Alþýðumagasín - 01.11.1933, Page 6

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Page 6
Eftii’ sömu stúlkuna sem skrifaði »Eftir miðnœtti á Hótel Borg.« Þetta sögubrot fékk forlagið í hendur um sama leiti og »Eftir miðnætti á Hótel Borg« var full- prentað. Stúlkan segir i bréfi sínu að í raun og veru sé þetta kafli sem hafi upprunalega átt að vera í sögunni en sem hún hafi af ýms- um ástæðum felt burtu. — »En», skrifar hún, »ef ykkur sýnist svo megið þér nota kaflann við annað tækifæri, sem sjálfstæða sögu«. Þetta skeði fyrsta veturinn sem ég bjó hjá Nönnu .... í næsta húsi við okkur bjó ný- fermd telpa, sem við kölluðum Diddu, eftir að við fórum að kynn- ast henni. Foreldrar hennar voru taldir með betri borgurum og heimili þeirra var alþekt fyrir það tvent, sem mest þótt prýða fjöl- skyldulíf, — höfðingskap og guð- rækni. Faðirinn var kaupsýslumaður, vel efnum búinn og góðvinur ýmsra helstu manna borgarinnar. 4 — Ég sá hann aðeins í örfá skifti því bæði var hann mikið í ferða- lögum, og svo umgekst hann ekki þarin félagsskap sem við vorum i. Móðir Diddu kyntist ég aftur á móti fljótt. — Það var falleg og tíguleg kona, og svo ungleg að flestir álitu hana innan við þrítugt, sem sáu hana í fyrsta skifti, þó hún væri nær fertugu. Didda var einkabarn þeirra hjónanna, lítil og ljóshærð með óvenju fritt andlit. Hún var glað- værðin sjálf, en oft svo barnsleg, að það vakti jafnvel undrun mína, sem var þó nýkomin til bæjar- ins úr fámenni. Þegar leið á veturinn för Didda að venja komur sínar í húsið til okkar og taka öðruhvoru þátt í hinu glaðværa lífi, sem við lifðum — En ávalt var hún í okkar hóp skoðuð sem barn, — stórt og skemtilegt barn.

x

Alþýðumagasín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumagasín
https://timarit.is/publication/685

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.