Straumar - 01.08.1927, Page 5

Straumar - 01.08.1927, Page 5
STRAUMAE 115 dulræn einhyggja, þar sem t. d. hugur og líkami verða hvortveggja skoðuð sem framkvæmi eða verkun sálar- innar (des transcendentalen Subjekts, sbr. Kant og Du Prel). — Og að því er tekur til beggja hinna fyrstnefndu möguleika (að guð sé sjálfum sér sundurþykkur eða al- algerlega handan við gott og ilt), þá sameinast skilningur vor og tilfinning um að hafna þeim. Það kemur ekki til nokkurra mála, að hann sé sjálfum sér sundurþykkur, og á hinn bóginn eru mennirnir blómi hinnar sýnilegu nátt- úru, en þeir hafa jafnan verið að þroskast í siðgæðisátt- ina, svo að eitthvað virðist tilverunni vera ant um sið- gæðið eða það, sem vér köllum gott. Hversvegna hefði annars verið nauðsynleg öll hin stórkostlega þróun í sið- feiðilegum efnum, alt frá gráðugum og miskunnarlausum hákarlinum og upp að Búddha eða Kristi? En sé hið illa aftur á móti takmörkun eða vöntun, þá leiðir af sjálfu sér, að þótt sú vöntun eigi sér stað um parta af tilverunni, t. d. hjá mönnunum, þá þarf slíkt ekki að eiga sér stað hjá tilveruheildinni, guði, sem getur alt að einu verið fullkominn. Þótt einstakir hlutar alheims- ins séu harla ófullkonmir, frá takmörkuðu sjónarmiði eða af lágum sjónarhól, geta þeir uppfylt köllun sína sem hlekkur í hinni miklu festi og verið að því leyti full- komnir frá sjónarmiði alvaldsins. Að vísu er eríitt að gera það sjónarmið sér eiginlegt, og ómögulegt að gera það til fulls, en vér ættum að stefna í þá átt, að sjá hlutina „sub specie æternitatis“, eins og Spinoza talar um, sjá þá „frá sjónarhóli eilífðarinnar“. Sálarrannsóknamaðurinn J. Arthur Hiil segir í einu ríti sínu (Psychical Investigations), að hann hafi tilhneig- ingu að hugsa sér guð á mannlegan hátt (in a sort of higher anthropomorphism) í samræmi við nýjustu rann- sóknir á sál mannsins. Guð er þá að nokkru leyti íbú- andi í heiminum og að því leyti máske endanlegur og starfandi og í baráttu, og sá hluti hans svarar þá til dag- vitundar eða skynvitundar vor mannanna. En að nokkru leyti nær hann út fyrir heiminn og er að því leyti óend- anlegur og alfullkominn, og sú hlið á eðli hans svarar þá

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.