Straumar - 01.12.1928, Síða 5

Straumar - 01.12.1928, Síða 5
S T R A U M A Ii 179 er undur og ráðgáta allrar sköpunar. Eðli hans er svo máttugt, vizka hans svo djup, heilagleikur hans svo bresta- laus, að allur samanburður við alt annað, sem vér þekkjum, er úrræðalaust, haltrandi fálm. Persóna Jesú Krists er svo voldug, að hún sprengir utan af sér ramma allra útskýr- inga. Alt það í fari Jesú Krists, sem óheyrt er með mönn- um, bæði áður og síðan, er leyndardómur. Það er þessi leyndardómur, sem felst í orðunum: „Og orðið varð hold og bjó með oss fult náðar og sannleikau. Og í hvert sinn er vér heyrum þessi orð á aðfanga- dagskvöld jóla, er hlýtt og bjart i hugum vorum. Þar er óvanaleg gleði. Vér gjörum oss þess í rauninni ekki grein, af hverju vér erum glaðir margir hverir. Ef til vill stend- ur sjálfur jólaatburðurinn, fæðing frelsarans, talsvert mik- ið á bak við ýmsan annan hátíðabrag heimilanna. Ef til vill er margur, sem lítið finnur annað til þess að jólin séu komin, en að þau veita honum lausn frá daglegum störf- um. En eg hef aldrei vitað heilbrigðan mann, sem ekki var ofurlítið glaðari á jólunum en endranær. Og egheld, að sú gleði stafi af því, að fyrir öllum mönnum vakir það meira eða minna ljóst á jólunum, ýmist. sem föst vissa á yfirborði vitundarinnar eða óljós ómur dýpst í djúpi sál- arinnar, að í raun og veru sé heimurinn góður, að í raun og veru séu mennirnir góðir, að í raun og veru sé Ouð góður. Það er þessi djúpa samróma vissa margra margra raanna, sem gjörir hugi mannanna milda og glaða á jól- unum, )>ó að þeir séu annars ekki miklir trúmenn. Þetta er orsök hinnar kyrlátu hlýju gleði, sem grípur hugann. Og nú langar mig, vinir, til þess að mega leiða yður í anda að uppsprettu þessarar gleði. Hún er þessi: Pyrir mörgum árum fæddist barn á þessa jörð. Og nú kemur stærsti leyndardómurinn. Þetta barn er alveg eins og önn- ur börn, jafn ósjálfbjarga, jafn elskulegt. Og barnið vex. Og það kom ekki i ljós neitt óvanalegt. Barnið verður ungur maður, sem litlar sögur fara af, annað en það, að hann gengur til verka með föður sínum, er þægur og ljúf- ur. Svo kemur örstutt starfsemi fulltíða manns, sem end- ar með hryllilegum dauða, En þessi örstutta starfsemi er

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.