Austurstræti - 27.07.1938, Blaðsíða 23

Austurstræti - 27.07.1938, Blaðsíða 23
AUSTURSTRÆTI megi virðast, fanst Kingston einhver annarlegur friður og ró færast yfir sig. Það var eins og hættan sem yfir þeim vofði hefði engin áhrif á hann. Ó- skiljanleg vellíðan gagntók hann og streymdi yfir tilfinn- ingalíf hans eins og hlýr regn- skúr yfir skrælnaðan akur. — Þegar hendi ungu stúlkunnar snerti axlir hans til að fá stuðn- ing greip hann takmarkalaus gleði, sem hann hafði ekki orð- ið var við öll hin löngu ár í út- legð sinni. — Drengjaleg kát- ína greip hann og hann hló glaðlega. „Jú — jú, — Abdullah vissi hvað hann söng, eins og fvrri daginn“, tautaði hann upphátt við úlfalda sinn eins og venja hans var í einverunni. „Vissi Abdullah hvað hann söng. — Við hvað eigið þér?“ spurði unga stúlkan undrandi og hálfhrædd. Hún var farinn að óttast að hann væri ekki með öllum mjalla fyrst hann gat hlegið á þvílikum augnablik- um. Hann hrökk saman við orð hennar. Svo sagði hann: „Ég lá veikur fyrir nokltru síðan og Abdullah sá hvað að mér geklc“. Svo bætti hann við dá- lítið vandræðalega. „Það er orð- inn ávani hjá mér að tala upp- hátt við sjálfan mig. Haldið þér yður með báðum höndum, svo það fari betur um yður“, bætti hann við og tók þéttara utan um hana um leið og hann rak sporana í Jessabel. I rúma klukkustund riðu þau ákaft án þess að mæla orð frá vörum. Og fyr en hann varði, var hann farinn að dreyma um landsetur heima á Englandi með snotrum rósagarði og ungri yndislegri konu. — En þegar svo langt var komið, reif hann sig út úr draumum sínum og tók aftur til máls: „Við verðum að reyna að ná yfir klettahálsana sem við sjáum framundan“, sagði hann. „Hinumegin við þá eru dálitl- ar vinjar og þar bíður mín lítill herflokkur í kvöld. „Ó, — þá erum við frelsuð að klukkustund liðinni“, hróp- aði hún fagnandi. „Að klukkustund liðinni“, svaraði Kingston, brosandi. „Hvað haldið þér að þessir bláu 87 L

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.