu 1964, eða átta árum eftir að
bandalagið var stofnað.
Þórhalli voru falin ýmis störf fyrir
íþróttahreyftnguna og önnur félaga-
samtök. Þórhallur var í stjórn Ung-
mennafélags Keflavíkur í 15 ár og
lengst af sem formaður. Þá átti hann
sæti í fyrstu stjórn Iþróttabandalags
Kenavíkur og var hann í stjóm þess í
13 ár. Þórhallur var lengi í stjórn
Stangveiðifélags KeOavíkur, eða 19
ár. Einnig átti hann sæti í stjóm Frjáls-
íþróttasambands íslands um tíma. Það
verkefni sem var þó viðamest af því
sem Þórhallur tók að sér var for-
mennska í landsmótsnefnd vegna
landsmóts Ungmennafélags íslands
sem lialdið var í Kellavík og Njarðvík
árið 1984. Hér var um geysimikla
vinnu að ræða við að skipuleggja mót-
ið sem var það fjölmennasta sem háð
hafði verið. Þetta leysti Þórhallur svo
vel af hendi að öll skipulagning móts-
ins var eins og best varð á kosið, enda
voru Þórhalli færðar sérstakar þakkir í
mótslok fyrir frábært starf.
Þórhallur hlaut margvíslegar heið-
ursveitingar fyrir stöiT sín að íþrótta-
málum. Hann var gerður að heiðursfé-
laga i Ungmennafélagi Kellavíkur á
50 ára afmæli félagsins árið 1979.
Þann heiður hljóta aðeins þeir sem
hafa áralangt unnið frábær störf fyrir
félagið. Þórhallur var sá yngsti sem
hlotnast hefur sæmdarheitið „heiðurs-
félagi UMFK“. Hann var þá aðeins 48
ára gamall. Þórhallur var einnig
sæmdur gullmerki íþróttasambands
íslands á 50 ára afmæli UMFK fyrir
mikil og frábær stöif að íþróttamálum.
Við fráfall Þórhalls hefur íþróttahreyf-
ingin misst góðan félaga sem ávallt
var tilbúinn til starfa fyrir hana. Ég
þakka Þórhalli fyrir allar samveru-
stundir okkar og langt og ánægjulegt
samstarf á liðnum árum. Ég sendi öll-
um aðstandendum Þórhalls mína inni-
legustu samúðarkveðjur. Við söknum
hans. Sérstaklega sendi ég Steinunni
og börnum þeirra einlæga samúðar-
kveðju og bið góðan Guð að styrkja
þau á þessum erfiða tíma. Megi Guð
gefa þeim kraft og blessun til að
standast þennan mikla missi.
Hafsteinn (luðmundsson
Auglýsing um atkvæðagreiðslu
utan kjörfundar vegna
Alþingiskosninga 8. maí 1999
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla til
Alþingiskosninga þann 8. maí nk. verður sem
hér segir á skrifstofu Sýslumannsins í Keflavík,
Vatnsnesvegi 33, Keflavík, og Víkurbraut 25,
Grindavík ( hjá aðstoðaryfirlögregluþjóni):
Frá 15. mars til og með 30. apríl, alla virka daga
frá kl. 09:00 til 12:00 og frá kl. 13:00 til 15:30.
Frá 3. maí til og með 7. maí verður opið frá
kl. 09:00 til 12:00 og frá kl. 13:00 til 18:00.
Á kjördag, 8. maí verður opið
frá kl. 10:00 til 12:00.
Sýslumaðurinn í Keflavík,
Jón Eysteinsson.
FAXI 13