Straumar - 01.12.1928, Qupperneq 10

Straumar - 01.12.1928, Qupperneq 10
184 STRAUMAK og heldur kynnu’ að grynnast silfurgjöld í góðri pyngju’ og lækka safn í skrínu. Þeim fanst hann geymdur bezt í grafarþró. En Pílatus þeim frelsa vildi' hann frá, hann fann það glögt, hann saklaus mundi dæmdur. Hann þóttist mundu þar til gott ráð sjá, því þar var geymdur upphlaupsmaður ræmdur, og margfalt sek r fyrir morð og rán. Sú venja ríkti, að veita einum grið, er væri kærður, fella refsigjöldin, og gefa honum lausn og fullan frið til frelsis, liver það hlyti, réði fjöldinn, því almenningsins úr því kosning skar. „Nú yður býð ég“, inti landstjórinn, „að annar þessi hljóta skuli frelsi, og veljið nú, hvort viljið „konunginn“, hann verðskuldar ei dauða eða helsi, eg sízt finn nokkuð saknæmt honum hjá“. En blindur múgur bað og krafði skjótt og barði hnefum, æpti hásum rómi, og æstur upp af óvinunum, fljótt hann úrskurðaði sínum sleggjudómi: „Nei, ekki Jesú. Gef oss Barrabas“! Og svo var gjört. Hann gaf þeim lausan mann með glæpalíf og upphlaup, morð og rán. En Jesús strýktur, hrakinn píndur; hann hinn hreini og góði deyr við kvöl og smán. En frelsi’ og heiðri fagnar Barrabas. Þorsteiun Kiíistjánsson.

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.