Austurstræti - 27.07.1938, Blaðsíða 4

Austurstræti - 27.07.1938, Blaðsíða 4
AUSTURSTRÆTI ? ? % § 5: i Y I * Y ! I •• Y Y 4 Y X X X 1 i i $ I i i I X ? X X X T T X 5 T T T V Trésmiðjan Þórsgötu 3 Framleiðir og afgreiðir allskonar smiðisgripi, fijótt og vel. Athugið fataskápana. Reynið viðskiftin. í „Popol Vuh“ segir frá mik- illi menningu í Mið-Ameriku, einhverntíma aftur í myrkri ala- anna. Og svo er sagt, að stór hluti „hinna ljósu íbúa“ hafi tekið sig upp og ferðast í norð- ur gegnum endalaus ókunn lönd, þar til þeir komu til „landsins með hinni löngu nótt og að breiðu vatni“. — Þetta vatn var þá þurt og þeir fóru yfir það. Með öðrum orðum, þetta hef- ir eftir öllum líkum að dæma, verið Bæringssundið og þeir gengið yfir það á ís. Þetta rauða Meksikanska fólk segir „Popol Vuh“ að hafi heitið Toltesear og þeir hafi verið afkomendur ísraels og foringi þeirra hét Ta Nub. Nokkur hluti af fólkinu þorði ekki yfir vatnið, vegna hinnar eilífu nætur — myrkurs- ins og kuldans og settist því að austanvert við vatnið og það hafði yfir sér tvo konunga, ann- annan grimman og herskáan, en hinn góðan og friðsaman og höll hans var prýdd gulli og silfri og hann átti töfrastein, sem fólk hans trúði á. Þeir, sem héldu áfram, urðu að ferðast daga og nætur áður en þeir komust burtu úr kuld- anum og myrkrinu. Gyðingar eiga einnig í bók- inni „Vísdómur Salómons“ í 18. kapítula frásögur er sýnast benda á flutninga forfeðra þeirra. Þar er sagt að þeir fóru burt frá heimkynnum sínum og myrkrið huldi þá. Nóttin sýndist vera eilíf, ekkert ljós í myrltr- inu og birta stjarnanna var of dauf til að lýsa þeim. Þeir fóru um ísi og snævi þakin héruð, þar sem kuldinn heltók þá, en um síðir sáu þeir ljós í suðri. 68

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.