Faxi

Årgang

Faxi - 01.06.1999, Side 11

Faxi - 01.06.1999, Side 11
Gunnar Sveinsson: í Viðistaöakirkju í Hafnarfirði 15. maí 1999 Kóramót eldri borgara var haldið í Hafn- arfiði að þessu sinni. Þátttakendur i mótinu voru: Vorboðar úr Mosfellsbæ. Eldey frá Suðumesjum Samkórinn Hljómur frá Akranesi Hörpukórinn fráÁrborg Gaílarakórinn úr Hafharfírði. Mótið var haldið í Viðistaðakirkju í Hafnarfirði. j Aðstaða til að halda slíkt mót þar er mjög góð. Kirkjan er stór og fögur og málverk Baltasar setja ) svip á hana að innanverðu. Þó finnst mér málverkin svolítið yfirdrífa sjálfa innréttingu kirkjunnar. Mér finnst að möguleiki ætti að vera á því að að hylja málverkin sitt hvoru megin við altarið til fjölbreytni í í útliti kirkjunnaren nóg um kirkjuna að sinni. Um 180 manns tók þátt í mótinu að þessu sinni. Mætt var klukkan rúmlega tólf og þá borðaður léttur hádegisverður í félagsheimili aldraða í Hafnarfirði. Síðan var haldið í Víðistaðaskóla þar seni hver kór hafði aðstöðu í einni kennslustofu. Eftir það var far- ið í kirkjuna og æftngar haldnar bæði sérstakar fyrir hvem kór og síðan sameiginlega vegna þeirra laga er syngja átti í lok mótsins. Við þetta tækifæri fengu þátttakendurnir kaffi og meðlæti í félagsheimili kirkjunnar. Klukkan fimm hófst svo sjálft mótið og var þá kirkjan fullskipuð, bæði af áheyrendum og söngfólki og mun þar hafa verið nærri 400 manns. Áður höfðu blásarar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar undir stjórn Stefáns Ómars Jakobssonar leikið nokkur lög við góðar undirtektir. Fonnaður eldri borgara í Hafnar- firði, Einar Sveinsson, setti mótið með nokkrum orðum og bauð alla velkomna og bað síðan Vorboða úr Mosfellsbæ að hefja sönginn. Vorboðar í Mosfellsbæ er lítill kór með aðeins 22 söngmönnum, 10 körlum og 12 konum.. Stjómandi og undirleikari er Páll Helgason. Það háir kómum nokkuð mikið að hafa ekki undirleikara því augljóst er að eifitt er að vera bæði stjómandi og undirleikari en þama eru góðar raddir og söngurinn tókst vel. Sungin voru 5 lög, þrú islensk og tvö erlend. Eldey af Suðumesjum var næst á dagskrá. Það er stærsti kórinn nieð 47 söngmönnum, 17 karlmönn- um og 30 konum. Stjórnandi er Ágota Joó og undir- leikari er Vilberg Viggósson. Eldey var að mínu áliti og margra annarra besti kórinn og þeim tókst sérstaklega vel upp. Mörg lög þeirra vom mjög erfið í flutningi en kórinn skilaði þeirn mjög vel. Sérstaka athygli vakti kór úr óperunni „Selda brúðurin" eftir Smetana. Það er meira en lítið afrek að ná slíkum flutningi úr 47 manna kór þar sem meðalaldurinn er nokkuð yfir 70 ár. Þar á stjómandinn, Ágola Joó, mestan heiðurinn af. Kórinn söng 6 lög, 1 íslenskt og 5 erlend. Samkórinn Hljómur frá Akranesi. Þessi kór sam- anstendur af 29 söngmönnum, 12 karlmönnum og 17 konurn. Stjómandi er Láms Sighvatsson og und- irleikari Ásdís Ríkarðsdóttir. Kórinn hefur nýlega fengið þetta nafn. Margar góðar raddir eru í honum og tókst söngur hans vel. Kórinn söng 5 lög, 4 ís- lensk og 1 erlent Hörpukórinn frá Árborg. Þetta er næststærsti kórinn með 44 söngmönnum og þar af eru 20 karlar og 24 konur. Stjórnandi er Sigurveig Hjaltested og undirleikari Heiðmar Jónsson 1 þessum kór var fjöl- mennasti karlahópurinn og hljómaði kórinn í sam- ræmi við það með þýðan en sterkan undirtón. Stjórnandinn er auðsjánlega skólaður í sínu fagi. Kórinn er mjög góður og kom mjög vel út á þessu móti. Hann söng 5 lög þar af 4 íslensk og I erlent. Gaflarakórinn frá Hafnarfirði. Þar voru 37 söng- menn, þar af 12 karlmenn og 25 konur. Stjómandi er Guðrún Ásbjömsdóttir og undirleikari Úlrik Olafs- son. Gaflarakórinn er yngstur í þessu samstarfi en alls ekki sá sísti. Kórinn söng Ijúf og mild lög með ágætum en mér fannst að þeir hefðu mátt vera ögn metnaðarfyllri í lagavali. Þeir sungu í lokin við ágætar undirtektir lagasyrpu eftir Sigfús Halldórsson við undirleik píanós, harmóniku og tromina. Var það vel til fundið og gerði lukku. Þeir sungu 5 lög, 3 íslensk og 2 erlend. í lok tónleikanna sungu kóramir sameiginlega 6 lög. Var þar kominn 180 manna blandaður kór og var varla rými fyrir allan þann mannskap fyrir fram- an altari kirkjunnar. Hver söngstjóri stjómaði einu lagi nema hvað heimamaðurinn stjórnaði tveimur. Blásarar úr lúðrasveitinni léku undir. Hafði hver kór kosið eitt lag en allir kórarir síðan æft þau lög er syngja skyldi sameiginlega. Samsöngur kóranna tókst mjög vel og var þeim vel fagnað í lokin með löngu lófataki þakklátra áheyrenda og var þá jafn- framt söngstjórum og undirleikurum afhent blóm. Fonnaður bauð síðan kórfélögum til kvöldverðar í Frímúrarahúsinu og hófst þar skemmtun með borð- haldi kl. 20. Sveinn Einarsson var þar veislustjóri og komu allir kóramir með skemmtiatriði. Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum var síðan stiginn dans til kl. 24. Skipulag og framkvæmd mótsins var til mikillar fyrirmyndar hjá Hafnftrðingum og eiga ]reir þakkir skildar fyrir móttökumar. Gunnar Sveinsson. FAXI 35

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.