Straumar - 01.12.1928, Page 14

Straumar - 01.12.1928, Page 14
188 SIkaUMAR fyrir útlenda sjómenn. — En fyrir nokkrum árum réðst ungur maður í Reykjavík í það að stofna sjómannastofu. Þessi maður er Jóhannes Sigurðsson prentari. Með tilstyrk nokkurra góðra manna, fekk hann litla stofu niður við höfnina í Reykjavík, og þar eyðir hann öllum frístundum sínum, langt fram á nótt, til þess að gera lífið bjartara fyrir bræður vora, íslenska og erlenda, sem eyða meiri hluta æfinnar á sjónum. Eg ætla eigi að lýsa starfi hans hér, en segi það eitt, að það er til ómetanlegrar blessun- ar. Jóhannes fór utan s. 1. sumar til að kynna sér starfs- háttu á sjómannaheimilum, því að honum er mikið áhuga- mál að geta stækkað og eflt sjómannastofuna sína sem mest á komandi árum. Það verður aldrei að fullu metið, hver ávinningur það er þjóð vorri þegar áhugasamir menn vilja fórna tíma sínum til þess að veita ljósi og gleði inn í líf meðbræðranna. Pyrir því ber oss öllum að þakka það starf, sem Jóhannes hefir í Reykjavík. Og eg vildi skjóta því til manna, hvort þeir vildu ekki hjálpa honum með fégjöfum eða á annan hátt, t. d. með jólaböglum líkum þeim, sem mér hlotnaðist einu sinni á sjómannsárum mínum úti í Newcastle. e. M. Aí'tanró, Andvarinn líður undur hreinn og tær, öldurnar gjálfra létt við mjúka strönd, þagnandi hljómur, vaggar, þungur, vær, vefur sig friður rnilt um haf og lönd. Blessandi geislar brosa ljúfri kveðju, blikandi döggin þyrstum krónum svalar, hægar og hægar alt sinn anda dregur, í algleyinis-djúpri þögn við guð sinn talar.

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.