Alþýðumagasín - 01.11.1933, Side 10

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Side 10
ELSTA kona í Englandi er ný- dáin, í sveitaþorpinu Sidcup í Suður-Englandi. Agnes Jenkens hét konan og varð 107 ára gömul. — Það er fullyrt að hún hafi aldrei stígið fæti sínum inn í járnbraut, eða upp í bil. — Þangað til hún var 85 ára rak hún búskap sinn sjálf og vann alla útivinnu, og þegar hún var 90 ára gömul, dansaði hún í brúðkaupi eins barna-barns síns. MARGIR kannast við hinar ýmsu íþróttategundir, eða tilraunir til að reyna að fara ferða sinna um sjóinn á öðru en hinum algengu bátum og skipum. — Það hafa komið fram sjóskíði, sjósleð- ar, sjó-reiðhjól o. s. frv. en allar þessar tilraunir hafa aðeins orðið tískuíþróttir, sem hafa komist i móð svo og svo langan tíma á vissum stöðum. Hér á myndinni sést nýjasta uppfyndingin á þessu svíði. — Og sést að nú hafa menn tekið vélaaflið í þjónustu sína. EITT hryllilegasta morð sem sögur fara af var framið haust í New York. — Hefir það jafnvel vakið viðbjóð og umtal í glæpaheiminum þar og má þá nærri geta að langt er gengið. Það var dönsk stúlka sem myrt var, Betty Karlsen að nafni. Hún hafði haft leyniknæpu alræmda í borginni á 3. Avenue á horninu á 79. götu. Hægri hönd hennar og umsjónarmarmaður við smygl- unina var ítali nokkur Tony Marino, sem var jafnframt einn af helstu mönnum, stærsta ítalska glæpaflokksins í borginni] Um miðjan sept s.l. dó svo Betty Karlsen snögglega, — úr lungnabólgu, og gaf þektur lækn- ir dánarvottorðið. Skömmu síðar sneri Tony Marino, sem nú hafði yfirtekið alt eftir Betty, sér til lif- tryggingarfélagsins Metropolitan,

x

Alþýðumagasín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumagasín
https://timarit.is/publication/685

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.