Straumar - 01.08.1927, Síða 15

Straumar - 01.08.1927, Síða 15
STEAUMAE liífi söfnuðir mega ekki víkja frá? Eða álítur prestastefnan báðar jafngóðar, og að höfuðatriðið sé að trúa, að Jesús hafi verið guðs sonur á einhvern hátt, sem vér getum ekki skilið eða vitað? Svo virðist við fyrsta tillit og væri það vel. En — hversvegna er það þá ekki tekið skýrt fram, að sú sé meiningin, úr því að skilja má orðin á annnan veg? Er ekki loðið að tala svona? Jú, og það er ó h e i 11. Þvi að það er víst, að prestar þeir sem sam- þyktu þetta eru alls ekki allir á sömu skoðun um, hvað guðs sonur þýðir. Sitt meinar hver í huga sér. Og almenningur, hvernig á hann að skilja þessa hvatningu til sín? Nú vita það allir, að um þetta atriði, faðerni Jesú hefir almenningur allmikið hugsað á síðari tímum og deilt um. Þegar nú þeir leikmenn, sem ekki trúa meygetnaðarkenningunni, sjá þessa hvatningu frá prestastefnunni, hugsa þeir: „Þarna sjáið þið, prestastefn- an heldur ekki fram meygetnaðinum, hér stendur bara „guðssonur“. Svo eru hinir, sem trúa meygetnaðinum og er sárt um þessa trú sína. Þegar þeir sjá hvatninguna, líta þeir svo á, að prestastefnan brýni fyrir þeim og fjar- verandi prestum að 'víkja hvergi frá meygetnaðarkenn- ingunni, hún sé sú eina rétta. Til þess nú að gera þetta orðalag, „guðssonur“, enn loðnara og óákveðnara, til þess að hver geti stutt sína skoðun enn betur við það, er hnýtt við orðunum, „sam- kvæmt heilagri ritningu“. En samkvæmt ritningunni þýða orðin guðs sonur nokkuð margt. T. d. Israelsþjóðina1), konunga hennar2), engla3), Messias4), Jesúm sem sér- staklega son guðs í andlegri merkingu3) og Jesúm sem son guðs getinn af heilögum anda, ekki af manni6). Það er þvi ekki aðeins, að hér sé loðið talað, lieldur er þetta hreint og beint fals og aftur fals, og mótmæli því hver sem getur. Eg hefi nú gengið út frá því, að orðin „guðs sonuru væru notuð i algerlega óákveðinni merkingu, og að þau 1) 2. Mós. 4,22. 2) 2. Sam. 7,14.; Sál. 3,7. 3) Job 1,6. 5,7. 5) Mark. 13,32. &) Lúk. 1,85; Matt. 1,18. *) Mark.

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.