Straumar - 01.08.1927, Síða 16

Straumar - 01.08.1927, Síða 16
126 STEAUMAB hafi verið sett í tillöguna, til þess að allir gætu á hana fallist og hver lagt inn í hana það, sem hann vildi. En nú hef eg áður sýnt, að þessi tillaga, sem Presta- stefnan samþykti, sé gerð „út af“ fyrirlestrum prófessors Á. H. B. og skrifum síra Gunnars Benediktssonar, Ludv. Guðmundssonar, Jakobs Jónssonar og Benjamíns Krist- jánssonar, og þá líklega til að mótmæla þeim, að því er mér skilst. Nú segir S. Á. Gíslason í Vísi 8. júní 1927, að hann hafi sagt í erindi sínu á safnaðarfundinum í Reykjavík, að sér hafi þótt „skörin vera komin upp í bekkinn, er prestar og prestaefni færu að telja safnaðar- fólki trú um, að Jesús Kristur hafi ekki verið rétt feðraðuru, og á hann þá sjálfsagt við, að þeir haldi því fram, að JesÚ8 hafi verið Jósefsson. Þetta kallar hann „árásu á trúarsannindi kristninnar og sama „árás“ veldur „hrygðu safnaðarfundarins, sem samþykt Prestastefnunnar er „út afu. Þessir prestar og prestaefni geta nú ekki verið aðxúr en síra Gunnar, Lúdvig, Jakob og Benjamín. Allir þeir halda því fram, að Jesús hafi líklega verið Jósefsson, og þeim er svo hvatning prestastefnunnar að mótmæla. Er þá hægt að skilja hana öðruvísi en svo, að hún sé að mótmæla skoðun þeirra á uppruna Jesú og þá um leið að brýna fyrir prestum og söfnuðum að hvika ekki frá þeirri trú, að hann hafi verið „guðs sonuru og getinn af heilögum anda en ekki af manni? Eg segi nei. Þetta hlýtur hafa vakað fyrir flutningsmönnum. En hvers- vegna stendur þá ekki skýrt fram tekið „getinn af heil- ögum anda en ekki af manniu í tillögunni? Af því að þá var hættara við, að tillagan yrði feld, en víst að hún yrði samþykt með loðna orðalaginu, „guðssonur11, sem enginn gat mótmælt. Á þenna hátt er þá bætt inn í til- löguna séi’skoðun fiutningsmanna og hinir látnir sanx- þykkja. Þetta er satt. Og þetta er óheiðarlegt fi’am- ferði. Það er ekki nema sjálfsagt að menn hafi ýmsar skoð- anir, en þá eiga þær að koma fi’am hreinar og sannar og skýrt afmarkaðar, alt annað er lýgi. Og hver er svo tilgangurinn með öllu þessu? Efa-

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.