Straumar - 01.12.1928, Qupperneq 6

Straumar - 01.12.1928, Qupperneq 6
180 STRAUMAR það raerkilegasta og dýrðlegasta, sem enn hefir sést á jörðu. Orð Jesú Krists, þessi fáu ár, eru umfangsmesti boðskapur andlegs efnis, sem boðaður hefir verið. Verk hans eru risavöxnustu afrek sem sézt hafa, persóna hans glæstasta ímynd guðdómlegs manns. Við komu hans í þenna heim og starf hans í honum hefur alt útsýni lífsins breyzt. Eng- inn lifandi maður, hvort sem hann er trúaður eða van- trúaður, — í nokkru landi, þar sem nafn Jesú Krists hef- ur verið nefnt, er sami maður eins og liann hefði verið, ef Jesús hefði ekki fæðst. Við afskifti Jesú Krists af hög- um vor mannanna er eins og upp renni bjartur dagur eft- ir dapra og langa nótt, nótt vanþekkingar, vonleysis, villu og syndar. En með honum hverfir hveli þessa mannkyns til sólar. I stað myrkurs kemur ljós, í stað ótta kemur von, í stað sorgar kemur fögnuður. Þúsundir, miljónir manna hafa eignazt þann fögnuð á öllum öldum fyrir komu Jesú Krist. Þúsundum manna hefur hann verið eina verð- mæti lífsins, í þrautum og þrengingum, þúsundum manna hefur hann orðið hjartaskjól, þegar brott var sólin. Von- lausar, þjáðar hafa þúsundir manna leitað „í líknarskjólið undir Jesú Krossu og fundið þar frið. Hvers vegna gat Jesús alt þetta ? Það er leyndardómur allra leyndardóma, sá, sem guðspjallamaðurinn lýsir á þessa leið: „Og orðið varð hold og bjó með oss fult náðar og sannleika. Og vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föður“. Og mönnum hefui orðið starsýnt á þennan leyndar- dóm, svo starsýnt, að þeim hefur gleymst að fagna yfir sjálfri komu frelsarans. Það er hættulegt að stara of mikið inn í leyndardóma. Þá fer sálina að sundla og hún grípur í ofboði til einhverra skýringa og þorir ekki að sleppa þeim síðan, þorir ekki að sjá neitt annað en skýring- una. Stundum hefur menn rekið eftir skipbrot með stirðn- aðar hendur, kreptar um einhvern h)ut. Það er margur andlegur skipbrotsmaður, sem velkist dáinn með andlausa sk^ringu í kreptum höndum. Eg veit ekki til þess að neinn hafi skýrt persónu Jesú Krists svo, að hann hafi ekki minkað hana, gert hana litla við sitt hæfi, eða stækk- að hana, þangað til liann hafði engin tök á að skilja hana.

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.