Straumar - 01.12.1928, Page 4

Straumar - 01.12.1928, Page 4
178 STRAUMAR Aðfangadagskvöld. Prédikun eftir sira Sigurð Einarsson. Jóli. 1, 1—5. 14. „Og orðið varð hold og hjó með oss fult náðar og sannleika11. Þessi orð eru þrungin af leyndardómum. Alt upphaf Jóhannesar guðspjalls er þrungið af leyndardómi Vér heyrum það í ómi sjálfra orðanna. Vér skynjum það eins og dularfullan nið bak við setningarnar. Vér sjáum rofa til fyrir ókennilegum hugsunum. Og það sem gjörir þessi orð ennþá dularfyllri, er það, að sjáll'sagt er nú eng- inn lifandi maður á jörðunni, sem veit það til fullnustu, hvað vakti fyrir sál hins innblásna guðsmanns, sem reit þessi orð, hvaða sýnir hann fekk að sjá, og hvaða orð hann fekk að heyra, Það er aðeins eitt, sem vér finnum strax. Það er einn dýrðlegur, hátíðlegur fögnuður yfir al vörusvip þessara orða, einhver dularfull helgidýrð, eins og bergmál úr ósýnilegum heimi. Annað vitum vér einn- ig. Það er fæðing frelsarans Jesú Krists og þýðing starfs hans á jörðinni, sem guðspjallamaðurinn lýsir með þess- um dularfullu orðum. — Alt, sem er mikiifenglegt og stórt, er hjúpað leyndar- dómum. Hafið er fult af þeim, háfjöll og eyðimerkur og frum- skógar eru fullir af þeim, himingeimurinn er fullur af þeim. Alt, sem er stórt, ber leyndardóm undursamlegrar sköpun- ar að baki sér. Það bendir til Gfuðs. Leyndardómur þess er leyndardómur hans. Og þó er það víst, að í mannin- um sjálfum felast flestir leyndardómar og merkilegastir, Hann er síðasti liðurinn í þeirri undursamlegu þróun, sem vér köllum sköpun. Hann ber í sér leyndardóm uppruna síns, tveggja heima eðli, tveggja heima þrá. Þetta gildir um alla menn jafnt. En upp yíir meðal- mál og meðalhæð allra inanna, gnæfir einn inaðurí óend anlegri hæð. Ilann gnæfir svohátt, að það er alveg autt og snautt af öllum sporum annara manna, þar sem hann stendur. Yfir honum hvílir allur einstæðingsskapur ofur- mennisins. Persónan er svo voldug og mikilúðleg, að liann

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.