Straumar - 01.08.1927, Síða 4

Straumar - 01.08.1927, Síða 4
114 STRAUMAR sónuleik, fyrst vér mennirnir (og fleiri skepnur) höfum hann, en þar sem persónuleikur er um leið takmörkun, hljóti hann að ná út fyrir alt, sem oss er kunnugt sem persónuleikur, — hljóti að vera eitthvað miklu meira, einhver yfir-persóna. Einnig hefir verið efast um það, hvort nokkur skynsemi stæði á bak við tilveruna, er væri nokkuð í líkingu við skynsemi vora mannanna, — eða hvort tilveran væri ekki öllu fremur framkvæmi og leiksoppur blindra afla. Því er nú fyrst hægt þar til að svara, að þá hefði sennilega aldrei orðið til neinn „kos- mos“ (lögbundinn heimur), heldur hefði allt verið eitt „chaos“ (óskapnaður). Og enn fremur getum vér, af sömu á8tæðum og áður eru greindar) ályktað, að tilveruheildin sé skynsemi gædd, sem sé í ætt við skynsemi vora, þar eð vér erum hluti af tilverunni og fram gengnir úr skauti náttúrunnar, en 3Ú skynsemi er sennilega jafn-miklu meiri og voldugri en vor, sem tilveruheildin er oss meiri. Og svona mætti halda áfram með alla mannlega eiginleika. En þá munu sumir spyrja, hvort guð sé þá ekki líka grimmur og vondur o s. frv., fyrst að mennirnir séu það. Slíku er auðvitað erfitt að svara, en nokkuð hlýtur það að fara eftir því, hvers eðlis þessi mannlega grimd og vonzka er. Er hún sérstakt og sjálfstætt afl eða eðli, eða er hún aðeins vöntun hins góða, takmörkun? Ef hún væri alveg sérstök og óskyid hinu góða, þá hlyti annaðhvort alheimurinn (guð) að vera tvíeðlislegur og sjálfum sér sundurþykkur eða þá hlutlaus um gott og ilt, „jenseits von Out und Böseu. Að vísu er til þriðji möguleikinn, sá, að alheimsöflin séu tvö, en því mótmælir flest alt, sem vér vitum um heiminn. Vísindin eru æ meir að brýna það fyrir oss, að alheimurinn sé eining, þar sem sömu lögmál gilda, jafnt um fjarstu stjörnur sem um duftkornin fyrir fótum vorum. Það virðist því ekki hyggjandi, að fyrir heiminum eða í einum heimi ráði tvö andstæð og óskyld öfl, Einhyggjan mun æ meir ryðja sér til rúms, jafnvel á sviðum, þar sem menn héldu áður, að tvíhyggja væri nauðsynleg, t. d. um samband sálar og líkama, en það verður aðeins ekki einhyggja efnistrúarinnar, heldur

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.