Faxi - 01.03.1999, Blaðsíða 15
Aðalfundur Kaupfélags Sudurnesia 1998
fram á við og ganga í takt
Finimtudaginn 18.
niars s.l. var liald-
inn aðallundur
Kaupfélags Suðurnesja
fyrir árið 1998. Segja
má að það liafi verið
nokkur tímamótafundur
því nú eru gengnar í
garð verulegar breyting-
ar á rekstrarformi fé-
lagsins. I lok síðasta árs
var lilutafélagið Sam-
kaup stofnað með það
fyrir augum að það tæki
yfir verslunarrekstur
kaupfélagsins. Það gekk
síðan eftir þann 1. janú-
ar 1999. En lítum fyrst á
ýmislegt af því sem fram
kom á aðalfundinum.
Kaupfélagsstjóri er Guð-
jón Stefánsson. Undir
hans stjórn skilaði félagið
sínum besta rekstrarár-
angri hin síðari ár. Nam
rekstrarhagnaður eftir
skatta tæpum 60 milljón-
um. Heildarvöruvelta árs-
ins nam rúmlega 2,2
milljörðum og lirein eign
félagsins nam rúmum 300
milljónum. Starfsmenn
voru í lok ársins 202 í 151
stöðugildi.
Starfsemi Kaupt’élags
Suðurnesja fór á árinu
fram á tíu stöðum. Aðal-
skrifstofa félagsins er að
Hafnargötu 62 í Keflavík.
Félagið rekur átta mat-
vöruverslanir og bera
þrjár þeirra Samkaups-
nafnið og eru þær í Njarð-
vík, á ísafirði og í Hafn-
arfirði. Þrjár verslnanir
bera Sparkaups-nafnið;
þ.e. í Keflavík, Sandgerði
og Garði. Lágvöruversl-
unin Kaskó er í Keflavík
og þar er einnig lítil þjón-
ustuverslun. Þá rekur
kaupfélagið kjötvinnslun-
ina Kjötsel í Samkaups-
húsinu í Njarðvík.
SAMKAUP HF.
Eins og áður sagði tók
Samkaup hf. við öllum
verslunarrekstri þann 1.
janúar s.l. Sem hlutafé í
hinu nýja félagi lagði
kaupfélagið fram tæki og
búnað verslana, skrifstofu
og kjötvinnslu. Samkaup
hf. tók við vörubirgðum,
viðskiptakröfum og öðr-
um skammtímaskuldum
miðað við áramótin. Jafn-
frarnt tók Samkaup hf. að
sér skammtímaskuldir
Kaupfélagsins, s.s. skuldir
við birgja o.fl. Kaupfélag-
ið mun áfram reka allar
fasteignir og leigja þær
nýja félaginu.
FORKAUPSRÉTTUR
Síðar á árinu er gert ráð
fyrir að boðin verði út
hlutafjáraukning í hinu
nýja félagi og í framtíð-
inni er stefnt að því að
það verði opið félag á
hlutabréfamarkaði. Heild-
arhlutafé Samkaupa hf. er
nú 225 milljónir króna og
er það allt í eigu Kaupfé-
lags Suðurnesja. Fyrir-
hugað er að félagsmönn-
um Kaupfélagsins verði
boðinn forkaupsréttur við
áðurnefnda hlutafjáraukn-
ingu en þeir voru um síð-
ustu áramót 3.406. í 7
deildum.
TÍMABÆR BREYTING
Að lokum látum við hér
fylgja svar Guðjóns Stef-
ánssonar er við spurðum
hann að því hvers vegna
Samkaup hf. hafi verið
stofnað. Félagið er með
þessu að nýta sér það for-
skot sem hlutafélagsform-
ið hefur. Við ætlum ekki
að láta halla á okkur, bara
vegna rekstrarformsins,
við teljunr hinsvegar að
við séunr að stíga skref
við nýja tíma. Kaupfélag
Suðurnesja er þannig fyrst
kaupfélaga til að stíga
slíkt skref með allan sinn
rekstur. Ég vona að þetta
sýni að Kaupfélag Suður-
nesja vill fylgjast með
nýjungum á þessu sviði
eins og öðrum og þorir að
hagnýta sér þá kosti sem í
boði eru.
Nýtt deiliskipulag
Samkvæmt grein 6.2.3 í skipulagsreglugerð sem sett er samkvæmt
10. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 28. maí 1997, er lýst eftir
athugasemdum við eftirfarandi tillögu að deiliskipulagi í Reykjanesbæ.
Reitur fyrir fjölnota íþróttahús
Svæðið afmarkast af Flugvallarvegi að norðan, Kjarrmóa að
sunnan, Nikkelsvæðiað vestan og göngustíg milli Kjarrmóa
og Flugvallarvegar að austan. Á svæðinu er gert ráð fyrir
byggingu 8-9 þúsund fermetra fjölnota íþróttahúss.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Reykjanesbæjar,
Tjarnargötu 12, frá 17. mars til 14 apríl 1999.
Athugasemdum við tillögurnar skal skila til bæjarstjóra
Reykjanesbæjar eigi síðar en 28. apríl 1999, og skulu þær vera
skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkir tillögunum.
Reykjanesbær 17. mars 1999
Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ
FAXI 15