Straumar - 01.09.1927, Page 14

Straumar - 01.09.1927, Page 14
140 STRAUMAR myndum. Maður gæddur sálrænum hæfilekum — ef til vill málarinn sjálfur — hefir sennilega séð bjarma þenna með dulskygni sinni og þannig eru staðfestar sýnir slíkra manna nú á dögum. Takmarkið. En hvert liggur þá leið vor. Svarið hljóðar svo, að vér vitum það ekki. Þetta er sízt að undra. Vér vitum ekki hvert sólkerfið rekur, og þá er ekki við að búast, að vér getum leyst úr enn þyngri vanda, spurning- unni um ákvörðun mannsandans. Vér höfum hugmyd um áttina og verðum að láta oss það nægja. Vér vitum að sól- kerfið stefnir að marki í stjörnumerkinu Hercules, enda þótt það taki nokkrar miljónir ára, að það komist þang- að. Á líkan hátt erum vér réttlætt í þeirra trú, að fram- för mannsins miði að víðtækari þekkingu, öflugri mætti og fegurri dygð. Ennþá vitum vér ekki hvað úr oss kann að verða. Vér hljótum að bíða og sjá hvað verða vill. Má vera, að það sé snjallasta tilgátan, sem gerð hefir verið, er Dante1) setur fram í Paradiso“, á þá leið, að sálir rétt- látra manna, sem náð hafi fullkomnun, myndi krónublöð hinmeskrar rósar. En þetta á langt í land og það er ekki sérstaklega að skapi nútímamannsins að kafa dj úpt í heila- brotum, eða láta hrífast með til skáldlegs hugmyndaflugs. Hann lætur sér lítið nægja, 'krefst að það sé bygt á skyn- samlegum grundvelli. Að minsta kosti er hægt að segja, að skynsamlegast sé að trúa, eins og rithöfundur einn kemst að orði, að líf vort sé skóli og hinn harði agi þess, sem oss virðist svo, verði skýrður fyrir oss í einhverjum hinna efri bekkja; ennfremur að vér komumst upp í einn þessara æðri bekkja við andlátið, og hagur vor fari eftir því, hvemig vér notuðum tækifærin, sem urðu á vegi vor- um á jörðu hér, en glæsileg örlög séu í vændum, sem vér fáum ekki skilið að svo búnu. Eftir „Light“ 7. maí 1927. S. St. þýddi. x) Dante Alighieri (126&—1321) mestur ítalskra skálda. Heimsfrægt er rit hans „Divina Comedia" (hinn guðdómlegi leikur). Skiftist í 3 höfuðkafla: Inferno (helvíti), Purgatoris (hreinsunareldur) og Paradiso (Paradís).

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.