Alþýðumagasín - 01.11.1933, Síða 17
og láta hattinn slúta. —» Ef til vill sjáum við ungu stúlkuna ganga
framhjá unga manninum, með |3óttasvip án þess að heilsa og ganga
brosandi móti öðrum ungum manni.
Hver veit. — En ef við aðeins stæðum eins og maðurinn á
horninu, trúfastlega þar hvern dag, mundum vér fyr eða síðar sjá
endirinn.
Og meðan þessi saga er að gerast á götunni, — höfum vér
séð fjölda annara æfintýra byrja eða enda. — Og jafnframt streyma
auka-persónur í tugum og hundruðum fram og aftur um leiksviðið.
Við sjáum langan og horaðan góðtemplara með þyrkingslegan
vandlætingarsvip mæta sætkendum náunga, sem ljómar af lifs-ánægju.
Lögregluþjónarnir spigspora fram og aftur háir og herðibreiðir, með
öll sýnileg ytri tákn þess, að það séu þeir sem nákomnastir eru
götunni og herrar hennar. Við sjáum koma fram fólk frá Ingólfs-
stræti og Þingholtsstræti, — frá Vatnsstíg og Vitastig, frá Barón-
stíg og Bröttugötu. — Þeir koma háir og lágir, — vel klæddir og
gauðrifnir, — hungraðir og saddir, feitir og horaðir, — reiðir og
glaðir, — og við lesum sögu þeirra í svip og hreifingum, — sögu
þess dags sem er að liða framhjá.
*
* *
En áhoifandinn má ekki gleyma götunni fyrir mennina. — Hon-
um verður að vera lióst að alt það sem framhjá fer er í nánu sam-
bandi við götuna sjálfa. — Hver einstaklingur er þátttakandi í lífi
hennar, hvort atvik, þáttur úr sögu hennar.
Og við sjáum að hver og einn, tekur sína sérstæðu afstöðu
til hennar.
Það er nú til dæmis prúðbúni maðurinn þarna með yfirlætis-
svipinn, — hvert skref hans, hver hreifing segir okkur að hann telji
sig eiga alla götuna, — og hinir umfarendurnir séu honum óvið-
komandi
Sællegi, góðlátlegi inatvörukaupmaðurinn sem 'kemur á eftir hon-
um, og er auðsæilega nýbúinn að borða góðan miðdegisverð,
kálfssteik og blómkálssúpu eða aðra uppáhaldsrétti sína. — Hann
er sýnilega hæðst ánægður með þá litlu hlutdeild sem skref hans
gefa honum i götunni, — ofurlitla rönd af gangstéttinni.
En þarna kemur gamall maður lotinn í herðum. Gamli frakkinn
15