Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Page 16

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Page 16
Opið bréf til U. M. F. innan HéraðssambandsinS „Skarphéðins“. Kæru félagar! Eg vil nota tækifærið, um leið og eg sendi ykkur þinggerð héraðsþingsins, að ávarpa ykkur og ræða við ykkur ýms þau mál, er fyrst og fremst krefjast athygli okkar, U. M. F. í þessu héraði. Vil eg biðja ykkur að taka mál þau, er eg drep á, til rækilegrar íhugunar og starfa fyrir þau í félögum ykkar. 1. BindindismáL Skuldbinding U. M. F. í. byrjar svo: „Eg undirritaður lofa því og legg við drengskap minn, að meðan eg er félaigi innan þessa sambands (U. M. F. I.), skal eg ekki neyta neinna áfengra drykkja, né verða þess vísvitandi valdandi, að öðrum séu þeir veittir“. Enginn getur verið lögmætur fé- lagi sambandsfélags, nema hann sé háður þessari skuldbindingu. Ætlunarverk okkar U. M. F. er: að gera sjálf okk- ur meiri menn, þjóð okkar þroslkaðri og land okkar betra, en vera mundi án félagsskapar okkar. þess vegna hljótum við að keppa eftir hverju því, sem eyikur mannkosti okkar, en afneita öllu, er rýrir þá. Ekkert annað er samrímanlegt hugsjón U. M. F. —

x

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins
https://timarit.is/publication/682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.