Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Side 20

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Side 20
20 töku í íþróttum. það er ógerlegt fyrir héraðsstjóm að smala íþróttamönnum, auk annara anna við mótið, og, ófært að hafa ekki trygða þátttöku nokkru íyrir- fram. þessvegna vil eg nú heita sem kröftulegast á alla þá, sem íþróttum unna og sóma sambandsins, að þeir geri sitt til þesis að drífa upp sem öflugasta þátt- töku í íþróttakepninni. Stjórnum félaganna vil eg i því sambandi benda á b.-till. íþróttanefndar, í þing- gerðinni. Aðstoðarmenn við mótið þurfa félögin að leggja til, tvo hvert. Ríður á að það séu traustir drengir og samvizkusamir. — Auk þess vænti eg þess, að1 hverj- um U. M. F., sem á héraðsmótið kemur, renni blóðið til skyldunnar, svo að hann ljái lið sitt til þess að halda þar góðri reglu, óbeðið, og lagfæra það, sem aflaga kann að ver. pað, hvernig mótin fara fram, hefir mikla þýðingu fyrir féiagsskapinn út á við. Héraðsþinigið síðasta fór prýðilega fram og gefur ágætar vonir um framtíð „Skarphéðins“. Er sjald- gæft að hitta á mannfundum j afn-samstilta krafta og þar voru. Ber það af undangengnum þingum, og hafa þau þó góð verið. Vil eg þakka félögum þeim, er fulltrúa sendu, fyrir vel valda sendimenn; og góðan undirbúning þingmálanna. Væri æskilegt, að ekkert félag léti framar undir höfuð leggjast að senda menn á héraðsþing. Að svo mæltu óska eg U. M. F. árs og friðar, og bið þá muna jafnan kjörorðið: í s 1 an d i a 11! Eyrarbakka, 7. febr. 1926. Aðalsteinn Sigmundsson, héráðsritari.

x

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins
https://timarit.is/publication/682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.