Austurstræti - 27.07.1938, Blaðsíða 19

Austurstræti - 27.07.1938, Blaðsíða 19
AUSTURSTRÆTI aið þegar Bandaríkin á sínum tíma keyptu Alaskaskagann af Rússum, greiddu þeir fyr- ir hann um 30 miljónir króna, og að síðan hefir fiskast í fljótum, vötnum og við strendur Alaska fyrir 6000 milj. kr., verið höggv- inn þar skógur fyrir 350 miljónir króna og gull hef- ur fundist þar fyrir 5—600 miljónir króna. að í Suður-Frakklandi bjó kona á 17. öld, sem talið er að muni hafa verið feg- ursta kona, sem fæðst hef- ur á jörðinni. — Hún hét Paola de Vignier og bjó í Toulouse. Þegar hún sást á götum úti, þyrptust karl- mennirnir svoleiðis utan um hana, að öll umferð stöðv- aðist. Þetta gekk svo langt, að bæjarráðið varð að lok- um að banna henni að ferð- ast úti við, án þess að hafa slæðu fyrir andlitinu. En þetta bann ætlaði blátt á- fram að hleypa öllu í bál og brand, svo nærri lá að upp- reisn yrði í borginni. Varð því bæjarráðið að snúa sér til hennar og fá hana til að sitja einn klukkutíma í viku í opnum glugga við fjölförn- ustu götuna, án andlits- blæju, svo íbúarnir gætu safnast þar saman og dáðst fegurðar hennar. Visurnar hans Geira. 1 síðasta hefti voru nokkrai' stökur eftir Geira, og mun „Austurstræti" innán skamms reyn aað fá fleiri vísur eftir hann, því þessar fengu mjög góðar viðtökur. En að þessu sinni verða eftirfarandi að nægja. Þó að sjómenska hafi víst laldrei verið sérgrein Geira, kann hann góð skil á hafinu. Það sýnir þessi prýðilega kveðna hringhenda. „Ægir kaldur yglir brá ei það sjaldan skeður; bárufalda blikar á brimljóð aldan kveður“. Blöð, tímarit og boekur tekið í umboðssölu hjá blaðasölunni í Hafnarstrœti 16. 83

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.