Straumar - 01.12.1928, Page 17

Straumar - 01.12.1928, Page 17
S T R A U M A R 191 mynd kenningarinnar er orðin talsvert önnur. Hvorttveggja er fagurt og glæsilegt. En það eru svipuð umskifti og að koma úr fegurð náttúrunnar inn í glæsilega liöll með óteljandi súlum og súlnagöngum. í öðrum staðnum er það guðs fria náttúra, ósnortin af manna höndum en óendan- leg að tign og fegurð. í hinum staðnum birtist máttur og snilli mannsandans, sem er innblásinn frá hæðum — en mannaverkin sjást þó alstaðar; áreynsla, heilabrot og sett- ar lífsreglur eru augljósar í hverjum hlut“. Líkingin er bæði snjöll og rétt og glæsilega sett fram. En mismunurinn á kenningu Jesú og Páls, var, eins og höf. tekur síðar fram, eigi fólgin í breyttu innihaldi, heldur því, að Páll var farinn að leggja áherzlu á nokkuð önnur atriði. Kjarni fagnaðarerindis Jesú var guðsrík- ið, en þungamiðjan í boðskap Páls var Jesús Kristur Eg hefi nú rakið aðalefni bókarinnar í stórum dráttum. Efnið, sem lá til úrlausnar, er geysi-mikið og víðtækt og vandi að ákveða, hversu mikið skuli tekið með, eða hve langt skuli farið út í ýms smærri atriði; því að þótt bók- in sé stór (319 bls. í stóru 8vo), má hún kallast stutt í samanburði við margar erlendar bækur um sama efni. Og helzt hefði eg kosið, að hún hefði verið lengri. Veld- ur því ekki sízt meðferð höf. á efninu, stíll hans og frá- sagnarháttur.— Prófessor Magnús Jónsson er lærðastur maður á íslandi í þessum efnum. í 11 ár heflr það verið æfistarf hans að rannsaka þessi fræði, enda ber ritið þess ljós merki. Alt er hnitmiðað og rammskorðað, lipurt og létt, enda segir liöf. í „Eftirmála“: „Eg hefi nú unnið að samning bókarinnar h. u. b. 4 ár, samið hana, endursam- ið og yfirfarið oftar en eg man að telja og altaf þurft eitthvað að lagfæra, alt til síðustu prófarkaru. — Stíll höf. og frásagnarháttur er og á þann veg, að hvorttveggja hlýtur að heilla athugulan og smekkvandan lesara. Öll er bókin rituð af fjöri og lipurð og á vönduðu máli. Tveir kaflarnir finnast mér þó bera af, III. afturlivarf Páls og trúarskoðanir hans, og síðasti kaflinn, lýsing á Páli og Jesús Kristur og Páll. — Það er meira en lítið vandaverk að rita nákvæmt

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.