Straumar - 01.12.1928, Síða 7

Straumar - 01.12.1928, Síða 7
STHAUMAR 181 Vér gerum langtum betur í því að horfa á Jesúm eins og hann birtist oss sem maður meðal manna í okkar eigin heimi, heldur en að brjóta heilann um, hvað hann hafi verið hjá föðurnum. Vér gjörum langtum betur í því, að elska hann en útskýra hann. Vér gjörum langtum betur í því að reyna að verða sjálfir stórir og dýrðlegir í líkingu við hann, heldur en reyna að gjöra hann lítinn í líkingu við oss. Ef nokkur hlutur er sá, sem vér getum verið vissir um, að er hans vilji, þá er það það. Verum því fyrst og fremst glaðir og fögnum komu Jesú Krists í kvöld, Fögnum yfir því með þakklæti og lofgjörð, að hið guðlega og dýrðlega er stigið niður til vor í þenna fátæklega mannheim í Jesú Kristi, oss til hjálpar og blessunar. Fögnum og þökkum Guði, sem leit til vor í óendanlegri náð og kærleika, og úthelti anda sinum yfir Jesúm Krist, til þess að hann gæti orðið frelsari vor og forgöngumaður í orði og verki. Fagnið af insta lijarta, því að með komu Jesú Krists er sjálfur Guð kominn til vor, til þess að hjálpa oss til að vinna sálum vorum frelsi, og gera þennan heim að heilögum stað, þar sem réttlæti, friður guðs, og trú og kærleikur rikir. Það þykjast marg- ir eiga erfitt með að skilja guðdómleik Jesú nú á tímum. Mér finst ómögulegt að efast um hann aðeins við það að lesa Nýjatestamentið. Eg er alveg sammála ítalanuin Vanini er hann var dreginn fyrir viilumannadómstól og dæmdur til dauða. Hann lýsti yfir því, að hann fyndi ekk- ert óeðlilegt i því, að Jesús væri Guð. En hann ætti miklu óhægara með að hugsa sér, að hann væri líka maður. Og þó er það þetta sem aldrei má gleymast, ef fögn- uður vor á að verða fullkominn: Jesús var fullkomlega maður. Orðið varð hold og bjó með oss. Þér skuluð ekki halda, að það varpi neinni rýrð á Jesúm Krist að hann var maður. Þér megið ekki láta það blekkja yður, að hugsunarlaust fólk segir oft, er það sér eitthvað auðvirði- legt eða lítilfjörlegt, að þetta sé mannlegt, þetta sé mann- Iegur breyskleiki. Eg held einmitt að ekkert sé eins ómann- legt, ekkert, sem er eins fjarri hinu hreina heilbrigða mann- eðli. Eg held eitímitt, að Jesús hafi verið miklu mannlegri

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.