Faxi - 01.03.1999, Qupperneq 18
Það er viðtekin ven,ja við skólaslit að þeir nemendur sem skarað hafa framúr á önninni fá fyrir það ýmis konar viðurkenningar. Hér má sjá þann fríða
hóp sem að þessu sinni hlaut viðurkenningar. í aftari röð frá vinstri eru Hallvarður P. Jónsson, Vilhjálmur Skúlason, Unnar Örn Unnarsson og Pálmar
Guðmundsson. í fremri röð frá vinstri eru Alda Sveinsdóttir, Hanna María Kristjánsdóttir, Marta Jónsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, (iuðbjörg R. Jó-
hannesdóttir, Kamilla Ingibergsdóttir og Kristín Valgerður Jónsdóttir. Ljósin.: Myndarfólk/Haukur Ingi
Útskrifl frá Fjölbrautaskóla
Sudurnesja á haustönn 1998
Urdráttur úr ávörpum við skólaslit á 45. önn
Oddný Harðardóttur
aðstoðarskólameistari
I dag verða útskrif-
aðir 37 nemendur frá
skólanum. A þessari
önn voru innritaðir 740
nemendur í dagskóla
og 280 í öldungadeild.
Kennarar í fullu starfi
voru 50 og stundakenn-
arar 8. Nýir kennarar
sem í haust bættust í
þann fríða hóp sem fyr-
ir var, voru þau Ivar
Valbergsson vélstjórn-
arkennari, Guðrún Ragnarsdóttir efnafræðikennari,
Sesselja Magnúsdóttir sögukennari og Steinunn Tóm-
asdóttir sem kennir viðskiptagreinar. Nýir stundakenn-
arar voru þau Una Steinsdóttir en hún kenndi áfanga
um fjármál í meistaraskólanum og Jón Bjöm Skúlason
sem kenndi þjóðhagfræði. Guðbjörg Aðalbergsdóttir
tók við stöðu áfangastjóra en Magnús Oskar Ingvarsson
sem gengt hefur stöðunni undanfarin ár snéri sér aftur
að stærðfræðikennslu í fullu starfi. Við þökkum MÓA
fyrir vel unnin störf sem áfangastjóri. Sigríður Bílddal
námsráðgjafi er í leyfi í vetur en hún starfar nú hjá Mið-
stöð símenntunar á Suðumesjum.
Kennsla hófst 25. ágúst en það er nokkru fyrr en
venjulega en samkvæmt samningum við kennara og
lögum um framhaldsskóla má hnika skólaárinu til og
þótti nauðsynlegt að lengja haustönnina þannig að
fjöldi kennsludaga á báðum önnum verði sem líkastur.
í haust fengum við í fyrsta skipti til okkar nemendur
sem ekki eru orðnir sjálfráða. Þetta breytir nokkuð
starfsaðferðum okkar. Áður var ekki leyfilegt að gefa
aðstandendum nemenda upplýsingar um námsgengi en
nú er það skylda okkar að upplýsa aðstandendur og þeir
eiga rétt á að fá þær upplýsingar. Af þessu tilefni var
tekið upp umsjónarkerfi fyrir nýnema en 9 kennarar
tóku að sér að aðstoða þá sérstaklega og fylgjast rneð
námsgengi þeirra.
Foreldrafundur var haldinn 30. ágúst síðastliðinn.
Þar voru um 200 foreldrar nýnema upplýstir um
kennsluáætlanir, mætingarreglur, námsráðgjöf og um-
sjón með nýnemum.
Einnig var áfangakerflnu lýst í stórum dráttum.
Skólinn fékk styrki til þróunarverkefna fyrir skólaár-
ið 1998-1999 frá þróunarsjóði framhaldsskólanna,
meðal annars til að þróa sjálfsmatskerfi fyrir skólann.
Matsnefnd skólans hefur unnið að verkefninu og haft
samstarf við matsnefnd Menntaskólans á Akureyri. Á
þessari önn voru kennsla og áfangar á tæknisviði metin.
Á síðastliðnu skólaári voru málasvið, stærðfræði- og
raungreinasvið og stjómendur metnir og reynt að bæta
það sem betur mátti fara. Sjálfsmat skólans hefur auð-
veldað okkur að laka á vandamálum og einnig að átta
okkur betur á veikum og sterkum hliðum skólastarfsins.
Ýmsar breytingar hafa verið gerðar í kjölfar niður-
staðna og má til dæmis nefna að kennarar töldu að
rennslið á upplýsingastreymi frá stjórnendum væri ekki
nægilega kraftmikið á stundum, þannig að nú er frétta-
bréf gefið út vikulega þar sem helstu atriði varðandi
skólastarfið koma fram og nefnist fréttabréfið Anda-
pósturinn.
Gott samstarf hefur verið við fræðsluráð málmiðnað-
arins varðandi netagerð en skólinn hefur sótt um að
verða kjamaskóli fyrir netagerðarnám. Kjarnaskólar fá
aukið fjármagn til þróunarstarfa og leggur skólinn
áherslu á að auka þjónustu á þessu sviði meðal annars
með fjarkennslu og bættri námsgagnagerð.
Laugardagurinn 17. október var opinn dagur í skól-
anum. Almannatengslahópur skólans skipulagði mót-
töku gesta og kynnti dagskrá m.a. með kynning-
arplakati. Kennsla var með hefðbundnum hætti en í frí-
mínútum fluttu nemendur tónlist og Ijóð fyrir gesti.
Dagurinn tókst vel að okkar mati og var ánægjulegt
hve margir gestir komu en tilgangur þess að hafa opinn
dag er að gefa Suðumesjamönnum tækifæri til að sjá
daglegt starf skólans og voru kennslustundir skipulagð-
ar með það í huga þó nemendur flytji ekki tónlistarat-
riði og ljóðalestur í frímínútum á hverjum degi.
Við fengum góða gesti í heimsókn á önninni. Meðal
annarra komu fjórir Portugalar og einn Dani vegna
Leonardoverkefnis sem skólinn tekur þátt í og þing-
menn sjálfstæðisflokksins kynntu sér starfsemi skól-
ans og sannfærðust vonandi um nauðsyn þess að
byggja við skólahúsnæðið. Einnig fengum við í heim-
sókn sinfóníuhljómsveit frá Svíþjóð sem að mestu var
skipuð tónlistarmönnum á aldrinum 16-20 ára.
18 FAXI